„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2024 19:52
David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. Körfubolti 11. janúar 2024 12:30
Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Körfubolti 11. janúar 2024 11:01
Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. Körfubolti 10. janúar 2024 21:21
Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Körfubolti 10. janúar 2024 12:32
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Körfubolti 10. janúar 2024 09:31
Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er kastað út í sveit? Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru í skemmtilegan leik í síðasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, gaf sérfræðingunum það verkefni að velja á milli leikmanna. Körfubolti 9. janúar 2024 23:30
Ánægður með ungu strákana í Njarðvík: „Fannst þeir hálfpartinn bera þetta uppi“ Ungu strákarnir í Njarðvíkurliðinu fengu mikið hrós í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 9. janúar 2024 14:30
Tilþrifin: Varnarleikur og trollatröðsla í kjölfarið báru af Að venju var farið yfir Tilþrif umferðarinnar í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar báru frábær varnarleikur og trollatroðsla Keith Jordan í liði Breiðabliks af. Körfubolti 8. janúar 2024 23:31
Körfuboltakvöld: „Regla númer eitt í lífinu“ Keflavík lagði Hamar í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Það var þó ekki það sem vakti athygli í Körfuboltakvöldi heldur þegar Keflavík brunaði upp völlinn en einn af starfsmönnum leiksins stóð á miðjum vellinum eftir að hafa verið að þrífa gólfið. Körfubolti 8. janúar 2024 18:05
Subway Körfuboltakvöld: Átti Milka að fara úr húsi? Subway Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 12. umferð deildarinnar. Körfubolti 7. janúar 2024 23:06
Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Körfubolti 7. janúar 2024 11:31
Sigtryggur Arnar sá fyrsti til að skora þrist í hundrað leikjum í röð Sigtryggur Arnar Björnsson náði mögnuðu afreki í leik Tindastóls á móti Álftanesliðinu í Subway deild karla í gærkvöldi. Körfubolti 6. janúar 2024 11:53
Hörður Axel orðinn stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar Hörður Axel Vilhjálmsson varð í gær stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar í körfubolta þegar Álftanes vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls. Körfubolti 6. janúar 2024 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 92 - 101 | Mjúkir Garðbæingar lágu fyrir öflugum Njarðvíkingum Stjarnan og Njarðvík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Lokaleikir tólftu umferðar í Subway-deild karla fóru fram í kvöld og í allri umhyggjunni voru það Njarðvíkingar sem tóku sigurinn með sér út á Reykjanesbrautina. Körfubolti 5. janúar 2024 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Álftanes 68 - 80 | Nýliðarnir lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Körfubolti 5. janúar 2024 23:00
„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri. Körfubolti 5. janúar 2024 22:44
„Mér hefur aldrei liðið jafnvel og í dag“ Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli. Körfubolti 5. janúar 2024 22:37
„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Körfubolti 5. janúar 2024 22:17
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Hamar 100-88 | Keflvíkingar höfðu betur gegn botnliðinu Keflavík vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Hamars í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-88. Körfubolti 4. janúar 2024 22:07
„Bara einn sigur sama hvort maður niðurlægi andstæðingana eða ekki“ Keflavík fengu botnlið Hamars í heimsókn í Blue höllina þegar 13.umferð Subway deilda karla hóf göngu sína núna í kvöld. Körfubolti 4. janúar 2024 21:45
Umfjöllun: Höttur - Grindavík 71-78 | Grindvíkingar upp að hlið Hattar Grindvíkingar lyftu sér upp að hlið Hattar í áttunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta með góðum sjö stiga sigri fyrir austan í kvöld, 71-78. Körfubolti 4. janúar 2024 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. Körfubolti 4. janúar 2024 21:04
Leik lokið: Valur - Þór Þ. 90-82 | Valur hafði betur gegn Þór í toppslag deildarinnar Valur lagði Þór Þorlákshöfn að velli, 90-82, þegar liðin leiddu saman hesta sína í toppslag Subway-deildar karla i körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 4. janúar 2024 21:00
Keflavík að landa Danero sem gæti mætt gamla liðinu sínu í kvöld Körfuboltamaðurinn Danero Thomas hefur ákveðið að hætta við að leggja skóna á hilluna og allt útlit er fyrir að hann spili með Keflavík það sem eftir lifir leiktíðar. Körfubolti 4. janúar 2024 10:51
„Sagði Pavel að ég yrði örugglega síðastur til að snúast gegn honum í klefanum“ Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls, var ekki tilbúinn að fá Pavel Ermolinskij sem þjálfara liðsins sumarið 2022. Hann hafði hins vegar skipt um skoðun um mitt tímabilið. Körfubolti 30. desember 2023 08:00
Hetja Stólanna frá því í vor er að leita sér að nýju liði Keyshawn Woods mun alla tíð tilheyra sögu Tindastólsliðsins eftir að hafa tryggt félaginu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í oddaleiknum á Hlíðarenda í vor. Körfubolti 28. desember 2023 09:31
Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Sport 23. desember 2023 10:01
Yfirgefur Hauka eftir aðeins þrjá leiki Bandaríski körfuboltamaðurinn Damier Pitts hefur yfirgefið herbúðir Hauka eftir að hafa leikið aðeins þrjá deildarleiki fyrir félagið. Körfubolti 19. desember 2023 23:01
Julio De Assis til Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindaíkur hefur samið við angólska körfuboltamanninn Julio De Assis, fyrrverandi leikmann Vestra og Breiðabliks. Körfubolti 19. desember 2023 20:57