Skytturnar þrjár eru nú í Napólí André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni. Fótbolti 21. febrúar 2012 07:00
Hamsik: Chelsea-leikurinn verður leikur ársins fyrir Napoli Marek Hamsik, slóvakíski landsliðsmaðurinn hjá Napoli, bíður spenntur eftir leiknum á móti Chelsea í Meistaradeildinni á morgun en liðin mætast þá í fyrri leik sínum í 16 liða úrslitum keppninnar. Fótbolti 20. febrúar 2012 19:15
Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur. Fótbolti 20. febrúar 2012 17:45
Ævisaga Zlatan Ibrahimovic nú í boði sem forrit fyrir iPad Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan og sænska landsliðsins í fótbolta, er í takt við tímann og tilbúinn að nýta sér nýjustu tæknina til að koma feikivinsælli ævisögu sinni á framfæri. Fótbolti 17. febrúar 2012 23:15
Þjálfari Napoli má ekki stýra liðinu gegn Chelsea Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, má ekki stjórna liði sínu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ítalska liðið mætir þar enska liðinu Chelsea. Mazzarri áfrýjaði tveggja leikja banni sínu en dómur aganefndar UEFA stendur. Fótbolti 16. febrúar 2012 22:45
Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn" Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag. Fótbolti 16. febrúar 2012 12:15
Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson. Fótbolti 15. febrúar 2012 23:27
Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit. Fótbolti 15. febrúar 2012 22:22
Szczesny: AC Milan refsaði okkur í öllum mörkunum Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, fékk á sig fjögur mörk þegar Arsenal steinlá 4-0 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 15. febrúar 2012 22:05
Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum. Fótbolti 15. febrúar 2012 19:15
Benfica komst yfir en tapaði fyrir Zenit í frostinu í Pétursborg Fyrri leik dagsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar er lokið og það voru skoruð fimm mörk í frostinu í Pétursborg þegar heimamenn í Zenit St. Pétursborg unnu 3-2 sigur á Benfica. Aðstæður voru erfiðar í dag en frostið var yfir tíu gráður. Fótbolti 15. febrúar 2012 16:45
Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. Fótbolti 15. febrúar 2012 07:30
Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport. Fótbolti 15. febrúar 2012 00:56
Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira. Fótbolti 14. febrúar 2012 22:31
Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur. Fótbolti 14. febrúar 2012 22:22
Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin. Fótbolti 14. febrúar 2012 19:15
Barcelona í flottum málum eftir 3-1 útisigur á Leverkusen Evrópumeistarar Barcelona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sílemaðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitthvorum megin við hálfleikinn og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin. Fótbolti 14. febrúar 2012 19:00
Er Barca enn besta liðið? Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Fótbolti 14. febrúar 2012 07:00
Slasaðist við tannburstun og missir af leik gegn Barcelona Knattspyrnumenn missa stundum af mikilvægum leikjum eða heilum stórmótum í knattspyrnu af ótrúlegustu ástæðum og nú hefur Svisslendingurinn Eren Derdiyok, leikmaður Bayer Leverkusen, bæst í þann hóp. Fótbolti 3. febrúar 2012 23:45
Ancelotti: Real og Barca eru langsigurstranglegust í Meistaradeildinni Carlo Ancelotti, stjóri Paris Saint-Germain, er sannfærður um að Meistaradeildarbikarinn sé aftur á leiðinni til Spánar. Hann telur að Real Madrid og Barcelona séu í sérflokki meðal bestu liða Evrópu og annaðhvort þeirra eigi eftir að vinna Meistaradeildina í vor. Fótbolti 3. febrúar 2012 20:30
Guardiola kemur á óvart: Busquets er besti miðjumaður heims Það eru allir að tala um snillingana Xavi og Andreas Iniesta á miðjunni hjá Barcelona en þjálfarinn Pep Guardiola er samt ekki sammála því að þetta séu bestu miðjumenn liðsins. Fótbolti 15. janúar 2012 10:00
Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu. Fótbolti 10. janúar 2012 10:45
Messi getur jafnað afrek Platini í kvöld Lionel Messi fær að vita það í kvöld hvort að hann fái Gullboltann þriðja árið í röð og komist þá í hóp með Frakkanum Michel Platini, núverandi forseta UEFA en Platini var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu 1983, 1984 og 1985. Fótbolti 9. janúar 2012 17:30
Man. Utd ekki í Meistaradeildina | Búið að refsa Sion Sá möguleiki að Man. Utd komist bakdyramegin inn í Meistaradeildina er úr sögunni því svissneska knattspyrnusambandið hefur farið að ráðleggingum FIFA og refsað Sion fyrir að spila með ólöglega leikmenn. Fótbolti 30. desember 2011 15:17
Man. United kemst ekki bakdyramegin inn í Meistaradeildina Svissneska knattspyrnusambandið hefur orðið við beiðni UEFA og er búið að taka 36 stig af Sion-liðinu fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum. UEFA hafði kastað Sion út úr Evrópudeildinni og var búið að hóta því að gera hið sama við önnur svissnesk lið, myndi svissneska sambandið ekki refsa Sion. Fótbolti 30. desember 2011 15:11
Cristiano Ronaldo skoraði meira en Messi á árinu 2011 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt frábært ár. Messi vann reyndar fjóra fleiri titla með Barcelona á árinu en það var Ronaldo sem skoraði einu marki meira á árinu sem er að líða. Fótbolti 25. desember 2011 22:00
Dani Alves: Guardiola er hjartað í Barcelona-liðinu Brasilíski bakvörðurinn Dani Alves hrósar mikið þjálfara liðsins Josep Guardiola og segir að nú sé aðalmarkmið leikmanna liðsins að sannfæra Guardiola að halda áfram með liðið. Fótbolti 21. desember 2011 13:00
Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur. Fótbolti 19. desember 2011 16:00
Man. Utd gæti óvænt komið aftur inn í Meistaradeildina Svo gæti farið að Manchester United verði í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir allt saman. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur nefnilega hótað knattspyrnusambandi Sviss og fari sambandið ekki eftir þeirra fyrirmælum þá verður öllum svissneskum liðum meinað að taka þátt í Evrópukeppnum. Fótbolti 17. desember 2011 16:00
Erfitt fyrir þá ensku Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og svo 32-liða og 16-liða úrslit Evrópudeildar UEFA. Fimm ensk lið eru eftir í keppnunum og fengu þau öll erfiða andstæðinga. Kolbeinn Sigþórsson og Ajax mæta Manchester United. Fótbolti 17. desember 2011 06:30