Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Henry og Iniesta klárir í úrslitaleikinn

    Thierry Henry og Andres Iniesta hjá Barcelona eru báðir farnir að æfa á fullu með liðinu og verða því klárir í slaginn á miðvikudagskvöldið þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    UEFA kærir framkomu Drogba og Bosingwa

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að taka fyrir mál þeirra Didier Drogba og José Bosingwa fyrir aganefnd sambandsins en þeir félagar gengu mjög langt í mótmælum sínum eftir seinni leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: United mun leggja áherslu á að verjast

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist eiga von á að sjá Manchester United beita svipaðri leikaðferð gegn Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar og liðið beitti í 0-0 jafnteflinu við Arsenal á Emirates á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand verður að ná leiknum við Hull

    Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United segir að Rio Ferdinand komi tæplega til greina í byrjunarliðið í úrslitaleik meistaradeildarinnar í næstu viku ef hann nær sér ekki heilum fyrir deildarleikinn gegn Hull um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi skilur ekkert í Manchester United

    Argentínumaðurinn Lionel Messi segir það mikil mistök hjá Manchester United að láta landa sinn Carlos Tevez fara frá liðinu en allt bendir til þess að Tevez spili ekki á Old Trafford á næsta tímabili.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rómverjar vara stuðningsmenn Manchester United við

    Það er óttast að um tíu þúsund miðalausir stuðningsmenn Manchester United munu ferðast til Rómar vegna úrslitaleik Meistaradeildarinnar í næstu viku og eru heimamenn farnir að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir ólæti og slagsmál í borginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og Júróvisjón á sama tíma að ári

    Laugardagurinn 22.maí 2010 verður svo sannarlega viðburðarríkur því þá fá Evrópubúar bæði að vita hvaða þjóð á besta lagið í Júróvisjón og hvaða þjóð á besta fótboltafélag álfunnar. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og úrslitakvöld Júróvisjón fara nefnilega bæði fram þetta laugardagskvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United spilar úrslitaleikinn í hvítu

    Leikmenn Manchester United munu klæðast hvítu útivallarbúningunum sínum í úrslitaleiknum gegn Barcelona í Róm þann 27. maí nk. Barcelona telst vera heimaliðið í úrslitaleiknum og klæðist því hinum alþekkta heimabúning sínum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fletcher fær ekki að spila úrslitaleikinn

    Miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United fær ekki að spila úrslitaleikinn í meistaradeildinni í lok mánaðar. Þetta var staðfest í dag eftir að áfrýjun United á rauða spjaldið hans í undanúrslitunum var hafnað.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Iniesta ætlar að ná úrslitaleiknum

    Spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona segist ekki ætla að láta meiðsli á læri aftra sér frá því að spila úrslitaleikinn í meistaradeild evrópu í lok mánaðarins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Iniesta tæpur fyrir úrslitaleikinn

    Óvíst er hvort spænski landsliðsmaðurinn Andres Iniesta hjá Barcelona muni geta spilað úrslitaleik meistaradeildarinnar þann 27. maí eftir að hann meiddist í 3-3 jafntefli Barcelona og Villarreal um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kvartað undan Drogba

    Eftirlitsmaður UEFA á leik Chelsea og Barcelona hefur staðfest að fjallað sé um hegðun Didier Drogba í skýrslu hans um leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Niðurstaða í næstu viku

    Í næstu viku kemur í ljós hvort að Didier Drogba verður refsað fyrir framkomu sína eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

    Fótbolti