Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Tom Odell kemur til landsins í ágúst

Tónlistarmaðurinn kemur til landsins í næsta mánuði. Síðast þegar hann kom seldist upp á einungis örfáum dögum. Hann hefur verið að hita upp fyrir Rolling Stones og gaf núna nýlega út sína aðra plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Syngur á ensku um leyndardóma fortíðar

Steinunn Harðardóttir, eða dj flugvél og geimskip, var að senda frá sér nýtt lag þar sem hún syngur á ensku um leyndardóma svingsins. Hún stefnir á að gefa út myndband við lagið í næstu viku og er líka að vinna að plötu sem fjallar um dularfullu borgina Atlantis.

Tónlist
Fréttamynd

„Algjör draumur að geta spilað sín eigin lög fyrir brekkuna“

„Ég verð að spila á þjóðhátíð með bandinu mínu á laugardeginum klukkan níu og það er algjör draumur að geta spilað sín eigin lög fyrir brekkuna, en ég mun einnig taka nokkur þekkt cover lög sem allir geta sungið með,“ segir Eyjapeyinn Sindri Freyr Guðjónsson sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Grísalappalísa snýr aftur: Láta meiðslin ekki aftra sér

Hljómsveitin Grísalappalísa hefur verið í fríi frá spilamennsku en þeir drengir ætla sér að koma þéttir til baka og munu byrja á því að gera allt vitlaust á tónlistarhátíðinni KEXPort í dag, laugardag þrátt fyrir meiðsli tveggja meðlima sveitarinnar

Tónlist
Fréttamynd

Diskó útgáfur af smellum Helga Björns

Helgi Björns og diskóboltarnir í Boogie Trouble munu sameinast í eina kvöldstund á Innipúkanum og ætla að taka diskó-rokk bræðingsútgáfur af nokkrum af þeim ótal smellum sem er að finna í smiðju Helga Björns

Tónlist