Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Menning
Fréttamynd

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Tónlist
Fréttamynd

Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu

Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. 

Tónlist
Fréttamynd

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta lag fjallar um kyn­líf“

Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. 

Lífið
Fréttamynd

Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls

Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Valdi að verða sex­tug í stað þess að flytja til Eþíópíu

Yrsa Sigurðar­dóttir, glæpa­sagna­drottning og marg­faldur met­sölu­höfundur, fagnar sex­tugs­af­mæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stór­af­mælið með pompi og prakt í febrúar að jóla­bóka­flóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, sam­nefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

„Mikil­vægt að mynd­list geti líka verið ó­geðs­leg“

„Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár

„Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar.

Lífið
Fréttamynd

Bor­ko og Birna selja Klepps­veginn

Tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, og Birna Hjaltadóttir, kona hans, hafa sett íbúð sína og á Kleppsveginum í Reykjavík á sölu.

Lífið
Fréttamynd

FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu

Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breytt leik­ár í Þjóð­­leik­húsinu og ný byltingar­­kennd á­­skriftar­­leið

Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Drauma­fríið á Ís­landi breyttist í mar­tröð

Jacqueline Bussie guðfræðingur stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri í Áslandskirkju í kvöld, þriðjudaginn 22. ágúst. Þar fjallar hún um sálgæslu en hún varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að missa eiginmann sinn í göngu um Sólheimajökul.

Lífið
Fréttamynd

Painkiller: Netflix-níðvísa um Oxy

Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína.

Lífið
Fréttamynd

„Af því verður maður ríkastur“

Þýskur listmálari og íslenskur æðarbóndi sem skilja ekki tungumál hvors annars láta það ekki setja stein í götu vinskaparins. Síðan þeir kynntust hefur æðarbóndinn orðið að aðalgagnrýnanda listmálarans sem lætur nú ekkert frá sér nema bóndinn sé búinn að sjá það.

Lífið
Fréttamynd

Nylon saman á ný

Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify.

Lífið