Oden æfði með Portland Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni. Körfubolti 13. mars 2008 16:22
Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni. Körfubolti 13. mars 2008 14:10
Tuttugu sigrar í röð hjá Houston Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar. Körfubolti 13. mars 2008 09:56
Nelson verður áfram með Warriors Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan. Körfubolti 12. mars 2008 11:20
Pierce er verðmætasti leikmaðurinn Kevin Garnett var einn þeirra sem framan af vetri voru taldir líklegastir til að verða útnefndir verðmætasti leikmaðurinn í NBA deildinni. Sá sem hlaut nafnbótina árið 2004 er hinsvegar ekki í vafa um hver eigi þann heiður skilinn í vor. Körfubolti 12. mars 2008 10:35
Lakers á toppinn í Vesturdeildinni Los Angeles Lakers komst aftur á toppinn í Vesturdeildinni í NBA í nótt þegar liðið vann sigur á Toronto Raptors 117-108 á heimavelli. Alls voru sex leikir á dagskrá í nótt. Körfubolti 12. mars 2008 09:45
Lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA Eins og fram kom hér á Vísi í morgun er lið Houston Rockets í NBA deildinni á þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA deildinni með 19 sigra í röð. Körfubolti 11. mars 2008 10:17
Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA. Körfubolti 11. mars 2008 09:42
Wade spilar ekki meira á leiktíðinni Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat kemur ekki meira við sögu hjá liðinu á tímabilinu. Hann hefur átt við margvísleg meiðsli að stríða undanfarin tvö ár, en hnémeiðsli gera það að verkum að hann missir af síðustu 20 leikjum liðsins í vetur. Körfubolti 10. mars 2008 16:16
Nowitzki vill meira Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu Dallas Mavericks. Hann segist ánægður með áfangann en þráir ekkert heitar en að vinna meistaratitil með félaginu. Körfubolti 10. mars 2008 15:09
Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt mjög mikilvægan sigur á erkifjendum sínum í San Antonio í NBA deildinni og hlaut með því nokkra uppreisn æru eftir erfiða tíma síðustu daga. Körfubolti 10. mars 2008 09:31
Tveir sigrar á sama kvöldinu hjá Atlanta Lið Atlanta Hawks náði þeim sjaldgæfa áfanga í NBA deildinni í nótt að næla sér í tvo sigra á einu og sama kvöldinu. Liðið lagði Miami Heat tvívegis í gær þar sem liðin endurtóku síðustu 50 sekúndurnar úr framlengdri viðureign sinni í haust. Körfubolti 9. mars 2008 16:37
NBA í nótt: Houston á sigurbraut Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 9. mars 2008 10:54
NBA í nótt: Afar mikilvægur sigur hjá Denver Denver batt í nótt enda á ellefu leikja sigurgöngu San Antonio og vann um leið afar mikilvægan sigur þar sem liðið á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 8. mars 2008 11:24
Phoenix - Utah í beinni á Sýn í nótt Sjónvarpsstöðin Sýn verður með toppleik í beinni útsendingu frá NBA deildinni klukkan 2 í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Utah Jazz. Þetta eru tvö lið í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni. Körfubolti 7. mars 2008 17:14
NBA í nótt: Sautjándi sigur Houston í röð Houston bætti félagsmet sitt í nótt er liðið vann sinn sautjánda leik í röð í NBA-deildinni en á sama tíma vann San Antonio sinn ellefta leik í röð. Körfubolti 7. mars 2008 08:54
NBA í nótt: Boston fyrst í úrslitakeppnina Það var nóg um að vera í NBA í nótt; Boston komst í úrslitakeppnina, LeBron setti 50 stig og Houston vann sinn sextánda leik í röð. Körfubolti 6. mars 2008 08:46
NBA í nótt: Tíundi sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs vann sinn tíunda sigur í röð er liðið vann New Jersey Nets í nótt, 81-70. Alls fóru átta leikir fram í deildinni í nótt. Körfubolti 5. mars 2008 09:30
Cassell genginn til liðs við Boston Sam Cassell hefur gengið frá félagaskiptum sínum til Boston Celtics eftir því sem umboðsmaður hans segir. Körfubolti 4. mars 2008 09:41
NBA í nótt: Utah vann Dallas Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem Utah vann góðan sigur á Dallas en New York tapaði enn einum leiknum. Körfubolti 4. mars 2008 09:09
NBA í nótt: Kobe með 52 stig gegn Dallas Kobe Bryant fór á kostum í sigri LA Lakers á Dallas Mavericks í framlengdum leik, 108-104, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 3. mars 2008 09:42
James með 37 stig í sigri á Chicago LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig. Körfubolti 2. mars 2008 20:54
Bosh verður frá keppni í viku Framherjinn Chris Bosh hjá Toronto Raptors mun líklega missa af þremur næstu leikjum liðsins á keppnisferðalagi þess vegna hnémeiðsla. Meiðslin eru ekki sögð alvarleg en hann missir af leikjum gegn Charlotte, Orlando og Miami ef af þessu verður. Körfubolti 2. mars 2008 16:57
NBA: Átta í röð hjá Spurs Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia. Körfubolti 2. mars 2008 13:13
Enn vinnur Houston Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland. Körfubolti 1. mars 2008 12:34
Bynum spilar tæplega í mars Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins. Körfubolti 29. febrúar 2008 14:00
Cassell laus frá Clippers Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur verið leystur undan samningi sínum við lið LA Clippers í NBA deildinni og reiknað er með því að hann gangi í raðir Boston Celtics fljótlega. Þá er fastlega reiknað því því að Brent Barry muni ganga aftur í raðir San Antonio Spurs eftir að hafa verið skipt til Seattle og látinn fara þaðan. Körfubolti 29. febrúar 2008 11:11
Charles Barkley framlengir við TNT Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum. Körfubolti 29. febrúar 2008 11:08
Tíu sigrar í röð hjá Lakers Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann tíunda leik sinn í röð, San Antonio skellti Dallas í Texaseinvíginu og Devin Harris átti frábæra frumraun með New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee. Körfubolti 29. febrúar 2008 09:23
James setti met í tapi Cleveland Hinn ótrúlegi LeBron James hjá Cleveland Cavaliers varð í nótt yngsti maðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 10,000 stig á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig í 92-87 tapi fyrir Boston Celtics. Körfubolti 28. febrúar 2008 09:21