Sviss sigurvegari Eurovision 2024 Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Nemo flutti lagið The Code og sigraði í Malmö í Svíþjóð fyrir hönd Sviss og bar sigur úr býtum að lokum. Lífið 11. maí 2024 22:49
Eurovision-vaktin: Nemo vann á dramatísku kvöldi í Malmö Söngkvárið Nemo frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari þegar úrslitakvöld Eurovision fór fram í Malmö í kvöld. Hán söng lagið The Code með miklum tilþrifum og naut hylli bæði meðal dómnefnda Evrópa og þeirra sem kusu í símakosningu. Lífið 11. maí 2024 17:30
„Drull sama hvað einhver apaköttur segir“ „Mér er drull sama hvað ókunnugu fólki finnst en þú hlustar auðvitað á fólk sem er að tala við þig af því þeim þykir vænt um þig,“ segir rapparinn og listamaðurinn Erpur Eyvindarson. Hann hefur verið viðloðinn tónlistarsenuna síðastliðin 25 ár og fagnar þeim áfanga með stórtónleikum ásamt hljómsveit sinni Rottweiler í Laugardalshöll næstkomandi föstudagskvöld. Blaðamaður hitti Erp á heimili hans í Kópavogi þar sem hann fór yfir ferilinn og bauð upp á líbanskt kaffi. Tónlist 11. maí 2024 07:01
Fjögurra ára rússíbanareið að baki Ævintýri vinsælasta söngleiks sem settur hefur verið upp á Íslandi, Níu líf, sem byggir á ævi tónlistarmannsins Bubba Morthens, lýkur í júní þegar 250. sýningin og sú síðasta fer fram í Borgarleikhúsinu. Leikarahjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey eru reiðubúin að kveðja Bubba þó því fylgi tilfinningaríkur rússíbani. Menning 11. maí 2024 07:01
Laufey tók lagið hjá Jimmy Fallon Laufey Lín mætti í gærkvöldi til bandaríska spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon í spjallþátt hans The Tonight Show. Þar tók hún lagið sitt Goddess og spilaði á píanó. Tónlist 10. maí 2024 11:57
Bashar Murad endurgerir palestínskt lag föður síns Bashar Murad sendir í dag frá sér smáskífuna, Stone, af væntanlegri plötu sem hann er að vinna með Einari Stef. Lagið er endurgerð af lagi sem hljómsveit föður hans gaf út. Lífið 10. maí 2024 08:45
Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar. Viðskipti erlent 10. maí 2024 08:17
Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Lífið 9. maí 2024 21:14
Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. Lífið 9. maí 2024 16:00
Backstreet-strákur kominn aftur til Íslands AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. Lífið 9. maí 2024 15:32
Hafa komist að samkomulagi vegna andláta á Astroworld Tónlistarmaðurinn Travis Scott og tónleikafyrirtækið Live Nation hafa komist að samkomulagi í máli níu þeirra tíu sem létust eftir troðning á tónleikahátíðinni Astroworld árið 2021. Lífið 9. maí 2024 09:25
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Innlent 9. maí 2024 07:01
Love Lies Bleeding: Ekið af hraðbraut og út í skurð Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit. Gagnrýni 9. maí 2024 07:01
Hin raunverulega Martha opnar sig hjá Piers Morgan Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar. Lífið 8. maí 2024 16:54
Hera Björk fékk sprengjubrot að gjöf Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. Lífið 8. maí 2024 15:18
Myndaveisla: Gleði og gæsahúð á forsýningu Sveitarómantíkur Sérstök forsýning á sjónvarpsþáttunum Sveitarómantík fór fram á Kex hostel síðastliðinn mánudag. Þættirnir eru í umjón Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu sem fékk að skyggnast inn í líf sex para sem eiga það öll sameiginlegt að búa í sveit. Ása bauð gestum upp heimabakaðar kleinur og pönnukökur í anda þáttanna. Lífið 8. maí 2024 13:49
Ian Gelder úr Game of Thrones látinn Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru. Lífið 8. maí 2024 11:02
Áhorf á Eurovision hríðfellur Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. Viðskipti innlent 8. maí 2024 11:02
Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Innlent 8. maí 2024 07:48
Grease-stjarnan Susan Buckner látin Leikkonan Susan Buckner, sem er þekktust fyrir að hafa leikið vinkonuna Patty Simcox í söngleikjamyndinni Grease er látin, 72 ára að aldri. Lífið 7. maí 2024 22:31
Hera komst ekki áfram Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. Lífið 7. maí 2024 21:18
Eurovision-vaktin: Vonbrigði á fyrra undankvöldi Eurovision Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldið í tónleikahöllinni í Malmö í svíþjóð í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi mun fylgjast náið með frá upphafi til enda. Lífið 7. maí 2024 18:00
„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. Lífið 7. maí 2024 12:55
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. Lífið 7. maí 2024 11:50
„Svo hræðilega óyfirstíganlegt að ég þurfti að rífa plásturinn af“ „Ég þori í fyrsta skipti að vera persónuleg,“ segir tónlistarkonan Inki eða Ingibjörg Friðriksdóttir. Hún hefur komið víða við í tónlistarsköpun, smíðað sjálfspilandi hljóðfæri, gert fjölda hljóðinnsetninga og samið tónverk sem byggir á viðtölum við fyrri fanga Kvennafangelsisins. Tónlist 7. maí 2024 10:00
Best klæddu stjörnurnar á Met Gala Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. Tíska og hönnun 6. maí 2024 23:30
Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd. Lífið 6. maí 2024 14:59
Baulað á Kim Kardashian þegar Brady var grillaður Áhorfendur bauluðu á áhrifavaldinn og athafnakonuna Kim Kardashian þegar hún tók þátt í að grilla NFL-stjörnuna Tom Brady í gær. Brandari hennar um hæð grínistans Kevin Hart féll í grýttan jarðveg. Lífið 6. maí 2024 14:25
Söngskóli Sigurðar Demetz með Oklahoma í Borgarleikhúsinu Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir kúrekasöngleikinn víðfræga Oklahoma, miðvikudaginn 8. maí á nýja sviði Borgarleikhússins. Lífið 6. maí 2024 14:01
Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. Lífið 6. maí 2024 13:06