Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hildur vinnur Gram­my-verð­laun fyrir Jókerinn

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.

Tónlist
Fréttamynd

Euro­vision-lag Daða frum­flutt form­lega

Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision.

Lífið
Fréttamynd

Blús og rokkhátíð á Höfn

Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu.

Innlent
Fréttamynd

„Strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim“

„Ég samdi þetta lag til þess að ég gæti sungið það fyrir mig sjálfa fyrir framan spegil þegar ég þarf aðeins að peppa sjálfstraustið. Lagið er frásögn af því hvernig strákar eru minna hrifnir af stelpum sem ögra þeim,“ segir söngkonan Leyla Blue í viðtali við Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti LaFontaine

Teknótófan Jóhannes LaFontaine, sem þeytir iðulega skífum og gefur út tónlist undir eftirnafni sínu, setti saman föstudagslagalista vikunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Tóku upp tón­listar­mynd­bandið á skjálfta­svæðinu

„Það er góður dagur í dag. Við Helgi Sæmundur fórum tvisvar í sveitina á síðasta ári og úr varð falleg plata sem kemur einhvern tíma á þessu ári. Lagið Heim er fyrsti síngúll af komandi plötu sem við erum báðir mjög stoltir af og spenntir að leyfa fólki að heyra,“ segir Gauti Þeyr Másson.

Tónlist
Fréttamynd

Söngvari En­tom­bed er látinn

Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D.

Lífið
Fréttamynd

Danir völdu framlag til Eurovision sem verður flutt á dönsku

Dúettinn Fyr & Flamme mun flytja framlag Dana í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í vor. Dúettinn flutti lagið Øve os på hinanden í úrslitaþætti dönsku söngvakeppninnar Melodi Grand Prix í gærkvöldi sem stóð uppi sem sigurlag keppninnar en lagið hlaut 37% greiddra atkvæða.

Lífið
Fréttamynd

Listamennirnir sem koma fram á Aldrei fór ég suður

Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir munu koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer á Ísafirði um páskana. Í fyrra fór hátíðin fram með óhefðbundnum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins en í ár stendur til að halda hátíðina með áhorfendum í sal.

Lífið
Fréttamynd

Bunny Wailer fallinn frá

Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætti við að syngja með Bubba af ótta um mis­skilning

Tónlistarkonan Bríet segist hafa ætlað að fá Bubba til að syngja með sér lagið Esjan, sem var eitt vinsælasta lag síðasta árs, en hætti við af ótta við að fólk héldi að hann hefði samið lagið. Þetta segir hún í Instagram-færslu sem hún birti í síðustu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Gústi B frumsýnir nýtt myndband

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans

Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“

Tónlist