Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Chris Cornell látinn

Chris Cornell, söngvari hljómsveitarinnar Soundgarden og síðar söngvari Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri.

Tónlist
Fréttamynd

Það besta beggja vegna Atlantshafsins

Útvarpsþátturinn Kronik leggur nafn sitt við hátíðina Kronik Live sem verður haldin í júlí. Eins og áður hefur verið sagt frá mun rapparinn Young Thug mun vera aðalnúmerið á hátíðinni en einnig mun nánast öll íslenska rappsenan koma við sögu. 

Tónlist
Fréttamynd

Dansandi górillan er vinur Stellu

Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar.

Lífið
Fréttamynd

Dansvænt popp við texta um einmanaleika

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma.

Lífið
Fréttamynd

Ekki töff að vera neikvæður og í fýlu

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er afar ánægð með að hafa tekið þátt í Eurovision. Hún hefur nú fengið ótal boð um að syngja lagið Paper víða um Evrópu og segir að niðurrif og fýla borgi sig ekki. Þá þýðir ekkert að vera í fýlu yfir því að hafa ekki komist upp úr undankeppninni.

Tónlist
Fréttamynd

Sannkölluð diskóveisla í Hörpu í boði Kool and the Gang

Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir "konungar diskótónlistar“.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetusmjör og Birnir með hrikalega gott freestyle

Útvarpsþátturinn Kronik hefur á skömmum tíma orðið algjörlega ómissandi hjá öllum sem hafa áhuga á íslenskri rapptónlist. Í hverri viku mæta íslenskir rapparar í hljóðverið á X-inu og ýmist frumflytja ný lög eða taka þau í beinni.

Tónlist
Fréttamynd

Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út

Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni.

Tónlist
Fréttamynd

Björk og Jónas Sen senda frá sér veglega nótnabók

Björk Guðmundsdóttir er að senda frá sér bók sem hefur að geyma nótur með 34 útsetningum laga hennar. Það var píanistinn Jónas Sen sem vann útsetningarnar með henni en vinnan á bak við bókina tók átta ár og útkoman er afar veglegt

Lífið
Fréttamynd

Tómas með frábæra ábreiðu af lagi Kaleo

"Ég hef sungið frá því ég man eftir mér. Tók þátt i The Voice Ísland 2016-17 og datt út í Superbattles en ég var í Team Svala,“ segir tónlistarmaðurinn Tómas Helgi Wehmeier en hann er 24 ára og kemur úr Breiðholtinu.

Tónlist
Fréttamynd

Ný kynslóð tónlistarmanna til Íslands

Tónlistarmaðurinn Mura Masa var að bætast í hóp þeirra listamanna sem munu koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Á hátíðinni, eins og fyrr, verður nokkuð úrval ungs og upprennandi tónlistarfólks sem stendur fyrir nýjungar í tónlistarheiminum. Hér verður farið yfir nokkur þeirra.

Tónlist
Fréttamynd

Myrkur og grín

Úlfur Úlfur gaf í gær út þrjú myndbönd, öll við lög sem verða á plötunni Hefnið okkar sem kemur út á föstudaginn. Þeir hafa spilað talsvert í austurhluta Evrópu þar sem þeir njóta nokkurra vinsælda.

Tónlist