Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hætta við 700 milljarða samning við UEFA

    Rafmyntarmiðlarinn Crypto.com hefur hætt við fyrirhugaðan 495 milljón dollara samning við UEFA sem styrktaraðili Meistaradeildar Evrópu. UEFA leitar áfram nýs styrktaraðila eftir að hafa slitið samstarfi við Gazprom.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fögnuðu innilega þegar þeir drógust í dauðariðilinn

    Leikmenn tékkneska meistaraliðsins Viktoria Plzen fylgdust spenntir með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í gær. Liðið lenti í dauðariðlinum, en í stað þess að óttast verðandi andstæðinga sína fögnuðu leikmenn liðsins drættinum innilega.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vel upp­aldir drengir“

    Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

    Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real Madrid er besta lið Evrópu

    Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

    Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

    Fótbolti