Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 78-81 │ Keflavík hélt sér á lífi Keflavík hélt sér á lífi í einvíginu gegn Haukum í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Keflavík spilaði vel og náði að tryggja sér annan leik. Körfubolti 23. mars 2018 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 84-81 │Stólarnir með sópinn á lofti Tindastóll er komið í undanúrslit Dominos-deildar karla eftir að sópað Grindavík úr keppni, 3-0. Leikur liðanna í kvöld var mikil skemmtun. Körfubolti 23. mars 2018 22:00
Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld? Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa. Körfubolti 23. mars 2018 13:15
Helgi Magnússon snýr aftur í KR Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Körfubolti 23. mars 2018 11:46
Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. Körfubolti 23. mars 2018 11:30
Dómaranefnd kærði brot Ryan Taylor Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið í samræmi við dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld að kæra atvik sem átti sér stað í þeim leik þar sem Ryan Taylor virtist slá Hlyn Bæringsson í höfuðið. Körfubolti 23. mars 2018 10:34
ESPN um Svala og Gumma Ben: Hvor lýsingin var betri? Sigurkarfa Kára Jónssonar gegn Keflavík hefur verið sýnd um allan heim en það er lýsing Svala Björgvinssonar sem vekur ekki síður athygli. Körfubolti 23. mars 2018 09:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. Körfubolti 22. mars 2018 22:15
Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 80-71 │ KR í undanúrslit KR-ingar virðast bara ekki geta tapað í 8-liða úrslitum, 25. sigurleikurinn í kvöld. Njarðvíkingar sýndu mikla baráttu en höfðu ekki erindi sem erfiði og fara í sumarfrí. Körfubolti 22. mars 2018 22:15
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. Körfubolti 22. mars 2018 21:56
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. Körfubolti 22. mars 2018 21:48
„Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. Körfubolti 22. mars 2018 21:34
Tröllatroðsla Kristófers yfir Ragga Nat Kristófer Acox, leikmaður KR, sýndi ótrúleg tilþrif í leik liðsins gegn Njarðvík í þriðja leik 8-liða liðanna Dominos-deildar karla í kvöld. KR getur sópað Njarðvík úr keppni með sigri. Körfubolti 22. mars 2018 20:28
Combs meiddur og ekki meira með Stjörnunni Darrell Combs, annar Bandaríkjamaðurinn í liði Stjörnunnar í Dominos-deild karla, er frá vegna meiðsla og mun hann ekki leika meira með liðinu á tímabilinu. Körfubolti 22. mars 2018 19:15
Flautukarfa Kára vekur heimsathygli: „Hvort er betra, lýsingin eða karfan?" Ótrúleg flautukarfa Kára Jónssonar sem tryggði Haukum sigur gegn Keflavík í gærkvöldi í átta liða úrslitum Domins-deildarinnar hefur ekki bara vakið athygli hér á Íslandi heldur eru erlendir miðlar einnig byrjaðir að sýna frá körfunni. Körfubolti 21. mars 2018 23:15
Ótrúlegar tölur Sigtryggs Arnars á síðustu 194 mínútum Sigtryggur Arnar Björnsson fór enn á ný á kostum í Grindavík í gærkvöldi þegar Tindastólsliðið komst í 2-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfubolti 21. mars 2018 13:00
Hlynur og Pavel búnir að stinga af eftir tvo leiki Öll liðin átta eru búnin að spila tvo leiki í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og þar hafa tveir menn verið öðrum miklu framar í fráköstum og stoðsendingum. Körfubolti 21. mars 2018 12:00
Kári mætti í Körfuboltakvöld eftir 6 stig á 3 sekúndum: „Eitt af skotum áratugarins“ Kári Jónsson sýndi snilli sína í Keflavík í gærkvöldi þegar hann tryggði Haukum 85-82 sigur með skoti yfir næstum því allan völlinn. Kári hafði þremur sekúndum áður sett niður þrjú vítaskot til þess að jafna metin. Körfubolti 21. mars 2018 09:00
Stólarnir fögnuðu stórsigri með nýmjólk og samloku Tindastóll er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík en liðin eigast við í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslitin og eru Stólarnir komnir í kjörstöðu. Körfubolti 20. mars 2018 23:01
Kári: Besta orðið yfir þetta er lygilegt Leikmenn og áhorfendur trúðu varla sínum eigin augum þegar Kári Jónsson leikmaður Hauka skoraði ótrúlega sigurkörfu gegn Keflavík yfir völlinn í kvöld. Körfubolti 20. mars 2018 22:17
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 83-114 | Stólarnir komnir í 2-0 eftir stórsigur í Grindavík Tindastóll rótburstaði Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 114-83 og Tindastóll því kominn í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á föstudag. Körfubolti 20. mars 2018 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 82-85 | Lygileg flautukarfa Kára tryggði Haukum sigur Haukar eru komnir í 2-0 eftir eina rosalegustu flautukörfu síðari ára. Kári Jónsson skoraði frá sínum einum teig og yfir allan völlinn og Haukar eru komnir í 2-0. Körfubolti 20. mars 2018 22:00
Sigtryggur Arnar: Við vanmetum ekki neinn "Ég bjóst við öðrum spennandi leik eins og heima hjá okkur. En við tókum þetta bara í seinni hluta leiksins. Þá sprungum við út,“ sagði Sigtryggur Arnar Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Tindastól í sigrinum á Grindavík í kvöld. Körfubolti 20. mars 2018 21:55
Twitter eftir sigurkörfu Kára: „Ætla að rúlla á eftir Svala“ Það var fátt annað rætt í kvöld á Twitter heldur en ótrúleg sigurkarfa Kára Jónssonar. Kári tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla. Körfubolti 20. mars 2018 21:52
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Kára: Svali óskaði eftir stuðningsfulltrúa Kári Jónsson tryggði Haukum ótrúlegan sigur gegn Keflavík, 85-82, en Kári skoraði sigurkörfuna frá sínum eigin vallarhelming. Körfubolti 20. mars 2018 21:41
KR-liðið búið að vinna 24 leiki í röð í átta liða úrslitum KR-ingar unnu í gærkvöldi sannfærandi 25 stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 91-66, og eru þar með komnir í 2-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfubolti 20. mars 2018 16:00
Hrafn: Bið Borche afsökunar Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður með sína menn eftir góðan sigur gegn ÍR í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Körfubolti 19. mars 2018 23:44
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 64-57 │Stjarnan jafnaði Stjarnan er búið að jafna metin í 1-1 í einvíginu sínu gegn ÍR í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla. Leikurinn í kvöld var mikið fyrir augað og liðin skiptust á forystunni. Körfubolti 19. mars 2018 23:00
Daníel: Hvað brást? Daníel Guðmundsson þjáfari Njarðvíkur var alls ekki sáttur í leikslok, eftir stórtap gegn KR í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í Dominos-deildinni. Körfubolti 19. mars 2018 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 66-91 │KR skellti Njarðvík í Ljónagryfjunni Ljónagryfjan reyndist ekki mikil fyrirstaða fyrir KR en KR er komið í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Þeir geta sópað Njarðvík út á fimmtudaginn. Körfubolti 19. mars 2018 21:45