Fyrstu sýningarnar gríðarlega erfiðar: „Ég kom bara heim og lagðist í rúmið“ Bubbi Morthens segir að hann hafi hreinlega grátið og farið heim og lagst í rúmið þegar sýningin Níu líf byrjaði í Borgarleikhúsinu í fyrra. Lífið 30. september 2022 11:01
Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. Innlent 30. september 2022 07:16
Boðið að gista í kofa Sanderson systra Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts. Bíó og sjónvarp 29. september 2022 23:11
Landsmenn minnast Prins Póló Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. Tónlist 29. september 2022 22:32
Svavar Pétur er látinn Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri. Lífið 29. september 2022 16:06
Khloé hafnaði bónorði Tristans Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum. Lífið 29. september 2022 15:30
„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“ Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins. Enski boltinn 29. september 2022 13:31
RIFF sett í nítjánda skipti: „Hvað í f******** er í gangi?“ RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er sett í dag. Hátíðin er haldin í nítjánda skipti frá 29. september til 9. október og fer hún fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Fjöldi mynda kemur hingað beint af helstu kvikmyndahátíðum heimsins. Bíó og sjónvarp 29. september 2022 13:31
Fjölmiðlakonan Katie Couric greindist með brjóstakrabbamein Fjölmiðlakonan Katie Couric greindi frá því í gær að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein fyrr í sumar. Meinið var fjarlægt og hún lauk geislameðferð fyrr í vikunni. Lífið 29. september 2022 12:31
Emily in Paris snýr aftur í desember Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær. Lífið 29. september 2022 11:15
„Var næstum því hætt við að gefa út plötuna mína“ Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í nýrri þáttaröð á Stöð 2 sem hófst í gær. Tónlist 29. september 2022 10:30
Grease tónleikasýning í Laugardalshöllinni Grease tónleikasýningin sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. október, mun laða fram allt það helsta úr söngleiknum. Tónlistin í flutningi Stuðlabandsins, allir hópdansarnir, sagan og stemningin í frábærri leikstjórn Gretu Salóme í umgjörð sem ekki hefur sést hingað til hérlendis. Lífið samstarf 29. september 2022 08:56
Coolio er látinn Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995. Lífið 29. september 2022 04:50
Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. Tónlist 28. september 2022 17:12
Þau sóttu um embætti safnstjóra Listasafns Íslands Alls bárust sjö umsóknir um embætti safnstjóra Listasafns Íslands, en staðan var auglýst þann 27. ágúst síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 20. september síðastliðinn. Menning 28. september 2022 15:56
Sviðsetur kvikmyndaupplifanir á Íslandi í jökli, sundlaug og helli Sundbíó RIFF í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur er einn að viðburðum kvikmyndahátíðarinnar sem selst alltaf upp. Nanna Gunnarsdóttir hefur undanfarin ár sviðsett viðburðinn og gert að ógleymanlegri reynslu kvikmyndaunnenda. Lífið 28. september 2022 13:00
Segir grátlegt að hafa verið dregin á asnaeyrum í átta ár af kvikmyndasjóði Ingibjörg Reynisdóttir, rithöfundur og leikkona með meiru, birtir mikla grein á Vísi þar sem hún lýsir sannkallaðri píslargöngu sinni með handrit sem stöðugt var vísað frá af Kvikmyndasjóði Íslands. Menning 28. september 2022 12:52
Kaldur raunveruleiki konu í kvikmyndagerð og viðleitni hennar í áratug við að koma bíómynd á koppinn Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Skoðun 28. september 2022 12:40
„Hvað er það versta sem gæti gerst?“ Án þess að hafa séð sýninguna og án þess að þykjast hafa hugmynd um það hvernig er að vera manneskja með fötlun þá langar mig að leggja nokkur orð í belg varðandi „Stóra Þjóðleikhúsmálið“. Þessum pistli er ekki beint að neinum persónulega og kannski er hann einhvers konar viðbragð við viðbrögðum. Skoðun 28. september 2022 11:30
Ströggl og skerðing en býður upp á ferðalag um heiminn Á morgun verður RIFF sett í 19. skipti en stjórnandinn og upphafsmanneskja hátíðarinnar segir að myndirnar hafi aldrei verið fjölbreyttari eða meira spennandi. Lífið 28. september 2022 10:31
Hannes Þór tryggir sér Húsið eftir Stefán Mána Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni Húsið eftir Stefán Mána. Spennusagan kom út árið 2012. Bíó og sjónvarp 28. september 2022 09:24
Rússar sniðganga Óskarinn Rússar ætla ekki að senda inn tilnefningu til bestu erlendu kvikmyndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. Formaður rússnesku Óskarstilnefninganefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins. Bíó og sjónvarp 27. september 2022 23:45
Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Bíó og sjónvarp 27. september 2022 21:43
„Hafnfirskar stelpur rokka“ Hafnfirskar stelpur rokka! er tónlistar vinnusmiðja sem unnin er í tengslum við Appolo listahátíð í Hafnarfirði. Ungar sís og trans stelpur, trans strákar, kynsegin og intersex ungmenni á aldrinum 13-25 ára eru öll velkomin og á vinnusmiðjan sér stað yfir tvær helgar í október. Tónlist 27. september 2022 17:30
„Þetta er uppgjör og upprisa“ „Síðustu tvö ár hef ég lítið málað og ég fann í byrjun árs að ég var hreinlega að springa úr þörf til að skapa,“ segir listakonan Mæja Sif Daníelsdóttir, sem opnar sýninguna Upprisa í Núllinu Gallerý næstkomandi fimmtudag. Menning 27. september 2022 15:31
„Starstruck“ í vinnunni í fyrsta skipti Ingimar Davíðsson er staddur í Los Angeles þar sem hann er að fara vera einn af tæknistjórum á minningartónleikum Taylor Hawkins í The Forum. Um er að ræða 18.000 manna minningartónleikum og er Ingimar einn af fjórum tæknistjórum viðburðarins. Tónlist 27. september 2022 14:31
Skrifstofu Sony á Íslandi lokað Skrifstofa Sony Music á Íslandi hættir formlega störfum þann 31. október næstkomandi vegna stefnubreytingar hjá Sony Music Entertainment. Dreifing á íslenskum útgáfum verður þá í höndum Sony í Kaupmannahöfn. Tónlist 27. september 2022 13:04
Hannaði listrænan skúlptúr úr yfir 100 titrurum Listamaðurinn Dafne Blade fer eigin leiðir í sinni listsköpun en skúlptúr verk háns á Erotic Heritage Museum í Las Vegas hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Í forgrunni verksins er eitt vinsælasta kynlífsleikfang dægurmenningar, töfrasprotinn, í rúmlega hundrað stykkjum sem saman mynda eina listræna heild. Menning 27. september 2022 11:30
Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað. Innlent 27. september 2022 07:35
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27. september 2022 07:02