Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    HK í Olís-deildina á ný

    HK tryggði sér í gærkvöldi sæti í Olís-deildinni í handknattleik á nýjan leik þegar liðið lagði Víking í Grill66-deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja

    „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Hann er bara kaup ársins“

    Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

    Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jónatan leitar til Skandinavíu

    Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Við gáfum ekki of mikið færi á okkur í lokin“

    Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Aftur­­­elding - Haukar 24-26 | Gestirnir á­fram með hreðja­tak á Mos­fells­bænum

    Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö. 

    Handbolti