Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Góðir frumkvöðlar verði ekki í vandræðum með fjármagn

Helga Valfells, einn af eigendum Crowberry Capital, segir að fjármögnunarumhverfið á Íslandi hafi gjörbreyst á undanförnum árum. Nú séu fimm einkareknir og vel fjármagnaðir vísissjóðir starfandi á landinu, hver með sína áherslu, og hún býst við að næsta ár verði fullt af spennandi fjárfestingatækifærum.

Innherji
Fréttamynd

Jólapóstkassar og alvöru jólasleðar á Vestfjörðum

Vestfirðingar ætla sér að taka jólin alla leið þetta árið því búið er að setja á laggirnar jólaverkefni, sem kallast „Jólalestin“ en það er frumkvöðlaverkefni. Smíðaðir verða 12 jólasleðar og 12 jólapóstkassar, eitt sett fyrir hvert bæjarfélag á Vestfjörðum. Þá geta börnin skrifað jólasveininum bréf og fengið svar til baka.

Innlent
Fréttamynd

Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða

Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.

Innherji
Fréttamynd

HÍ kaupir í Carbfix og stofnar félag utan um sprotasafnið

Háskóli Íslands eignast smávægilegan hlut, ríflega 0,1 prósent, í Carbix, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, með nýrri heimild sem finna má í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022 sem var lagt fram á Alþingi í gær. Jafnframt er háskólanum heimilt að stofna sérstakt félag utan um eignarhald á rannsóknar- eða sprotafyrirtækjum.

Innherji
Fréttamynd

Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf.

„Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Röðull, Ruby Tues­day og nú fjöl­breytt hverfiskaffi­hús

Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framleiddu sýndarveruleika í réttarsal

Vinkonurnar Hafdís Sæland, Helga Margrét Ólafsdóttir og Edit Ómarsdóttir stofnuðu fyrirtækið Statum sem framleiðir vöruna Virtice sem er gagnvirkur dómsalur í sýndarveruleika notaður sem undirbúningur fyrir réttarhöld.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Álfur og Diljá hefja upp raust sína

Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 

Viðskipti innlent