Tónlist fyrir óvær börn á nýrri plötu Það stendur mikið til á Hellu og á Hvolsvelli á næstunni því þar á að halda tónleika, sem kallast “Hjartans mál”. Tónlistarfólkið verður allt í náttfötum og salirnir verða myrkvaðir og allt verður þakið í mottum, teppum og pullum fyrir tónleikagesti. Lífið 23. apríl 2023 20:05
Hefur sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu Bubbi Morthens segist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári þar sem allir látnu hafi fallið frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir ópíóðafaraldur geisa hér á landi. Innlent 23. apríl 2023 17:31
Telja sig hafa leyst ráðgátuna um grímuklædda rapparann Grímuklæddur rappari sem rappar um það að vera leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur valdið því að margir reyna nú að átta sig á því hver maðurinn á bak við grímuna sé í raun og veru. Nú telja samfélagsmiðlanotendur að þeir séu búnir að ráða gátuna. Fótbolti 23. apríl 2023 09:01
Aðdáendur komu Capaldi aftur til bjargar Aðdáendur söngvarans Lewis Capaldi sungu heilt lag fyrir hann á tónleikum í Chicago í Bandaríkjunum fyrir helgi. Capaldi, sem glímir við Tourette, gat ekki klárað lagið vegna heilkennisins. Lífið 22. apríl 2023 20:41
Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. Tónlist 22. apríl 2023 17:00
Varð að hætta skyndilega við tónleika vegna veikinda Breska tónlistargoðsögnin Sam Smith hefur hætt við tónleika sína í Glasgow með eins dags fyrirvara vegna skyndilegra veikinda. Lífið 22. apríl 2023 15:46
Dragstjarnan „Dame Edna“ látin Ástralski leikarinn Barry Humphries sem frægastur er sem dragstjarnan „Dame Edna Everage,“ sem hann lék í áratugi í sjónvarpi er látinn, 89 ára að aldri. Lífið 22. apríl 2023 12:59
„Ég var stundum háskælandi að mála þessi verk“ „Ég dett bara í einhverja hugleiðslu og mála án þess að hugsa of mikið. Ég leyfi því að gerast sem vill gerast,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason. Lífið tók óvænta og kærkomna stefnu hjá honum eftir að hann fékk tækifæri hjá galleríi í Chicago en síðan þá hefur hann verið að gera öfluga hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur Helgason er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 22. apríl 2023 07:01
Er tilbúinn fyrir Eurovision sviðið en leynd hvílir yfir laginu „Ég er mjög spenntur. Ég er náttúrlega búinn að vita af þessu núna í smá stund og búinn að undirbúa dálítið og þetta er að verða tilbúið,“ segir tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem fær loksins stíga á Eurovision sviðið þann 13. maí næstkomandi. Lífið 21. apríl 2023 15:31
Gulli Briem hættur í Mezzoforte Trommarinn Gunnlaugur Briem hefur ákveðið að segja skilið við hljómsveitina Mezzoforte og einbeita sér að sólóferli sínum. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar. Lífið 21. apríl 2023 14:15
Kostulegur nútímadans Jóa Pé og Viktors í nýju myndbandi Warmland Warmland tvíeykið gefur í dag út sína aðra plötu, Modular Heart. Tónlistarmyndband sveitarinnar við lagið Juno frumsýnt á Vísi hér að neðan en þar fara þeir Jói Pé og Viktor Breki á kostum í nútímadansi. Tónlist 21. apríl 2023 12:50
Framtíð menningarinnar verði til í Listaháskólanum Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun. Innlent 21. apríl 2023 12:50
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. Innlent 21. apríl 2023 09:39
Tók tveggja ára hlé og missti af hlutverkum í fimm stórmyndum Kanadíska leikkonan Rachel McAdams ákvað að flytja aftur heim og taka sér tveggja ára hlé frá leiklistinni árið 2006. Á þessu tveggja ára tímabili var henni boðið hlutverk í fimm kvikmyndum sem enduðu á því að verða gríðarlega vinsælar. Bíó og sjónvarp 21. apríl 2023 09:25
Baldwin laus allra mála Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021. Erlent 20. apríl 2023 20:30
Sesselía Ólafs bæjarlistamaður Akureyrar Sesselía Ólafs er bæjarlistarmaður Akureyrar 2023. Valið var tilkynnt í rafrænni útsendingu Vorkomu Akureyrarbæjar síðdegis í dag. Lífið 20. apríl 2023 18:06
Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður Leikararnir Matthew McConaughey og Woody Harrelson gætu verið bræður að eigin sögn. Möguleiki er á að leikararnir eigi sama föður. Harrelson hefur nefnt að hann vilji fara í DNA-próf en málið er ögn flóknara fyrir McConaughey. Lífið 20. apríl 2023 12:36
Áföll erfast: Taugaáfallið kom út með líkamlegum viðbrögðum Leikkonan Gunnella Hólmarsdóttir stendur um þessar mundir á sviðinu í Tjarnarbíói þar sem hún flytur einleikinn, „Hvað ef sósan klikkar?". Verkið byggir hún á eigin áföllum en hún skrifaði handritið sjálf ásamt því að leikstýra sýningunni. Menning 20. apríl 2023 11:01
Ganverskur rappari stefnir Drake Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins. Lífið 20. apríl 2023 10:15
Þakklátur að geta valið tónlistina fram yfir herinn Tónlistarmaðurinn Daniil hefur náð miklum árangri í íslenskum tónlistarheimi en hann var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár og var að senda frá sér plötuna 600. Hann verður með stóra útgáfutónleika í Gamla Bíó á morgun, föstudagskvöld, þar sem öllu verður til tjaldað. Blaðamaður tók púlsinn á þessum 21 árs gamla rappara, sem byrjaði að gera tónlist fyrir fjórum árum síðan. Tónlist 20. apríl 2023 09:00
K-pop söngvarinn Moonbin látinn K-pop stjarnan Moonbin er látin, 25 ára að aldri. Var hann einn meðlima vinsælu hljómsveitarinnar Astro en hafði síðustu misseri unnið að sólóferli sínum ásamt einum öðrum meðlimi úr sveitinni. Lífið 20. apríl 2023 07:29
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. Atvinnulíf 20. apríl 2023 07:02
Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í. Innlent 19. apríl 2023 23:18
„Hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision“ Íslenskir ofuraðdáendur Eurovision söngvakeppninnar í FÁSES eru hrifnari af finnska framlaginu í ár og möguleikum þess í keppninni heldur en því sænska. FÁSES kvaddi Diljá Pétursdóttur í gær á Kex Hostel og formaðurinn hefur fulla trú á góðu gengi Íslands. Lífið 19. apríl 2023 22:21
Féllust í faðma þegar ráðherra fól þeim lykilinn að Eddu Hús íslenskunnar var vígt síðdegis við hátíðlega athöfn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra, greindi gestum frá því að nýja húsið hefði hlotið nafnið Edda. Nafnið var valið úr hópi 1580 tillagna í sérstakri nafnasamkeppni. Sex ára stúlka sem ber sama nafn og nýja húsið er hæstánægð með valið. Innlent 19. apríl 2023 21:29
Eurovision draumur sem breyttist í martröð: „Leið eins og ég hefði brugðist öllum“ Söngkonuna Maríu Ólafsdóttur hafði alla tíð dreymt um að keppa í Eurovision. Þegar sá draumur rættist árið 2015 breyttist draumurinn þó fljótt í hreina martröð. Átta árum síðar er María enn að vinna úr áfallinu og vekur hún athygli á því hve djúpstæð áhrif neikvæð orðræða á netinu getur haft á einstaklinga. Lífið 19. apríl 2023 21:03
Pétur Gautur er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023 Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins. Menning 19. apríl 2023 19:21
Hús íslenskunnar heitir Edda Hús íslenskunnar, nýtt húsnæði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, hefur fengið nafnið Edda. Nafnið var afhjúpað við hátíðlega athöfn í dag. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í nafnasamkeppni um húsið sem hefur verið í byggingu frá 2019. Innlent 19. apríl 2023 17:23
Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. Innlent 19. apríl 2023 16:01
Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Innlent 19. apríl 2023 12:00