Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sonar­sonur Bob Marl­ey er látinn

Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Lífið
Fréttamynd

Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B

Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. 

Lífið
Fréttamynd

Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári

Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa

Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022

Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ellen opnar sig um missinn

Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt.

Lífið
Fréttamynd

„Alltaf upp á líf og dauða“

Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram.

Tónlist
Fréttamynd

KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal

Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu.

Menning
Fréttamynd

Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða

Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða.

Lífið
Fréttamynd

Nágrannar snúa aftur á Stöð 2 árið 2023

Þau sögulegu tíðindi urðu í gær að Nágrannar kvöddu sjónvarpsáhorfendur Stöðvar 2. Ástralska sjónvarpsþáttaröðin hefur verið á dagskrá sjónvarps í 37 ár og stefndi í að þáttaröðin myndi kveðja fyrir fullt og allt. Ekki varð af því, sem betur fer fyrir dygga aðdáendur.

Lífið
Fréttamynd

Óskarsdraumar Hildar lifa áfram

Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. 

Bíó og sjónvarp