Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð

Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla.

Tónlist
Fréttamynd

„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“

Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 

Innlent
Fréttamynd

Slayer-dómur til kasta Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina.

Innlent
Fréttamynd

Sig­ríður Th. Er­lends­dóttir er látin

Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekkert heyrt frá Lilju

Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 

Innlent
Fréttamynd

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“

Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk.

Innlent
Fréttamynd

Þungavigtafólk úr tónlistarbransanum á IA Ráðstefnuna

Ráðstefna Iceland Airwaves fer fram 3.-4. nóvember, fimmtudag og föstudag í Hörpu. Í ár mun viðfangsefni ráðstefnunnar snerta á stöðu lifandi tónlistar eftir COVID-19, hlutverk útgefanda í dag og sameinandi kraft tónlistar í heimi lituðum af átökum, sem og mikilvægi sjálfbærni í tónlist.

Albumm
Fréttamynd

Um Sigur­fara, Blá­tind, Aðal­björgina og Maríu Júlíu

Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.

Lífið
Fréttamynd

Kokkurinn úr Matador látinn

Danska leikkonan Elin Reimer er látin 94 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Matador sem naut mikilla vinsælda á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Róa á nokkuð þyngri mið

Í tilefni af útgáfu plötunnar Awake ætlar hljómsveitin Stafrænn Hákon að halda veglega útgáfutónleika þ. 29. september næstkomandi í Tjarnarbíó.

Albumm
Fréttamynd

Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi

Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi.

Tónlist
Fréttamynd

Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina

Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. 

Gagnrýni
Fréttamynd

Bókmenntahátíðir eru „hæklass“ útgefendaböll

Nú er blásið til mikillar bókamessu í Gautaborg, eftir að allt slíkt hefur legið í láginni á Covid-tímum og því mikil eftirvænting meðal bókmenntafólks. Fulltrúar Íslands verða rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Menning
Fréttamynd

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

Lífið