Íslenskur sérfræðingahópur á sviði fiskveiða skoðar samstarf í Síerra Leóne Utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum unnið að undirbúningi að auknu tvíhliða þróunarsamstarfi við Síerra Leóne en eitt helsta markmiðið er að vinna með stjórnvöldum að nýju verkefni á sviði fiskimála og bláa hagkerfisins. Heimsmarkmiðin 5. apríl 2022 12:34
Falleinkunn fyrirhugaðs fiskeldis Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina. Skoðun 5. apríl 2022 08:31
Sóley ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum Sóley Kaldal hefur verið ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu. Síðustu ár hefur hún leitt alþjóðasamskipti hjá Landhelgisgæslunni. Innlent 1. apríl 2022 12:58
Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Innlent 31. mars 2022 22:22
Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. Viðskipti innlent 31. mars 2022 11:22
Hafa náð samningum um smíði nýs rannsóknarskips Samningar hafa náðst milli íslenskra stjórnvalda og spænskrar skipasmíðastöðvar um smíði nýs rannsóknarskips Hafrannsóknarstofnunar sem ætlað er að taka við hlutverki skipsins Bjarna Sæmundssonar. Innlent 30. mars 2022 12:57
54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd. Innlent 29. mars 2022 17:10
Um hænsaeldi í loftbelgjum Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu. Skoðun 29. mars 2022 15:01
Skipverjar á Bergeyju lönduðu fimmtíu kílóa þorski Skipverjar á togaranum Bergey VE veiddu fimmtíu kílóa þorsk á Háfadýpinu nærri Vestmannaeyjum um helgina. Ljóst er að um er að ræða einn stærsta þorsk sem veiðst hefur við Íslandsstendur. Innlent 29. mars 2022 14:16
Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Skoðun 29. mars 2022 14:01
Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Skoðun 29. mars 2022 08:31
Fiskeldi í Seyðisfirði – töfralausn eða tímaskekkja? Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt Skoðun 28. mars 2022 20:00
Ritstjórinn og íþróttastyrkir útgerðarinnar Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð. Skoðun 26. mars 2022 14:01
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. Innlent 23. mars 2022 20:51
Hyggja á hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp. Innlent 23. mars 2022 07:40
Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. Innlent 22. mars 2022 23:13
Íslenskt útgerðarfyrirtæki segir Rússa hafa reynt að fjárkúga sig Útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin segir Rússa hafa reynt að beita sig fjárkúgun í tvígang á síðasta áratug. Fyrirtækið á gott samband við hvítrússneskan ólígarka sem fyrirtækið segir að hafi aðstoðað sig úr vandanum á sínum tíma. Viðskipti innlent 21. mars 2022 23:30
Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. Innlent 21. mars 2022 22:22
Nýsköpunarfyrirtækið Curio metið á fjóra milljarða við kaup Marels í fyrra Marel greiddi 408 milljónir króna þegar félagið bætti við sig um 10,7 prósenta hlut í íslenska hátæknifyrirtækinu Curio, sem framleiðir fiskvinnsluvélar, í byrjun síðasta árs en eftir þau kaup fór Marel með helmingshlut. Miðað kaupverðið á þeim hlut var Curio því verðmetið á samtals rúmlega 3,8 milljarða króna í viðskiptunum. Innherji 21. mars 2022 18:03
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. Innlent 21. mars 2022 12:20
Marel borgaði yfir fimm milljarða fyrir hátæknifyrirtækið Völku Áætlað kaupverð Marels á íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, sem framleiðir fiskvinnslulausnir fyrir alþjóðamarkað, er samtals vel á sjötta milljarð króna. Tilkynnt var um kaup Marels á fyrirtækinu um mitt síðasta ár en þau kláruðust undir lok nóvembermánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gefið samþykki sitt fyrir samruna félaganna. Innherji 21. mars 2022 11:54
„Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu hans á flokksþingi Framsóknarþingsins í dag, vona að rússnesku þjóðinni bæri sú gæfa að losa sig við illmennin í Kreml, líkt og hann orðaði það, sem stjórnuðu Rússlandi. Innlent 19. mars 2022 13:46
Stórslys í laxeldi engum að kenna Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðun 19. mars 2022 13:01
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. Innlent 18. mars 2022 08:34
Hafa „hert róðurinn“ til að semja við ESB um lækkun tolla á sjávarafurðum Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum „hert róðurinn“ varðandi kröfu um bætt aðgengi fyrir íslenskar sjávarafurðir að mörkuðum innan Evrópusambandsins og haldið á lofti kröfu um fulla fríverslun fyrir sjávarafurðir. Þetta kemur fram í svari Utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Innherja. Innherji 15. mars 2022 13:01
Íslenskir firðir eru að verða nýlendur norskra stórfyrirtækja Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum. Bær þessi sker sig úr að mörgu leyti fyrir sakir fjölbreytts menningarlífs og frjósams jarðvegs til listsköpunar, sem hefur laðað að sér innlenda og erlenda ferðamenn ár hvert. Skoðun 14. mars 2022 11:00
Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. Skoðun 14. mars 2022 08:31
Stjórnmálamenn í vinnu fyrir norska sjókvíaeldið Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókviaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Skoðun 11. mars 2022 07:01
Forstjóri Síldarvinnslunnar kallar eftir samkomulagi við ESB um lækkun tolla Gunnþór B. Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, kallar eftir því að stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um tollaívilnanir svo að liðka megi fyrir sölu á uppsjávarafurðum til ríkja innan sambandsins. Þetta kom fram í máli Gunnþórs á uppgjörsfundi Síldarvinnslunnar í gær. Innherji 11. mars 2022 06:01
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. Innlent 9. mars 2022 23:15