Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Sjóð­heitt menningarrými á Baldurs­götu

Menningarlífið iðar á Baldursgötu 36 þar sem nýtt listrænt rými var að opna. Þar má finna ýmis konar handverk, bókabúð með sérvöldum bókum hvaðan af úr heiminum og myndlistar-og hönnunarstofu. Opnuninni var fagnað með stæl síðastliðinn fimmtudag.

Menning
Fréttamynd

Sturlað augna­blik þegar af­mælis­barnið endaði uppi á borði

„Þessi dagur var í alla staði fullkominn. Gullfallegt veðrið gaf tóninn fyrir því sem varð að frábærri afmælisveislu,“ segir þúsundþjalasmiðurinn, handritshöfundurinn, hugmyndasmiðurinn og fyrrverandi útvarpsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal sem fagnaði um helgina stórafmæli sínu þegar hann varð fimmtíu ára.

Lífið
Fréttamynd

„Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“

Brynhildur Þorbjarnardóttir og Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir eiga einstaka vináttu og hafa báðar brennandi áhuga á víni. Eftir sameiginlega lífsreynslu áttuðu þær sig á því að það var óumflýjanlegt fyrir þær að verða vinkonur og ákváðu þær í kjölfarið að stofna fyrirtæki saman sem sérhæfir sig í vínkynningum. Blaðamaður ræddi við þetta tvíeyki og fékk að heyra nánar frá.

Lífið
Fréttamynd

Rauða dreglinum rúllað út fyrir Svörtu sanda

Frumsýning á nýrri þáttaröð Svörtu sanda fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Gestir mættu prúðbúnir í svörtum galaklæðnaði og skáluðu fyrir stjörnum kvöldsins. 

Lífið
Fréttamynd

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir á fyrstu frum­sýningu vetrarins

Það var margt um manninn í Borgarleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld þegar fyrsta sýning vetrarins var frumsýnd en um er að ræða verkið Sýslumaður Dauðans. Verkið er íslenskur drama-gamanleikur eftir Björn Jón Sigurðsson fráfarandi leikskáld hússins.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi haust­kvöld í Höfuðstöðinni

Glæsilegustu konur landsins sameinuðust í Höfuðstöðinni í gærkvöldi þegar húðvörumerkið Neostrata bauð til helgjarinnar veislu. Kvöldið stóð svo sannarlega undir nafni þar sem september sólin skein sínu allra fegursta.

Lífið
Fréttamynd

Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag

Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Enginn súr í sætu teiti í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum.

Tónlist
Fréttamynd

Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi

Sólin skein á kaffiþyrsta gesti í opnun verslunarinnar Sjöstrand á Íslandi við Borgartún í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Rýmið er fallega hannað í anda merkisins í stílhreinum ljósum og skandinavískum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Ráð­gjafi Banda­ríkja­for­seta í Hörpu

Húsfyllir var á Haustráðstefnu Advania, sem haldin var í 30. skipti í Hörpu á dögunum. Aðalfyrirlesarinn í ár var gervigreindarstjarnan Nina Schick en hún hefur síðustu misseri verið ráðgjafi fyrir Bandaríkjaforseta, NATO og marga fleiri í málefnum gervigreindar.

Lífið
Fréttamynd

Ljósavinir fögnuðu í Sjá­landi

Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi í vikunni. Fjöldi fólks mætti á viðburðinn sem einkenndist af ljúfum tónum og fjölbreyttri dagskrá.

Lífið
Fréttamynd

„Upp með pelana og fjörið“

Smölun er nú að ljúka eftir níu daga rekstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísir var að sjálfsögðu á staðnum og náði tali af hinum knáa fjallkóngi Guðmundi Árnasyni, sem hafði reyndar takmarkaðan tíma til að spjalla við blaðamann.

Innlent
Fréttamynd

Halla á Hellis­heiði með viðskiptakonum

Metþátttaka var á opnunarviðburði FKA sem fór fram hjá Carbfix á Hellisheiði á dögunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands var heiðursgestur viðburðarins. Líkt og alþjóð veit hefur forsetinn verið öflug í atvinnulífinu og þekkir hún vel til starfa FKA. Hún stofnaði meðal annars LeiðtogaAuði, deild innan FKA á sínum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Skvísupartý í skart­gripa­verslun

„Mig langaði að fagna þessum áfanga með konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir gullsmiðurinn Edda Bergsteinsdóttir sem fagnaði nýrri skartgripalínu sinni með pomp og prakt í versluninni Prakt á Laugaveginum á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Gáfu tón­dæmi af Barfly í beinni

Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. 

Tónlist