NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Oden æfði með Portland

Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma

Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Nelson verður áfram með Warriors

Forráðamenn Golden State Warriors ákváðu í gær að nýta sér ákvæði í samningi þjálfarans Don Nelson og tryggja sér þjónustu hins 68 ára gamla þjálfara út næstu leiktíð. Liðið hefur öðlast nýtt líf undir stjórn Nelson og virðist á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni annað árið í röð eftir mörg og mögur ár þar á undan.

Körfubolti
Fréttamynd

Pierce er verðmætasti leikmaðurinn

Kevin Garnett var einn þeirra sem framan af vetri voru taldir líklegastir til að verða útnefndir verðmætasti leikmaðurinn í NBA deildinni. Sá sem hlaut nafnbótina árið 2004 er hinsvegar ekki í vafa um hver eigi þann heiður skilinn í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers á toppinn í Vesturdeildinni

Los Angeles Lakers komst aftur á toppinn í Vesturdeildinni í NBA í nótt þegar liðið vann sigur á Toronto Raptors 117-108 á heimavelli. Alls voru sex leikir á dagskrá í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Þriðja lengsta sigurganga sögunnar hjá Houston

Lið Houston Rockets hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NBA deildinni í nótt. Liðið vann 19. leikinn í röð þegar það vann auðveldan sigur á New Jersey 91-73 á heimavelli og er þetta þriðja lengsta sigurganga allra tíma í NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade spilar ekki meira á leiktíðinni

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat kemur ekki meira við sögu hjá liðinu á tímabilinu. Hann hefur átt við margvísleg meiðsli að stríða undanfarin tvö ár, en hnémeiðsli gera það að verkum að hann missir af síðustu 20 leikjum liðsins í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki vill meira

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu Dallas Mavericks. Hann segist ánægður með áfangann en þráir ekkert heitar en að vinna meistaratitil með félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir sigrar á sama kvöldinu hjá Atlanta

Lið Atlanta Hawks náði þeim sjaldgæfa áfanga í NBA deildinni í nótt að næla sér í tvo sigra á einu og sama kvöldinu. Liðið lagði Miami Heat tvívegis í gær þar sem liðin endurtóku síðustu 50 sekúndurnar úr framlengdri viðureign sinni í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Houston á sigurbraut

Houston vann New Orleans 106-96 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var átjándi sigurleikur Hosuston í röð. Tracy McGrady var stigahæstur í liðinu með 41 stig. Alls voru tíu leikir í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix - Utah í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með toppleik í beinni útsendingu frá NBA deildinni klukkan 2 í nótt þegar Phoenix Suns tekur á móti Utah Jazz. Þetta eru tvö lið í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

James með 37 stig í sigri á Chicago

LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Bosh verður frá keppni í viku

Framherjinn Chris Bosh hjá Toronto Raptors mun líklega missa af þremur næstu leikjum liðsins á keppnisferðalagi þess vegna hnémeiðsla. Meiðslin eru ekki sögð alvarleg en hann missir af leikjum gegn Charlotte, Orlando og Miami ef af þessu verður.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Átta í röð hjá Spurs

Meistarar San Antonio Spurs unnu áttunda leik sinn í röð í nótt þegar liðið vann nauman sigur á Milwaukee Bucks. Þá tapaði Phoenix óvænt á heimavelli fyrir Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn vinnur Houston

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum spilar tæplega í mars

Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Cassell laus frá Clippers

Leikstjórnandinn Sam Cassell hefur verið leystur undan samningi sínum við lið LA Clippers í NBA deildinni og reiknað er með því að hann gangi í raðir Boston Celtics fljótlega. Þá er fastlega reiknað því því að Brent Barry muni ganga aftur í raðir San Antonio Spurs eftir að hafa verið skipt til Seattle og látinn fara þaðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Charles Barkley framlengir við TNT

Skemmtikrafturinn og fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley hefur samþykkt að framlengja samning sinn við sjónvarpsstöðina TNT. Þar hefur hann farið á kostum undanfarin ár en TNT undirritaði nýverið samning við NBA TV rásina um samstarf á næstu árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíu sigrar í röð hjá Lakers

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann tíunda leik sinn í röð, San Antonio skellti Dallas í Texaseinvíginu og Devin Harris átti frábæra frumraun með New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee.

Körfubolti
Fréttamynd

James setti met í tapi Cleveland

Hinn ótrúlegi LeBron James hjá Cleveland Cavaliers varð í nótt yngsti maðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora 10,000 stig á ferlinum þegar hann skoraði 26 stig í 92-87 tapi fyrir Boston Celtics.

Körfubolti