Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. Lífið 27. október 2021 21:57
Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 27. október 2021 17:53
Rokkhljómsveitin SOMA með langþráða endurkomu Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni. Lífið 27. október 2021 14:32
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Körfubolti 27. október 2021 13:01
Varð að læra nýjasta lag Hipsumhaps aftur á bak fyrir myndbandið Sveitin Hipsumhaps frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Martröð sem er einmitt gefið út í dag. Lífið 27. október 2021 12:30
H.M.S. Hermann ekki Hermann Stefánsson nema síður sé Guðni Elísson rithöfundur og prófessor segir það hreina og klára dellu að ein aðalpersónan í bók hans Ljósgildrunni, H.M.S Hermann sé byggður á Hermanni Stefánssyni rithöfundi. Menning 27. október 2021 09:59
Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Innlent 27. október 2021 08:41
RAVEN steig á stokk á Stofutónleikum á Granda Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Tónlist 27. október 2021 08:01
Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Innlent 26. október 2021 20:48
Ólafur Ragnar vonar að samferðafólki á æskuárum bregði ekki við nýja bók hans Ólafur Ragnar Grímsson vonar að samferðafólki hans verði ekki brugðið við lestur nýrrar bókar hans um æskuárini fyrir vestan og í þingholtunum í Reykjavík sem kom út í dag. Þetta er önnur bók hans á innan við ári samhliða því sem hann undirbjó Hringborð norðurslóða fyrr í þessum mánuði. Menning 26. október 2021 19:21
Ósýnilegum konum fagnað á Hverfisgötu Á dögunum kom út íslensk þýðing á bókinni Invisible Women. Sæunn Gísladóttir þýddi bókina Ósýnilegar konur en hún hefur brennandi áhuga á efni bókarinnar. Útgáfunni var fagnað í bókabúð útgáfunnar Sölku á Hverfisgötu. Lífið 26. október 2021 14:31
Hanna María og Ólafur Örn nýir heiðursfélagar Leikfélags Reykjavíkur Listamennirnir Hanna María Karlsdóttir og Ólafur Örn Thoroddsen voru gerð að nýjum heiðursfélögum Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í gær. Menning 26. október 2021 13:37
Starfsemi Íslensku óperunnar sögð rýr: „Er þetta fólk allt saman á fullu kaupi?“ Jón Viðar Jónsson, fræðimaður og gagnrýnandi, furðar sig á takmarkaðri starfsemi Íslensku óperunnar og varpar fram krefjandi spurningum um starfsemina þar sem honum þykir klén. Menning 26. október 2021 11:33
Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. Lífið 26. október 2021 09:30
„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“ Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Lífið 26. október 2021 08:45
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Erlent 25. október 2021 23:45
„Þetta er um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn“ Síðastliðið ár hefur tónlistar- og listakonan Sjana Rut unnið hörðum höndum að plötu sem er væntanleg á komandi mánuðum. Plötunni verður skipt í tvennt og kemur fyrri hlutinn út á þessu ári og síðari hlutinn eftir áramót. Albumm 25. október 2021 23:15
Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. Lífið 25. október 2021 16:31
Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. Lífið 25. október 2021 15:31
Myndaveisla frá Extreme Chill-hátíðinni Tónlistarhátíðin Extreme Chill fór fram í Reykjavík dagana 7. til 10. október en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin. Albumm 25. október 2021 14:30
Elín Metta frumsýnir stærsta stuðningsmanninn Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin í samband. Sá heppni er listamaðurinn Ýmir Grönvold. Lífið 25. október 2021 13:18
„Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. Menning 25. október 2021 11:52
Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. Bíó og sjónvarp 25. október 2021 11:40
Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 25. október 2021 10:30
Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. Lífið 25. október 2021 09:40
„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Lífið 24. október 2021 22:04
Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Innlent 24. október 2021 21:31
Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga. Innlent 24. október 2021 16:34
Sjarmerandi kosningabarátta í Færeyjum „Að upplifa kosningar í Færeyjum er alveg stórkostlegt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem hefur farið margar ferðir til Færeyjar að mynda á sínum ferli. Menning 24. október 2021 07:00
Stökk á svið með nokkurra daga fyrirvara í stað leikara sem lenti í sóttkví Leikhúsfólk fagnar þessa dagana þar sem gestir þurfa ekki lengur að bera grímu og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum, en á fimmtudaginn var sýnt fyrir fullum sal, án grímu, í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Innlent 23. október 2021 23:24