Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. Tónlist 9. júlí 2022 18:01
Ingvar Lundberg í Súellen látinn Ingvar Lundberg, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sveitarinnar á Facebook. Innlent 9. júlí 2022 17:17
Hlustar á það sem undirmeðvitundin segir Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo löngu og á eitt vinsælasta rapplagið í dag, Ef þeir vilja Beef, þar sem hann rappar með Joey Christ. Daniil kann að meta hverja einustu stund lífsins og elskar pizzu en hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 9. júlí 2022 11:30
Tony Sirico er látinn Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést. Lífið 9. júlí 2022 07:38
Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins. Lífið 8. júlí 2022 21:03
40 ár frá fyrstu einkasýningunni Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag. Menning 8. júlí 2022 15:01
Enginn skilinn eftir Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á. Menning 8. júlí 2022 13:30
Taktu þátt í að búa til „helvítis djöfulsins hávaða“ Á morgun, laugardaginn 9. júlí, opnar Curver Thoroddsen hljóðinnsetninguna Helvítis djöfulsins hávaða (riffasúpu dauðans) í Gömlu netagerðinni á Neskaupstað. Innsetningin er hluti af listahátíðinni Innsævi í Fjarðabyggð og er verkið gert í samvinnu með Eistnaflugi og gestum þess. Tónlist 8. júlí 2022 13:08
Tarantino segir Gurru grís vera bestu útflutningsvöru Breta Quentin Tarantino, kvikmyndaleikstjóri, hefur horft mikið á teiknimyndaþættina Gurru grís með tveggja ára syni sínum, Leo. Tarantino nýtur þáttanna ekki síður en sonurinn og sagði nýlega að Gurra grís væri „besta útflutningsvara Breta á þessum áratugi.“ Bíó og sjónvarp 8. júlí 2022 12:56
Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. Tónlist 8. júlí 2022 11:31
Frumsýning á Vísi: Sigga Beinteins rifjar upp rokktakta frá níunda áratugnum í Reykjavík brennur Sigga Beinteins og Karl Orgeltríó gáfu saman út lagið Reykjavík brennur í gær og nú frumsýnir Vísir tónlistarmyndbandið við lagið. Að sögn Karls Olgeirssonar er lagið afturhvarf til uppruna Siggu Beinteins þegar hún var í rokkhljómsveitinni Kikk á níunda áratugnum. Tónlist 8. júlí 2022 11:02
Eina eintak endurupptöku á smáskífu Bob Dylan seldist á 200 milljónir Endurupptaka Bob Dylan á lagi sínu „Blowin‘ in the Wind“ seldist á uppboði í gær á eina og hálfa milljón dollara, rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Endurupptakan er sú eina sem til er í heiminum. Lífið 8. júlí 2022 10:33
„Stimplaðar sem einungis kyntákn“ Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu. Lífið 8. júlí 2022 10:31
Skapari Yu-Gi-Oh! fannst látinn Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla. Erlent 8. júlí 2022 08:51
2.500 krónur fermetrinn á besta stað í bænum Nýjar vinnustofur í Hafnarhúsi í miðborg Reykjavíkur, sem listamenn og frumkvöðlar geta leigt undir ýmiss konar starfsemi og sköpun, voru formlega opnaðar í dag. Innlent 7. júlí 2022 19:55
Stórleikarinn James Caan er látinn Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan. Lífið 7. júlí 2022 17:26
„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“ Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum. Menning 7. júlí 2022 13:30
Kótelettan:„Það var gríðarlega góð mæting hjá okkur í fyrra og frábær stemmning“ Fjölskylduhátíð Kótelettunar verður haldin í tólfta sinn á Selfossi um helgina. Meðal dagskrárliða eru Stóra Grillsýningin, Styrktarlettur SKB og Veltibillinn. Einnig er dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna þar sem XXX Rottweilerhunda, Stuðmenn og Aldamótatónleikarnir stíga m.a. á stokk. Lífið 7. júlí 2022 12:31
Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi. Tónlist 7. júlí 2022 11:31
Bubbi Morthens með nýtt lag Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gaf út nýtt lag í dag sem heitir „Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu). Hann segir lagið gefa til kynna það sem sé væntanlegt á næstu mánuðum. Lífið 7. júlí 2022 10:30
„Fullnægjandi að segja satt“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Menning 7. júlí 2022 10:01
Frumsýna nýja útgáfu á sögulegu Þjóðhátíðarlagi á Vísi á morgun Klara Elias og Hreimur frumsýna nýja og órafmagnaða útgáfu af Lífið er yndislegt hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 11:30. Hreimur gerði lagið sögulegt á sínum tíma en Lífið er yndislegt er eitt þekktasta Þjóðhátíðarlag allra tíma. Tónlist 6. júlí 2022 20:00
„Meira er meira“ Hljómsveitin Ultraflex var að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Lagið ber nafnið Mi Vuoi og fá þær hér tónlistarkonuna Kuntessa til liðs við sig. Tónlist 6. júlí 2022 12:31
„Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. Lífið 6. júlí 2022 11:01
Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti. Gagnrýni 6. júlí 2022 09:20
Garden Party: Mezzoforte, búbblur og Bríet Þann 13. ágúst fer fjölskylduhátíðin Garden partý fram í Laugardalnum en hátíðin er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík. Tónlistarmennirnir Bríet, Frikki Dór, Birnir, Reykjavíkurdætur, Hipsumhaps og Mezzoforte munu koma fram og skemmta lýðnum. Lífið 6. júlí 2022 09:10
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. Erlent 6. júlí 2022 08:53
Carlos Santana hneig niður á tónleikum Gítargoðsögnin Carlos Santana hneig niður á tónleikum sínum í Detroit í gær. Að sögn umboðsmanns hans er líðan hans góð núna. Lífið 6. júlí 2022 08:37
„Mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar“ Hljómsveitin Poppvélin gaf út lagið „Bærinn minn“ í dag og er það lag hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í ár. Lagið spilar inn nostalgíuna og hjálpar hlustandanum að rifja upp góðar minningar frá æskuslóðunum. Lífið 5. júlí 2022 22:01
Jakkafataklæddir ungherrar til friðs á Íslandi Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum. Lífið 5. júlí 2022 20:01