Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Leikmenn með slæmt hugarfar

    Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór hættur hjá Fram

    Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn skoraði flest mörk í úrslitaeinvíginu

    FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvígi FH og Akureyrar í N1 deild karla í handbolta sem lauk með sigri FH í gær. Ásbjörn skoraði einu marki meira en Ólafur Guðmundsson og Akureyringurinn Oddur Grétarsson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Myndasyrpa af fögnuði FH-inga

    FH varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta karla í fyrsta sinn í nítján ár eftir 3-1 sigur á Akureyri í úrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið

    Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Ég er stoltur af strákunum

    „Þetta er mjög sárt. Sérstaklega þar sem við vorum alltaf inni í leiknum og mér fannst við síst vera lakara liðið,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, og vonbrigðin leyndu sér ekki á andliti hans.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Þetta var fullkomið

    Stórskyttan unga í liði FH, Ólafur Guðmundsson, fór mikinn í liði FH í gær og ljóst var að hann vildi klára dæmið á heimavelli. Ólafur var að leika sinn síðasta leik fyrir FH í bili en hann spilaði sem lánsmaður frá danska liðinu AGK, sem keypti hann síðasta sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Við erum besta lið á Íslandi

    "Það er vonlaust að lýsa því. Það er frábært að ná að vinna þetta eftir nítján ár,“ sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, eftir að hans lið vann Akureyri 3-1 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Bið FH-inga á enda

    FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Áhorfendametið í Krikanum á 19 ára afmæli í dag

    FH-ingar vonast til þess að slá áhorfendametið í Kaplakrikanum þegar fjórði úrslitaleikur FH og Akureyrar fer þar fram í kvöld. FH-ingar eru 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þessum leik sem hefst klukkan 19.30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Sveinbjörn var frábær

    Guðlaugur Arnarsson var sem klettur í vörn Akureyrar í dag er liðið vann FH 23-22 í æsispennandi leik. Akureyri er 2-1 undir í einvíginu en lék betur í dag en í hinum tveimur leikjunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pálmar: Datt þeirra megin í dag

    Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson var eðlilega hundsvekktur með tapið gegn Akureyri í dag. FH fór tómhent heim að norðan eftir 23-22 sigur Deildarmeistaranna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir og Baldvin: Ræðst á lokaskotinu

    Æskufélagarnir Heimir Örn Árnason og Baldvin Þorsteinsson skiptust á léttum skotum eftir sigur Akureyrar á FH í dag, 23-22. Heimir segir að úrslitin í einvíginu ráðist ekki fyrr en á lokaskoti þess, á föstudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Enn er líf í Akureyringum

    Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jóhann Gunnar spáir í þriðja leik Akureyrar og FH

    Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, hefur verið einn af öflugustu leikmönnum Safamýrapilta í vetur og fékk Vísir hann til að spá fyrir um þriðja leik Akureyrar og FH í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn: Þægilegt, en alls ekki búið

    „Það er virkilega þægilegt að vera komnir í 2-0 í einvíginu,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. FH vann Akureyri, 28-26, í öðrum leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur Hólmar: Þetta er búið að vera skrautlegt

    Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, hefur mikið verið í umræðunni eftir fyrsta leik Akureyrar og FH. Guðmundur fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en slapp við bann þar sem dómarar leiksins skiluðu ekki inn agaskýrslu eftir leik. Við það var formaður dómaranefndar HSÍ ósáttur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Afturelding hélt sæti sínu í N1 deild karla

    Afturelding tryggði sér 2-0 sigur í úrslitaeinvíginu í umspili N1 deild karla í handbolta með því að vinna sjö marka sigur á Stjörnunni, 25-18, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Afturelding vann þar með alla fjóra leiki sína í umspilinu og heldur því sæti sínu í N1 deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni

    Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær.

    Handbolti