Strandamenn fagna hækkandi sól Strandamenn ætla að fagna því um helgina að þeir séu farnir að sjá sólina rísa með vaxandi ljósi. Það gera þeir með söng, kveðskap, sögum, spjalli og almennu æðruleysi alla helgina. Innlent 29. janúar 2022 13:01
„Eitt besta popplag sem ég hef fengið að vinna við síðustu þrjátíu árin“ Árið 2021 var öflugt tónlistar ár hjá íslensku tónlistarfólki sem sendi frá sér ófáa smelli. Tónlist 29. janúar 2022 11:30
Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Menning 29. janúar 2022 11:29
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. Tónlist 29. janúar 2022 08:07
Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. Tónlist 29. janúar 2022 07:30
„Ég hef ekki klippt mig í tvö ár“ Leikarar fagna afléttingum á sóttvarnatakmörkunum en nú mega allt að fimm hundruð leikhúsgestir mæta á leiksýningar. Innlent 28. janúar 2022 21:09
Björk sló í gegn í Los Angeles Tónlistarkonan Björk hélt tónleika í Shrine Auditorium tónleikahöllinni í Los Angeles í gærkvöldi við góðar viðtökur. Tónleikarnir voru hluti af Cornucopia tónleikaferðalagi hennar í Bandaríkjunum. En þetta voru fyrstu tónleikarnir af þremur sem hún mun halda í Los Angeles, áður en förinni verður heitið til San Fransisco. Lífið 28. janúar 2022 18:01
Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. Lífið 28. janúar 2022 13:30
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Erlent 28. janúar 2022 13:19
Fyrsta platan, síðasta naslið Rokksveitin unga Final Snack gefur í dag út sína fyrstu breiðskífu, gubba hecto, á vegum listasamlagsins post-dreifingar. Sveitin inniheldur alla meðlimi pönksveitarinnar Gróu ásamt meðlimum úr rafglapasveitinni sideproject og rokksveitinni Trailer Todd. Tónlist 28. janúar 2022 13:11
Grunaði að smá gleði og jákvæðni myndi falla vel í kramið Hlustendaverðlaunin 2022 fara fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og eru það útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 sem standa saman að þessari verðlaunahátíð. Tónlist 28. janúar 2022 11:31
Kanye West boðar nýja plötu Tónlistarmaðurinn Ye, betur þekktur sem Kanye West, boðaði formlega útgáfu nýrrar plötu á Instagramsíðu sinni fyrr í dag. Tónlist 27. janúar 2022 17:50
Yfir 300 erlendir keppendur í Reykjavík á næstu dögum Eftir að ekki var hægt að taka á móti erlendum keppendum á Reykjavíkurleikunum í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins er búist við yfir 300 erlendum keppendum í ár. Sport 27. janúar 2022 16:31
Viðtalið sem allir Spider-Man aðdáendur hafa beðið eftir Aðdáendur Spider-Man myndanna hafa beðið spenntir eftir viðtali þar sem allir leikarnir sem hafa leikið hann koma saman. Draumurinn rættist og komu þeir Tom Holland, Andrew Garfield og Tobey McGuire saman í viðtali hjá Pete Hammond. Viðtalið fór fram í gegnum fjarskiptabúnað og virtust þeir allir vera hæstánægðir með hvorn annan. Lífið 27. janúar 2022 16:16
Gerði plötu í svefnherberginu Guðlaugur Rúnar Pétursson eða einfaldlega GULLI er 19 ára gamall tónlistarmaður frá 108 Reykjavík. Albumm 27. janúar 2022 14:30
Gummi Gumm bað um óskalag í Bítinu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um sigurinn á Svartfjallalandi og frammistöðu Íslands á EM. Eftir viðtalið bað Guðmundur þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um óskalag. Handbolti 27. janúar 2022 13:30
Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt. Lífið 27. janúar 2022 13:01
Stytta af Kobe og Giönnu sett upp á slysstaðnum Í gær voru tvö ár liðin síðan að körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant, dóttir hans Gianna og sjö aðrir fórust í þyrluslysi í Kaliforníu. Í tilefni þess var sett upp stytta af þeim Kobe og Giönnu á slysstaðnum. Körfubolti 27. janúar 2022 12:01
Frikki Dór: Þriggja dætra faðir og ný plata á leiðinni Stórsöngvarinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir hafa tekið á móti þriðju dóttur sinni og er einnig ný plata frá honum væntanleg á miðnætti. Lífið 27. janúar 2022 11:30
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. Lífið 27. janúar 2022 08:59
Tónlistarundrið Árný Margrét frumsýnir myndband við glænýtt lag „Ég held að það að vera á nýjum stað sem ég hafði aldrei komið á áður hafi kveikt í mér einhvern veginn. Lagið bara rann úr mér,“ segir unga tónlistarkonan Árný Margrét sem gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. En Árný frumsýnir myndband við lagið hér á Vísi. Tónlist 27. janúar 2022 07:00
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Innlent 26. janúar 2022 22:10
Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu. Tónlist 26. janúar 2022 16:00
Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Innlent 26. janúar 2022 14:45
Mjallhvít og dvergarnir sjö endurgerðin er ekki vinsæl hjá Peter Dinklage Leikaranum Peter Dinklage finnst það taktlaust af Disney að vera að búa til mynd um sjö dverga sem búa í helli og opnaði hann sig um málið. Umræðan átti sér stað í viðtali hjá Marc Maron´s WTF hlaðvarpinu. Lífið 26. janúar 2022 14:15
Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. Menning 25. janúar 2022 20:59
Sögð hafa átt í deilum við sviðshönnuð tónleikanna Talið er að deilur á milli Adele og sviðshönnuðar hennar hafi mögulega haft áhrif á það að tónleikum söngkonunnar í Las Vegas hafi skyndilega verið frestað. Lífið 25. janúar 2022 15:02
„Þetta er soldið sagan þeirra“ MIMRA sendi frá sér lagið Easy to choose þann 19.janúar síðastliðinn. Lagið er sérstakt að því leyti að það var upprunalega samið sem leynileg brúðkaupsgjöf til vinkonu hennar. Albumm 25. janúar 2022 14:31
Yfirvöld vinna í nýjum enda Fight Club í Kína Fight Club, kvikmyndin víðfræga frá 1999, hefur tekið breytingum í Kína. Hin klassíska mynd David Fincher með þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverkum, birtist nýlega á streymisveitunni Tencent Video í Kína með mikið breyttum endi. Bíó og sjónvarp 25. janúar 2022 14:02
Hálfur milljarður í menningargeirann Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins. Menning 25. janúar 2022 13:19