Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Anna Úrsúla best

    Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið valinn besti leikmaður 10.-18. umferðar N1-deildar kvenna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hildigunnur úr leik í vetur

    Deildarmeistarar Vals í N1-deild kvenna urðu fyrir miklu áfalli í vikunni þegar Hildigunnur Einarsdóttir meiddist illa á hné á æfingu. Hún verður af þeim sökum ekkert með Valskonum í úrslitakeppninni sem hefst eftir aðeins eina viku.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur skoruðu 42 mörk á móti Gróttu

    Bikarmeistarar Fram unnu 25 marka sigur á Gróttu, 42-17, í Safamýrinni í kvöld í lokaleik liðanna í N1 deild kvenna í handbolta. Leiknum var flýtt en aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram um næstu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Engin barátta

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með sína leikmenn eftir að liðið tapaði fyrir Val í N1-deild kvenna í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Brynja með fjórtán mörk í sigri HK í Garðabænum

    Brynja Magnúsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk úr 20 skotum þegar HK vann óvæntan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í N1 deild kvenna í dag. Þetta var fjórði sigur HK-stelpna í röð og þær eiga enn smá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum

    Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja

    Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gurrý: Þetta er alltaf jafn gaman

    Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Anna: Fram átti þetta skilið

    Keppnismanneskjan Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum svekkt með tapið gegn Fram í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar og sagan á bak við bindið

    Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðrún Þóra: Núna er bara skemmtileg vika framundan

    „Það er eitt það stærsta sem maður gerir yfir veturinn það er að komast í Höllina," sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir sem skoraði fimm mörk þegar Framstelpur tryggðu sér sæti í bikarúrslitum annað árið í röð með 32-25 sigri á HK í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna

    Fram og Valur mætast annað árið í röð í bikarúrslitum kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur Fram á HK, 32-25, í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í Safamýrinni í kvöld. Fram komst tíu mörkum yfir í fyrri hálfleik en HK-liðið náði að minnka muninn í fjögur mörk í byrjun seinni háfleiks áður en Fram kláraði leikinn með góðum endaspretti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valskonur í bikarúrslit

    Leik Fylkis og Vals í undanúrslitum Eimskipsbikar kvenna í kvöld lauk með 25-15 sigri Vals. Þær spila því annað árið í röð til úrslita eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í fyrra.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur unnu stóran sigur í Árbænum - Fram vann líka

    Íslandsmeistarar Vals unnu sinn tíunda leik í röð í N1 deild kvenna í dag þegar liðið vann 22 marka sigur á Fylki í Árbænum. Valur og Fram eru áfram jöfn að stigum á toppnum því Fram vann á sama tíma 23 marka sigur á ÍR í Austurberginu.

    Handbolti