Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Fótbolti 8. mars 2012 10:45
Hver ældi á bekkinn hjá Arsenal? Margir sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu í gær þegar sjá mátti ælu á varamannabekk Arsenal í leiknum gegn AC Milan. Fótbolti 7. mars 2012 23:45
Messi sló tvö Meistaradeildarmet í kvöld - myndir Lionel Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona í kvöld í seinni leik liðsins á móti þýska liðinu Bayern Leverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með því að skora fimmu í þessum leik setti argentínski snillingurinn tvö met í Meistaradeildinni. Fótbolti 7. mars 2012 23:12
Fabregas um Messi: Hann er besti leikmaður fótboltasögunnar Cesc Fabregas lagði upp tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið niðurlægði þýska liðið Bayer Leverkusen með því að vinna 7-1 sigur í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maður kvöldsins var þó Lionel Messi sem skoraði fimm af sjö mörk Barcelona-liðsins. Fótbolti 7. mars 2012 22:14
Meistaradeildarævintýri APOEL heldur áfram Meistaradeildarævintýri kýpverska liðsins APOEL Nicosia hélt áfram í kvöld þegar liðið sló Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítakeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-0 heimasigri en APOEL. sem var á heimavelli í kvöld, vann vítakeppnina 4-3. Fótbolti 7. mars 2012 19:15
Meistarasýning hjá Messi og félögum | Messi með fimm í 7-1 sigri Lionel Messi og félagar í Barcelona sýndu enga miskunn í kvöld þegar þeir slógu þýska liðið Bayer Leverkusen út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona vann leikinn 7-1 og þar með samanlagt 10-2. Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona. Fótbolti 7. mars 2012 19:15
Wenger enn í vandræðum hjá UEFA Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn á ný að koma fyrir aganefnd UEFA, eftir framkomu sína eftir leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Arsenal vann leikinn 3-0 en komst ekki áfram þar sem að liðið steinlá 4-0 í fyrri leiknum á Ítalíu. Fótbolti 7. mars 2012 17:15
Leitin að heilaga kaleiknum Rússinn Roman Abramovich hefur eytt mörgum milljörðum í Chelsea í þeirri von að vinna hinn heilaga kaleik evrópsku knattspyrnunnar – Meistaradeildina. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa komist nálægt því hefur gengi Chelsea l Fótbolti 7. mars 2012 06:00
AC Milan í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum síðan 2007 AC Milan tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir 0-3 tap á móti Arsenal. 4-0 sigur í fyrri leiknum skilaði ítalska liðinu áfram en liðið hefur ekki komist svona langt í keppninni í fimm ár. Fótbolti 6. mars 2012 22:44
Wenger: Ekki hægt annað en að vera stoltur af þessari frammistöðu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á AC Milan þótt að það hafi ekki dugað til að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. AC Milan vann fyrri leikinn 4-0 og því 4-3 samanlagt. Fótbolti 6. mars 2012 22:29
Koscielny: Við gáfum allt okkar í þetta Laurent Koscielny skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en þessi frábæri sigur dugði ekki enska liðinu þar sem fyrri leikurinn tapaðist 0-4 á Ítalíu. Fótbolti 6. mars 2012 22:13
Frábær fyrri hálfleikur ekki nóg fyrir Arsenal | AC Milan fór áfram 4-3 Arsenal er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir frábæran 3-0 sigur á ítalska liðinui AC Milan á Emirates leikvanginum í kvöld. AC Milan vann fyrri leikinn 4-0 og þar með 4-3 samanlagt. Arsenal skoraði þrjú mörk í frábærum fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta við mörkum í þeim seinni. Fótbolti 6. mars 2012 19:00
Benfica komst áfram en naumlega þó Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt. Fótbolti 6. mars 2012 19:00
Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi. Fótbolti 6. mars 2012 16:45
Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Fótbolti 6. mars 2012 11:30
Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 23. febrúar 2012 19:00
Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári. Fótbolti 23. febrúar 2012 16:45
Villas Boas húmorískur: Ég hef gert þrettán mistök Andre Villas Boas, stjóri Chelsea, svaraði spurningum blaðamanna í dag en hann var þá mættur á hefðbundinn blaðamannafund fyrir leik Chelsea á móti Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 23. febrúar 2012 16:00
Inter tapaði enn einum leiknum Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 22. febrúar 2012 16:01
Basel skellti Bayern í Sviss Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 22. febrúar 2012 15:57
Lavezzi hjá Napoli: Ekki kalla mig Maradona Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi var stjarna kvöldsins í 3-1 sigri Napoli á Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Fótbolti 22. febrúar 2012 11:15
Fimmtán ár síðan ekkert enskt lið var í 8-liða úrslitunum Eftir tap Chelsea fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu eru góðar líkur á því að ekkert enskt lið verði í fjórungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gerðist síðast leiktíðina 1995-96. Fótbolti 21. febrúar 2012 22:53
Villas-Boas: Hefðum átt að verjast betur Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna fyrir Napoli í Meistaradeild Evrópu í kvöld að varnarleikur liðsins hefði verið slakur. Fótbolti 21. febrúar 2012 22:32
John Terry þarf að fara í aðgerð á hné | Frá í tvo mánuði John Terry, fyrirliði Chelsea, þarf að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem hafa haldið honum frá keppni síðustu þrjár vikur. Terry glímir við meiðsli á hægra hné en forráðamenn Chelsea höfðu vonast til þess að hann gæti spilað á móti Napoli í Meistaradeildinni í kvöld. Enski boltinn 21. febrúar 2012 17:37
Xavi býst við því að Guardiola verði áfram hjá Barcelona Xavi, leikstjórnandi Barcelona-liðsins, er viss um að þjálfarinn Pep Guardiola skrifi undir nýjan samning við félagið. Guardiola hefur ekki gefið neitt út um framhaldið og spænskir fjölmiðlar fjalla flestir um málið á hverjum degi. Fótbolti 21. febrúar 2012 17:00
Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Fótbolti 21. febrúar 2012 13:59
Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 21. febrúar 2012 13:16
Terry ekki með í kvöld | Að drepast í hnénu eftir æfinguna í gær John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Napoli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Terry missir væntanlega líka af landsleik Englendinga og Hollendinga í næstu viku. Fótbolti 21. febrúar 2012 12:15
Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti. Enski boltinn 21. febrúar 2012 11:15
Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins. Enski boltinn 21. febrúar 2012 09:31