Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Kynntu dag­skrá RIFF 2024

Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný

Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta.

Tónlist
Fréttamynd

Maður þurfti ekki að vera skyggn

Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eitt stærsta bílabíó landsins fer fram um helgina

Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð  Reykjavík, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttan innra með manni eins og ljós og skuggar

„Ég trúi því bara að heilsan og sjálfsástin eigi að vera í fyrsta sæti. Ég var búinn að vinna og vinna og vinna í svo ótrúlega mörg ár og einhvern veginn alltaf að keppast við að ná einhverju markmiði og ná langt í lífinu og gera gott. Svo einn daginn fyrir tveimur árum síðan þá sat ég og endurhugsaði líf mitt,“ segir Kári Sverrisson, tískuljósmyndari og fagurkeri.

Menning
Fréttamynd

Á­vísun á ei­líf von­brigði að elta góða veðrið

„Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Tónlist
Fréttamynd

Frumútboð og fram­hjá­höld

Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald

Skoðun
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. 

Lífið
Fréttamynd

Tito Jackson er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Meló­drama, morð og hæfi­lega mikið bótox

Morguninn fyrir brúðkaup Ameliu og Benjis á draumaeyjunni Nantucket finnst einn brúðkaupsgestanna myrtur. Brúðkaupinu er aflýst og allir liggja undir grun. Enginn má fara af eyjunni fyrr en búið er að finna hinn seka.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Höldum á­fram þangað til við erum dauðir“

Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Magni Ásgeirsson gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól og af því tilefni blæs hljómsveitin til tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Hann segir þá munu halda áfram að spila fram á síðasta dag. 

Lífið
Fréttamynd

Bong Joon Ho verður staf­rænn heiðurs­gestur á RIFF

Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020.

Menning
Fréttamynd

Ís­land mun taka þátt í Euro­vision

Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Lífið
Fréttamynd

„Myndin byggir á minni eigin lífs­reynslu“

Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Standandi lófa­klapp fyrir Ljós­broti í Toronto

Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Lands­liðs­maður gefur út lag með pabba sínum

Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni.

Tónlist