Nýtt þorskastríð í uppsiglingu? Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar. Erlent 6. maí 2021 06:56
Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Skoðun 5. maí 2021 10:31
Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. Innlent 3. maí 2021 21:35
Samherji tilkynntur til lögreglu í Færeyjum Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna. Viðskipti innlent 3. maí 2021 21:25
Það sem Inga Lind kýs að láta liggja á milli hluta Sitt sýnist hverjum um fiskeldi, eða laxeldi í sjó, nánar tiltekið. Vel má finna rök með og á móti þessari starfsemi rétt eins og nánast allri starfsemi og umsvifum mannskepnurnar. Skoðun 3. maí 2021 16:00
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Viðskipti erlent 3. maí 2021 10:21
Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Skoðun 3. maí 2021 07:30
Hvað er harkaleg hagsmunagæsla? Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur. Skoðun 30. apríl 2021 08:31
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. Viðskipti innlent 28. apríl 2021 07:01
Flestir rólegir en pirrandi að þurfa að hætta að draga „Við erum bara spenntir að komast í land,“ segir Markús Ingi Karlsson, vélstjóri um borð á Þórsnesi SH109, sem var dregið með bilaða vél til Þórshafnar í nótt. Samhliða því var allri sautján manna áhöfninni gert að fara í sóttkví vegna einkenna sem nokkrir skipverjanna fundu fyrir. Innlent 26. apríl 2021 13:54
Lilja telur Samherja hafa gengið of langt Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun Ríkisútvarpsins um fyrirtækið. Innlent 26. apríl 2021 13:39
Inga Lind deilir hart á Njál Trausta Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona gagnrýnir harðlega málflutning Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um ágæti fiskeldis á Austfjörðum. Innlent 23. apríl 2021 15:20
Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. Erlent 22. apríl 2021 20:39
Vandlæting formanns VR Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast. Skoðun 21. apríl 2021 08:42
Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Viðskipti innlent 16. apríl 2021 21:21
Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin? Skoðun 15. apríl 2021 11:01
Fiskibátur strandaði í Krossavík Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag. Innlent 13. apríl 2021 13:50
Norðfirðingar vilja stækka hlut sinn í Síldarvinnslunni Áhugi er meðal heimamanna á Norðfirði að auka hlut sinn á ný í Síldarvinnslunni, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Austfjarða, nú þegar stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað. Viðskipti innlent 12. apríl 2021 22:10
Fyrir hvað og á kostnað hvers verður Laxeldi í Seyðisfirði? Sjókvíaeldi er hafið í Austfjörðum og stefnir í Seyðisfjörð. Er samfélagslegt mikilvægi eldisins slíkt, að það réttlæti umhverfisvána sem því fylgir? Áleitin spurning með hag samtímans í huga og ekki síður það hvernig við viljum skila lofti, landi og sjó til komandi kynslóða. Skoðun 9. apríl 2021 12:01
Kafaði niður í loðnutorfu í Faxaflóa og kvikmyndaði Íslenskur kafari kvikmyndaði loðnutorfu í síðasta mánuði með því að kafa sjálfur niður í torfuna. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi áður verið gert í heiminum. Kafarinn lýsir þessu sem ævintýri. Innlent 8. apríl 2021 23:40
Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi. Viðskipti innlent 7. apríl 2021 14:49
Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra „Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram. Innlent 5. apríl 2021 07:43
Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. Viðskipti innlent 3. apríl 2021 23:14
Splunkunýtt skip Samherja komið til Eyjafjarðar Nýtt uppsjávarskip, Vilhelm Þorsteinsson EA, sigldi í fyrsta sinn inn Eyjafjörð í gær en skipið var sérsmíðað í Danmörku fyrir Samherja. Skipið er 89 metrar á lengd, 16,6 metrar á breidd og burðargeta þess vel yfir þrjú þúsund tonn í þrettán lestartönkum þar sem afli verður kældur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. Viðskipti innlent 3. apríl 2021 13:52
Alltaf sömu karlarnir því það hættir enginn Það er enginn undir þrítugu í áhöfn Beitis NK, skipi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og sá elsti á dekki er 65 ára. Áður fyrr var algengt að sautján-átján ára gamlir strákar væru á loðnuveiðunum. Innlent 2. apríl 2021 07:50
Tæp sextíu prósent andvíg núverandi kvótakerfi Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins. Innlent 1. apríl 2021 22:31
Telur sjómenn hlunnfarna um allt að milljarð á síðustu loðnuvertíð Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tvöfalt meira fyrir loðnu til vinnslu af norskum skipum en íslenskum í síðustu loðnuvertíð. Formaður Sjómannasambandsins telur íslenska sjómenn hafa verið hlunnfarna um allt að milljarð. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sínum sjómönnum hafi verið greitt það sem vantaði upp á þeirra hlut í dag. Innlent 31. mars 2021 19:01
Þorsteinn nýr forstjóri Hafró Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar – rannsóknar- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Innlent 31. mars 2021 13:53
Segja halla mjög á Íslendinga í samningum við Norðmenn Forystumenn loðnuútgerða og skipstjórar eru afar ósáttir við hversu hátt hlutfall Norðmenn fá af loðnukvótanum og segja að mjög halli á Íslendinga í skiptisamningi um þorskveiðar í Barentshafi. Viðskipti innlent 30. mars 2021 23:26