„Þung skref“ að höfða mál gegn máttarstólpa Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. Innlent 15. júlí 2024 11:47
Lokun Hríseyjar seafood: Fiskur gleymdist þegar ferjan bilaði Verkefnastjóri hjá Hrísey Seafood segir lokun Matvælastofnunar á fiskvinnslunni í síðustu viku eiga rót sína að rekja til samgangna til eyjunnar sem séu í lamasessi. Fiskvinnslan opnar aftur í dag eftir „gott samstarf“ við Mast. Innlent 12. júlí 2024 11:12
Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Innlent 12. júlí 2024 11:08
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. Innherji 12. júlí 2024 10:43
Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Innlent 11. júlí 2024 14:17
Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Innlent 11. júlí 2024 10:27
Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Innherji 9. júlí 2024 12:43
Réttindi íslenskra sjómanna séu færð marga áratugi aftur í tímann Sjómannasamband Íslands segir Brim hf., Sjómannafélag Íslands og SFS standa að réttindamissi sjómanna og færi þá marga áratugi aftur í tímann með nýjum kjarasamningi. Samningurinn kveður á um að sjómennirnir landi aflanum sjálfir fyrir smánarlaun. Innlent 8. júlí 2024 22:07
Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Það er engum vafa undirorpið að sjávarútvegur hefur verið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og lagt grunn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Á árum áður átti íslenskt hagkerfi allt undir sjávarútvegi enda var atvinnulífið mun fábrotnara á þeim tíma og stóð sjávarútvegur nánast einn að gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Skoðun 8. júlí 2024 09:01
Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. Innlent 4. júlí 2024 19:16
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. Viðskipti innlent 4. júlí 2024 12:33
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. Viðskipti innlent 4. júlí 2024 11:01
„Í mínum huga alveg útilokað“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Innlent 3. júlí 2024 22:45
Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. Innlent 3. júlí 2024 17:08
Fyrsta makrílfarmi vertíðarinnar landað í Neskaupstað Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarm vertíðarinnar til heimahafnar í Neskaupstað. Aflinn var tæp 500 tonn af stórum og flottum makríl, og vinnsla hófst strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Innlent 3. júlí 2024 13:54
Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. Innlent 3. júlí 2024 11:42
Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Innlent 2. júlí 2024 11:53
Málað sig út í horn Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Skoðun 2. júlí 2024 07:00
Trillan komin í land Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis Innlent 2. júlí 2024 06:49
Hluthafar fá greidda þrjá milljarða eftir hækkun á söluvirði Kerecis Fyrrverandi hluthafar Kerecis, sem var selt til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast undir lok sumars í fyrra, munu fá viðbótargreiðslu í sinn hlut upp á samanlagt nærri þrjá milljarða króna á næstu dögum. Greiðslan er nokkuð hærri en áður var áætlað en frekari fjármunir – og meiri að umfangi – gætu komið í skaut þeirra síðar á þessu ári. Innherji 1. júlí 2024 14:41
Útflutningsverðmæti eldislaxins meiri en loðnunnar Útflutningur á eldislaxi hefur undanfarin fimm ár skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Þorskurinn trónir þar á toppnum, en heilt á litið hefur loðnan skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld. Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni. Viðskipti innlent 30. júní 2024 17:51
Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. Innlent 29. júní 2024 07:14
Sigldu um allan Breiðafjörð vegna lítils báts með bilað stýri Tvö björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út í dag til að aðstoða fiskibáta í vandræðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Innlent 27. júní 2024 18:39
Kæri Jón Kaldal Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í fyrradag, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Skoðun 27. júní 2024 16:00
Sjókvíeldi: aðför gegn náttúrunni Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman. Skoðun 26. júní 2024 09:30
Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir kvótasetningu Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil. Innlent 25. júní 2024 15:21
„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Handbolti 25. júní 2024 13:19
Þetta er tómarúmið ykkar Eva Dögg Í síðustu viku bárust þau tíðindi að ekki yrðu greidd atkvæði um lagareldisfrumvarp VG fyrir þinglok vegna þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar náðu ekki saman um málið í atvinnuveganefnd. Þetta voru góðar fréttir. Sérstakt var þó að heyra formann atvinnuveganefndar tala um ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Um þessa þætti frumvarpsins hefur svo til engin umræða verið í samanburði við harða gagnrýni náttúruverndarsamtaka á fullkominn skort á vernd umhverfis og lífríkis í frumvarpinu og algjört skeytingarleysi gagnvart velferð eldisdýranna. Skoðun 25. júní 2024 13:00
Tæplega tvær milljónir eldislaxa drápust í sjókvíum Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 drápust um 1,3 milljónir eldislaxa í sjókvíum. Tölurnar eru verri núna. Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að stjórnvöld verði að grípa í taumana. Innlent 25. júní 2024 12:43
Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Innlent 25. júní 2024 12:22