Breiðablik kjöldregið í Þrándheimi Líkurnar á því að Breiðablik komist áfram í Meistaradeildinni í knattspyrnu eru nánast engar eftir að liðið steinlá, 5-0, fyrir Rosenborg í Þrándheimi í kvöld. Fótbolti 13. júlí 2011 20:35
Arnar Grétarsson segir AEK ekki hafa svikið samning við Blika Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, segir það ekki rétt að gríska liðið hafi svikið samkomulag þess efnis að Elfar Freyr Helgason myndi fá að spila leikina gegn Rosenborg í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þetta kom fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni. Fótbolti 13. júlí 2011 12:15
Meistaradeildin og Evrópudeild UEFA áfram á Stöð 2 sport UEFA og 365 miðlar hafa gert samkomulag um áframhaldandi samstarf um Meistaradeild Evrópu í fótbolta og verður keppnin sýnd á sportstöðvum Stöðvar 2 líkt og undanfarin ár. Samningurinn er til þriggja ára, 2012-2015. Alls verða 10 beinar útsendingar frá hverri umferð ásamt samantektarþáttum sýndar á Stöð 2 sport. Að auki var einnig samið um sýningarréttinn á Evrópudeild UEFA fyrir sama tímabil, 2012-2015. Fótbolti 22. júní 2011 12:30
Forseti Barcelona hótar að skera á öll tengsl við Real Madrid Sandro Rosell, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir á heimasíðu félagsins tilbúinn að skera á öll tengsl við erkifjendurna í Real Madrid. Hann segir hegðun Madridinga á síðasta tímabili hafa farið út fyrir öll velsæmismörk. Fótbolti 17. júní 2011 23:00
Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu 2013 á Wembley Evrópska knattspyrusambandið UEFA hefur greint frá því að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu árið 2013 fari fram á Wembley-leikvanginum í London. Aðeins þrjár vikur eru síðan Manchester United og Barcelona léku til úrslita á sama velli í sömu keppni. Fótbolti 17. júní 2011 12:00
Messi: Napoli er sérstakur staður fyrir alla Argentínumenn Napoli er komið í Meistaradeildina í fyrsta sinn eftir að liðið náði 3. sætinu í ítölsku A-deildinni í vetur. Það má segja að félagið sé nú komið í hóp þeirra bestu í Evrópu síðan að Diego Armando Maradona lék með félaginu á níunda áratugnum. Fótbolti 9. júní 2011 23:30
Mourinho áfrýjar úrskurði UEFA Jose Mourinho hefur ekki gefist upp í baráttu sinni við Knattspyrnusamband Evrópu sem dæmdi hann í fimm leikja keppnisbann í apríl síðastliðnum. Fótbolti 4. júní 2011 19:00
Van Persie: Leikmenn á Spáni og í Chelsea alltaf að betla gul spjöld Arsenal-maðurinn Robin van Persie er allt annað en sáttur með hegðun leikmanna spænskra liða sem og leikmanna nágrannanna Arsenal í Chelsea. Hollenski framherjinn segir það óþolandi að leikmenn liða eins og Barcelona og Chelsea fái að setja svona mikla pressu á dómara sinna leikja með því að hópast að honum og heimta spjöld. Enski boltinn 2. júní 2011 23:30
Fimm Barcelona-menn vildu treyju Scholes - Messi og Xavi of seinir Paul Scholes tilkynnti í dag að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna eftir frábæran 17 ára feril þar sem hann spilaði 676 leiki fyrir Manchester United. Síðasti leikur hans var því á laugardaginn þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 31. maí 2011 14:15
Pique tók sporið með Shakiru Gerard Pique og fleiri leikmenn Barcelona stigu á svið á tónleikum með Shakiru í Barcelona í gærkvöldi. Fótbolti 30. maí 2011 20:30
Allt Barcelona-liðið fer á Shakiru-tónleika í kvöld Gerard Pique tilkynnti það á twitter-síðu sinni í gær að Barcelona-liðið ætlaði að halda upp á sigur sinn í Meistaradeildinni í gær með því að fara á tónleika með Shakira á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í kvöld. Fótbolti 29. maí 2011 10:00
Guardiola: Ég verð eitt ár til viðbótar hjá Barcelona Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tilkynnti það eftir sigurinn á Manchester United í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley að hann verði áfram með Barca-liðið. Fótbolti 28. maí 2011 22:30
Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Fótbolti 28. maí 2011 22:04
Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. Fótbolti 28. maí 2011 21:46
Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Fótbolti 28. maí 2011 21:26
Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Fótbolti 28. maí 2011 21:19
Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. Fótbolti 28. maí 2011 21:11
Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. Fótbolti 28. maí 2011 21:02
Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Fótbolti 28. maí 2011 20:57
Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. Fótbolti 28. maí 2011 20:38
1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. Fótbolti 28. maí 2011 19:53
Barcelona fór illa með United á Wembley - vann 3-1 sigur Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Fótbolti 28. maí 2011 18:30
Þróttur vann sinn fyrsta sigur í sumar Þróttur vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar þegar liðin vann Leikni 3-1 í lokaleik 3. umferðar. Þróttur var aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina en hoppaði upp um fjögur sæti með þessum góða sigri. Íslenski boltinn 28. maí 2011 18:23
Aðeins útlendingar hafa skorað fyrir Barca í úrslitaleikjunum Barcelona er að fara að spila sinn sjöunda úrslitaleik í Evrópukeppni Meistaraliða í kvöld þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Fótbolti 28. maí 2011 18:15
Spænskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni Það verða spænsku liðin Ciudad Real og Barcelona sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta en bæði lögðu þýska andstæðinga í undanúrslitaleikjum sínum í dag. Handbolti 28. maí 2011 18:10
Hernández í byrjunarliði United og Berbatov kemst ekki í hóp Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, eru búnir að tilkynna byrjunarliðin sín fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hefst á Wembley klukkan 18.45. Fótbolti 28. maí 2011 17:45
Valdes: United með betra sóknarlið en Barca Victor Valdes, markvörður Barcelona, reyndi að setja pressu á lið Manchester United að sækja í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Valdes talaði um í viðtali fyrir leikinn að United sé með betra sóknarlið en Barcelona. Fótbolti 28. maí 2011 17:15
Komið að ensku liði að vinna í kvöld Það hefur verið ákveðin hringrás í gangi í Meistaradeildinni undanfarin sex ár þar sem ensk, spænsk og ítölsk félög hafa skipts á að vinna Meistaradeildina. Þetta boðar gott fyrir ensku meistarana í Manchester United sem mæta Barcelona í úrslitaleiknum á Wembley í kvöld. Fótbolti 28. maí 2011 17:00
Hernandez: Ég er hjá besta klúbbi í heimi Javier Hernandez er markahæsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni á þessu tímabili og hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Manchester United. Hernandez veit þó ekki hvort hann verði í byrjunarliðinu á móti Barcelona í kvöld þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 28. maí 2011 16:45
Guardiola: Þeir hafa styrkinn og við höfum tæknina Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, býst við flottum fótbolta í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United í kvöld og að þar fari uppgjör á milli tveggja ólíkra fótboltastíla. Leikur liðanna fer fram á Wembley og þar á Barcelona möguleika á að vinna annan úrslitaleikinn á þremur árum á móti Manchester United. Fótbolti 28. maí 2011 15:45