Úrelt nafnalög Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Skoðun 27. júní 2014 06:00
Góð byrjun Áfangaskýrsla stjórnarskrárnefndar er góð byrjun á endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nefndinni var falin í fyrra. Í skýrslunni eru teknar fyrir fjórar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, sem einna mest samstaða er um og líklegast að hægt verði að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu. Þetta eru ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskriftalista, um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, um þjóðareign á auðlindum og umhverfismál. Skoðun 26. júní 2014 06:00
Fjandmenn eða foreldrar? Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Skoðun 25. júní 2014 06:00
Flókin staða í Írak Mikið óvissu- og upplausnarástand er nú í Írak. Öfgasamtökin ISIS hafa náð á sitt vald stórum landsvæðum í norðurhluta landsins og ráða meðal annars landamærastöðvum á mörkum Íraks og Sýrlands og Jórdaníu. ISIS segist berjast fyrir málstað súnní-múslíma, sem eru minnihlutahópur í Írak. Raunveruleg hætta er á að landið klofni með tilheyrandi ófriði, í heimshluta sem mátti ekki við meiri stríðsátökum. Skoðun 24. júní 2014 06:00
Meira hleranafúsk Símahleranir eru rannsóknarúrræði sem hefur verið beitt í mjög vaxandi mæli í sakamálum undanfarin ár. Þar vega þungt rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum hruninu. Að hlera síma fólks er gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði og mikið inngrip í einkalíf viðkomandi. Þótt nauðsynlegt geti reynzt að beita því, verður það að gerast með mikilli varúð og eftirlitið með því hvernig lögreglan notar þetta vandmeðfarna úrræði þarf að vera skilvirkt. Fastir pennar 23. júní 2014 07:00
Enga sýnagógu Umræðan um múslima, sem spratt upp í kjölfar mosku- og nauðungarhjónabandaútspils oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur á köflum farið algjörlega úr böndunum og getur ekki kallazt neitt annað en hatursorðræða. Skoðun 7. júní 2014 07:00
Grætt á ferðamönnum? Við sjáum og heyrum því miður alltof margar fréttir af því að náttúra Íslands liggi undir skemmdum vegna vaxandi ágangs ferðamanna. Ein slík var á forsíðu Fréttablaðsins í gær; þar sögðum við frá því að miklar gróðurskemmdir hefðu orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þrátt fyrir að svæðið eigi að heita lokað vélknúnum ökutækjum á meðal frost fer úr jörð. Skoðun 6. júní 2014 07:00
Fjöldamorð þaggað niður Í gær voru liðin 25 ár frá því kínversk stjórnvöld frömdu fjöldamorð á mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mörg hundruð manns, aðallega ungt fólk, voru drepin fyrir að krefjast mannréttinda, frelsis og lýðræðis. Skoðun 5. júní 2014 07:00
Lágkúrupólitík Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðun 4. júní 2014 07:00
Jafnt í bæjarstjórn – ójafnt heima Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent. Fastir pennar 3. júní 2014 07:00
Áhugaleysi og lýðskrum Tvennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík. Fastir pennar 2. júní 2014 00:00
Viðbrögð við stórtækum breytingum Áform Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starfsemina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi. Fastir pennar 31. maí 2014 07:00
Tilbúinn skortur hækkar verð Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verðið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar. Fastir pennar 29. maí 2014 07:00
Fordómarnir og tvískinnungurinn Framsóknarflokkurinn kastaði neti fyrir atkvæði á fremur ógeðfelldum miðum fordóma og útlendingahaturs þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóðir sem Félagi múslima á Íslandi og rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni hefur verið úthlutað fyrir helgidóma. Skoðun 28. maí 2014 07:00
Staðan í Reykjavík Staðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni. Fastir pennar 26. maí 2014 07:00
Fjárfest í framtíð Ríkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut. Fastir pennar 24. maí 2014 07:00
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. Fastir pennar 22. maí 2014 07:00
Virkjum vindinn Eitt af umræðuefnunum á ársfundi Landsvirkjunar í gær var nýting vindorku. Fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir með vindmyllur á svokölluðu Hafi við Búrfell. Fastir pennar 21. maí 2014 07:00
Hægri stjórn með pólitískan kjark Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi á nú í harðri deilu við hagsmunaöfl í norskum landbúnaði um ríkisstyrki til atvinnugreinarinnar. Bændur eru svo óhressir með afstöðu nýju stjórnarinnar að þeir hafa efnt til mótmæla víða um land Fastir pennar 20. maí 2014 07:00
Mengaðar náttúruperlur Fréttablaðið sagði frá því í gær að ekki eitt einasta af hátt í 700 sumarhúsum á verndarsvæði Þingvallavatns uppfyllti gildandi kröfur um fráveitumál. Rotþrær eru almennt í ólagi, sem þýðir að skólp og seyra getur farið út í grunnvatnið Fastir pennar 17. maí 2014 07:00
Þingmaður afhjúpar bullið Rétt þegar skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum. Fastir pennar 16. maí 2014 07:00
Framleiðendastjórn Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, var í gær sagt frá því að landbúnaðarráðuneytið hefði enn á ný brugðizt hratt og vel við óskum framleiðenda í landbúnaði og gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ. Ástæðan er að skortur er innanlands á lífrænni mjólk, sem mjólkurbúið notar við framleiðslu á osti. Fastir pennar 15. maí 2014 06:30
Verðlaun fyrir fórnfýsi og frumkvæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin eru afhent Fastir pennar 14. maí 2014 06:00
Sjálfstæð og upplýst ákvörðun „Útkall“ Íslenzkrar erfðagreiningar, átak til að safna erfðaefni um 100.000 Íslendinga, hefur orðið tilefni talsvert harðrar opinberrar umræðu undanfarna daga. Ýmislegt hefur verið látið fjúka um fyrirtækið, aðstandendur þess og starfsfólk, sem varla getur talizt málefnalegt. Veigamesta gagnrýnin hefur hins vegar komið frá hópi vísindamanna, sem meðal annars inniheldur stjórnendur Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fastir pennar 13. maí 2014 10:00
Verðtryggingarmeinlokan Margt ágætt er í tillögum til lausnar á húsnæðisvandanum, sem kynntar voru fyrr í vikunni. Það er augljóslega nauðsynlegt að koma hinu opinbera húsnæðislánakerfi út úr þeirri vonlausu stöðu sem Íbúðalánasjóður hefur lent í. Fastir pennar 9. maí 2014 00:00
Þjóð í greiðslustöðvun Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, skrifaði merkilega grein í síðasta tölublað Vísbendingar, sem sagt var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Þorkell segir meðal annars að krónan sé ótrúverðugur gjaldmiðill sem sé of hátt skráður og haldið uppi með höftum Fastir pennar 8. maí 2014 07:00
Innlendi aginn og sá alþjóðlegi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í síðustu viku fyrir ákaflega merkilegu frumvarpi um opinber fjármál. Tilgangur frumvarpsins er að herða agann í rekstri hins opinbera með því að setja reglur sem meðal annars banna hallarekstur og takmarka skuldasöfnun ríkissjóðs. Fastir pennar 7. maí 2014 07:00
Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. Fastir pennar 6. maí 2014 07:00