Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Íslensku lögin í meirihluta

Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist
Fréttamynd

„Við höfum á­hyggjur af krökkunum“

Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. 

Innlent
Fréttamynd

Unnur fagnar tísku­slysum for­tíðarinnar

Leik og söngkonan Unnur Eggertsdóttir birti skemmtilega færslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún talar um að sýna sjálfri sér mildi og fagna tískuslysum fortíðarinnar. Tilefnið er lagið hennar, Stolin augnablik sem er nú aðgengilegt á Spotify. 

Lífið
Fréttamynd

Sam­stilltir strengir innan sam­fé­lagsins - Mikil­vægi tón­listar­náms í gegnum kyn­slóðir og þvert á aldur

Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðir draugagöngu um miðborgina

Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur. Í kvöld mun Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og sagnakona, fara fyrir draugagöngu um miðborg Reykjavíkur. Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar.

Lífið
Fréttamynd

Ariana Katrín nýr verk­efna­stjóri miðlunar

Ariana Katrín Katrínardóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra miðlunar Listasafns Reykjavíkur. Katrín mun annast samstarf við skóla, móttöku skólahópa og aðra miðlun til barna, ungmenna og fjölskyldna.

Menning
Fréttamynd

„Við erum ekki að biðja um neina aukningu“

Óperustjóri Íslensku óperunnar segir stofnunina ekki vera að biðja um meira en hún hefur áður fengið. Upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneyti nefndi í gær sé misvísandi og dugi ekki til að halda rekstrinum gangandi.

Menning
Fréttamynd

Upp­hæð ráðu­neytisins dugi ekki

Íslenska óperan segir að sú upphæð sem menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að komi til stofnunarinnar fyrir rekstur í ár og á næsta ári muni ekkki duga til að halda stofnuninni starfandi. Íslenska óperan muni óhjákvæmilega leggjast af löngu áður en eitthvað annað geti tekið við.

Menning
Fréttamynd

Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ekki verði skrúfað fyrir fjár­fram­lög fyrr en fram­tíðin er mótuð

Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar.

Menning
Fréttamynd

Miðbæjarperla Jarlsins til sölu

Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl hefur sett íbúð sína á besta stað í miðbænum á sölu. Um er að ræða bjarta og huggulega 125 fermetra í timburhúsi sem var byggt árið 1914.

Lífið
Fréttamynd

Söng­leikja­höfundurinn Tom Jones látinn

Rithöfundurinn og söngleikjahöfundurinn Tom Jones er látinn 95 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa samið söngleikinn The Fantasticks, langlífasta söngleik í bandarískri leikhússögu.

Lífið
Fréttamynd

Tryllti lýðinn með Tinu Turner

Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra.

Lífið
Fréttamynd

Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu

Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. 

Lífið