Eiður Smári veikur Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea sem tekur á móti Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld, en þar ber hæst að Eiður Smári er ekki í leikmannahóp Chelsea í kvöld vegna veikinda. Sport 13. september 2005 00:01
Real Madrid í bullandi vandræðum Stórlið Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og nú eykur enn á ógæfu liðsins, því það er komið undir 3-0 gegn frönsku meisturunum í Lyon. Það voru þeir John Carew, Juninho og Wiltord sem skoruðu fyrir franska liðið. Sport 13. september 2005 00:01
Lampard spilar vel fyrir mig Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn José Mourinho hrósaði Frank Lampard miðjumanni sínum í viðtali við breska ríkissjónvarpið. Lampard hefur legið undir mikilli gagnrýni frá fjölmiðlum og fylgismönnum Chelsea í upphafi leiktíðar en Mourinho er ánægður með kappann. Sport 13. september 2005 00:01
Meistaradeildin í dag Nú klukkan 18:30 verður flautað til leiks í Meistaradeild Evrópu á Sýn og fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign Real Betis og Liverpool í G-riðli. Síðar um kvöldið, eða klukkan 21:20 fer í loftið leikur Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge. Sport 13. september 2005 00:01
Ronaldo í hóp United á ný Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fráfall föður hans á dögunum, en upphaflega var búist við að hann yrði í leyfi frá leiknum. United verður þó án fyrirliða síns Roy Keane, sem á við meiðsli að stríða. Sport 13. september 2005 00:01
Hert lyfjaeftirlit í Meistaradeild Knattspyrnumenn sem leika í Meistaradeildinni geta átt von á því að fá starfsmenn lyfjaeftirlits Knattspyrnusambands Evrópu hvenær sem er í heimsókn. Félögin í Meistaradeildinni samþykktu þetta að sögn talsmanns UEFA fyrir þetta tímabil. Chelsea rak á sínum tíma Adrian Mutu frá félaginu eftir að hann féll á lyfjaprófi og varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf. Sport 13. september 2005 00:01
Forlan mætir gömlu félögunum Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk. Sport 13. september 2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld. Þar ber hæst að Liverpool er í góðri stöðu gegn Real Betis á Spáni og frönsku meistararnir Lyon eru að kjöldraga Real Madrid í Frakklandi. Sport 13. september 2005 00:01
Milan-menn muna eftir Istanbul Andriy Shevchenko hefur varað félaga sína í liði AC Milan við því að vera of fljótir að gleyma martröðinni í Istanbul í vor, þegar liðið glutraði niður þriggja marka forystu og tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sport 12. september 2005 00:01
Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Sport 12. september 2005 00:01
Benitez ekki smeykur við Betis Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hvergi banginn við landa sína í Real Betis, en liðin mætast á Spáni í Meistaradeildinni annað kvöld. Benitez segir að þekking sín á spænska boltanum muni koma sínum mönnum að góðu gagni í leiknum. Sport 12. september 2005 00:01
Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. Sport 12. september 2005 00:01
Ronaldo fær frí á miðvikudag Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig. Sport 11. september 2005 00:01
Meistaradeildin er betri en HM Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Meistaradeild Evrópu sé sterkari og skemmtilegri keppni en sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Sport 10. september 2005 00:01
Mourinho segir riðilinn erfiðan Jose Mourinho viðurkenndi fúslega að riðillinn sem Chelsea leikur í í Meistaradeild Evrópu sé mjög erfiður og bendir á að liðið muni þurfa á sínu besta til að komast áfram. Sport 26. ágúst 2005 00:01
Dregið í riðla í Meistaradeildinni Sterkustu knattspyrnulið Evrópu bíða nú í ofvæni eftir að dregið verði í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Athygli vekur að Englandsmeistarar Chelsea eru ekki í efsta styrkleikaflokki enda hefur Jose Mourinho knattspyrnustjóri látið UEFA hafa það óþvegið í fjölmiðlum í morgun. Sport 25. ágúst 2005 00:01
Dregið í riðla í meistaradeildinni Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea. Sport 25. ágúst 2005 00:01
Þeir bestu heiðraðir hjá UEFA Chelsea skartar tveimur leikmönnum sem valdir voru bestu leikmennirnir í sinni stöðu á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu á verðlaunaafhendingu sem var að ljúka á vegum UEFA í Mónakó. Þar stendur nú yfir drátturinn í riðlakeppni deildarinnar þetta tímabilið og verða niðurstöður hans birtar innan skamms. Besti sóknarmaðurinn var valinn... Sport 25. ágúst 2005 00:01
Liverpool og Chelsea saman í riðli Liverpool og Chelsea verða saman í dauðariðlinum (G) í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Paolo Maldini fyrirliði AC Milan dró í riðlana í Mónakó nú síðdegis. Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum í Man Utd sem dróst í riðil með Villareal. AC Milan lenti í riðli með PSV og nýliðar í Meistaradeildinni í Thun frá Sviss lenda á riðli með Arsenal. Sport 25. ágúst 2005 00:01
Dregið í riðla í meistaradeildinni Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea. Sport 25. ágúst 2005 00:01
United yfir í hálfleik Manchester United er að vinna Debrechen frá Ungverjalandi á útivelli 1-0 í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Gabriel Heinze gerði mark United manna á á 20. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, United vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 3-0. Sport 24. ágúst 2005 00:01
Sannfærandi sigur United manna Manchester United sigraði Debrechen frá Ungverjalandi 3-0 ytra í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. United eru því komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Gabriel Heinze gerði fyrri tvö mörk United og Kieran Richardson það þriðja. Sjá úrslit og stöðu í öðrum leikjum... Sport 24. ágúst 2005 00:01
Árni Gautur tapaði í vítakeppni Árna Gauti Arasyni, landsliðsmarkverði tóks ekki að tryggja norska félagi sínu Välerenga hundruðir milljóna króna í kvöld þegar lið hans tapaði fyrir belgíska liðinu Club Brugge í vítaspyrnukeppni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn sjálfur fór 1-0 fyrir Club Brugge en Välerenga vann fyrri leikinn 1-0 í Osló. Sport 24. ágúst 2005 00:01
Collina kom Villareal áfram Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir.. Sport 24. ágúst 2005 00:01
Egill dæmir í UEFA keppninni Egill Már Markússon verður dómari í síðari viðureign pólska liðsins Wisla Plock og Grasshoppers frá Sviss í UEFA-bikarnum, en liðin mætast á Gorskiego-leikvanginum í Plock á fimmtudag. Aðstoðardómarar verða þeir Gunnar Gylfason og Ingvar Guðfinnsson, og fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson. Sport 23. ágúst 2005 00:01
Soffía sigraði Evrópumeistarana CSKA Soffía sigraði Liverpool 1-0 á Anfield í 3.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool fer þó áfram því liðið vann fyrri viðureign liðanna 3-1. Þetta eru mjög óvænt úrslit því afar fáheyrt er að Evrópumeistarar tapi fyrir liði eins og CSKA Soffíu, en KA sem nú er í íslensku 1. deildinni sigraði CSKA á heimavelli fyrir 15 árum. Sport 23. ágúst 2005 00:01
Liverpool undir í hálfleik CSKA frá Soffíu er að vinna Liverpool 1-0 í hálfleik á Anfield í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Liverpool geta þó andað léttar því liðið vann fyrri leik liðanna 3-1 í Soffíu. Sport 23. ágúst 2005 00:01
Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Sport 20. ágúst 2005 00:01
Sá besti sem við gátum fengið Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að miðjumaðurinn Michael Essien fullkomni Chelsea liðið og hann sé besti leikmaður í sinni stöðu sem hægt hafi verið að fá. Essien er 22 ára og kostaði Chelsea 24,4 milljónir punda sem er félagsmet. Sport 19. ágúst 2005 00:01
Carvalho biður Mourinho afsökunar Ricardo Carvalho varnarmaður Chelsea hefur beðið Jose Mourinho afsökunar á ummælum sínum eftir leikinn gegn Wigan í úrvalsdeildinni um helgina. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina er reiknað með því að hann verði sektaður um tveggja vikna laun. Sport 19. ágúst 2005 00:01