Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ungmenni á plötu Sönglistar

Ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára koma við sögu á plötunni Sönglistin 2010 sem er nýkomin út. Á henni eru þrettán innlend og erlend lög. Flytjendur eru eða hafa verið nemendur í söng- og leiklistarskólanum Sönglist.

Lífið
Fréttamynd

Flétta á leiðinni

Lagið Flétta sem Björk Guðmundsdóttir syngur á íslensku með enska tónlistarmanninum Antony Hegarty kemur út á þriðjudaginn. Lagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons, Swanlight. Rólegur píanóundirleikur hljómar undir fallegum röddum Bjarkar og Antonys í laginu, sem á vafalítið eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum þeirra beggja. Björk er þarna að launa Antony greiða frá árinu 2007 er hann söng með henni lagið My Juvenile á plötu hennar Volta.

Tónlist
Fréttamynd

Ókind rýfur fjögurra ára þögn

Rokksveitin Ókind rís upp frá dauðum og spilar í eina kvöldstund á Faktorý á laugardagskvöld. Ókind spratt fullsköpuð fram árið 2002 og náði öðru sæti í Músíktilraunum. Á næstu fjórum árum gaf hún út plöturnar Heimsenda 18 og Hvar í Hvergilandi, sem báðar hlutu náð fyrir augum og eyrum gagnrýnenda. Haustið 2006 tilkynnti Ókind að nú væri þetta orðið gott í bili. Svo þagnaði hún í fjögur ár.

Tónlist
Fréttamynd

Jack fer á bólakaf

Brimbrettakappinn hugljúfi, Jack Johnson, syngur inn sumarið með sinni sjöttu plötu, To The Sea, sem kemur út á þriðjudaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Tvöfalt safn frá Mannakornum

Hin tvöfalda safnplata Gamli góði vinur með hljómsveitinni Mannakorn er komin út hjá Senu. Hún inniheldur 42 af vinsælustu lögum sveitarinnar frá upphafi og til dagsins í dag. Á meðal þeirra eru Reyndu aftur, Braggablús, Ó þú og Blús í G.

Tónlist
Fréttamynd

Magni lofar stórkostlegri Bræðslu

„Þetta verður stórkostlegt,“ segir Magni Ásgeirsson, um Bræðsluna á Borgarfirði eystri í júlí. „Við höfum aldrei verið jafnduglegir við að skipuleggja. Það eina sem á eftir að gera er að smíða sviðið,“ segir hann.

Tónlist
Fréttamynd

Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA

„Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! – fékk sjokk þegar ég sá þau,“ segir söngvarinn Davíð Berndsen.

Tónlist
Fréttamynd

Brimbrettasveitin Bárujárn vann Þorskastríðið

Sigurvegari í hljómsveitakeppninni Þorskastríðið 2010 er brimbrettasveitin Bárujárn. Hún hlýtur í verðlaun hljóðverstíma til að fullvinna þrjú lög, ársbirgðir af lýsi og einnig verður henni flogið til Færeyja þar sem hún spilar á G-festival 15.-17. júlí.

Tónlist
Fréttamynd

Feldberg órafmögnuð í íslenskri ljósmyndabúð í London

Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kits­uné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól.

Tónlist
Fréttamynd

Nokia on Ice í þriðja sinn

Tónlistarhátíðin Nokia on Ice verður haldin í þriðja sinn um helgina á Sódóma Reykjavík. Frítt verður inn á föstudeginum þar sem þeir Mike Sheridan og DJ Mar­geir sjá um tónlistina. Á laugardeginum er miðaverð 1.000 krónur. Þá koma fram DJ Mike Sheridan, Samúel J. Samúelsson Big Band, Snorri Helga ásamt hljómsveit, Who Knew, Cliff Clavin, Miri, Of Monsters and Men, Biggabix og Hoffman.

Tónlist
Fréttamynd

Brjálaðir í nýju myndbandi

Rokksveitin Endless Dark er nýkomin heim eftir frækilega för til London þar sem hún lenti í öðru sæti í alþjóðlegu hljómsveitakeppninni Global Battle Of The Bands. Eftir keppnina tók sveitin upp sitt fyrsta myndband í bænum Bolton við lagið Cold, Hard December.

Tónlist
Fréttamynd

Notar ekki Auto-Tune

Söngkonan Alicia Keys segist aldrei nota tæknina sem er í boði í hljóðverum til að betrumbæta rödd sína. Þess í stað treystir hún algjörlega á sína eigin rödd.

Tónlist
Fréttamynd

Flytja lög Diktu og Sigur Rósar

"Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin okkar. Hún er samt meira en hljómsveit eða góð tónlist. Hún er eitthvað meira - eitthvað sem breytti lífi okkar,“ segir Maksym.

Tónlist
Fréttamynd

Dúndurfréttir bjóða dýrari Zeppelin-týpuna

Hljómsveitin Dúndurfréttir heldur Led Zeppelin-tónleika í Reykjavík 22. júní, eða nákvæmlega fjörutíu árum eftir að þessi víðfræga rokksveit spilaði í Laugardalshöll á Listahátíð í Reykjavík. Tveimur dögum síðar eru fyrirhugaðir sams konar tónleikar á Græna hattinum á Akureyri.

Tónlist
Fréttamynd

Trommari Seabear varð eftir heima

Hljómsveitin Seabear er nýlögð af stað í stóra tónleikaferð um Evrópu til að kynna plötu sína We Built A Fire. Trommuleikari sveitarinnar, Kjartan Bragi Bjarnason, er þó ekki með í för því hann var að eignast sitt fyrsta barn.

Tónlist
Fréttamynd

Læknar rokka og poppa

Læknastarfið er sveipað virðuleika og löngu námi en þó hafa ekki allir læknar legið yfir námsbókum alla sína hunds- og kattartíð því þeir eru þónokkrir sem hafa getið sér gott orð á tónlistarsviðinu.

Tónlist
Fréttamynd

Bretar hrifnir af Hjaltalín

Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartímaritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur henni þrjár stjörnur af fimm.

Tónlist
Fréttamynd

Benni Hemm Hemm frumsýnir í Bandaríkjunum

Nýtt tónlistarmyndband við lag Benna Hemm Hemm, Retaliate, var frumsýnt á bandarísku tónlistarsíðunni Spinner á dögunum. Lagið er á nýútkominni stuttskífu Benna og var myndbandið unnið af Skotunum Michael Kirkham og Vivien McDermid. Skífan kom út í Bandaríkjunum á þriðjudaginn og er myndbandinu ætlað að kynna hana.

Tónlist
Fréttamynd

Flowers með sólóplötu

Þrátt fyrir eldri yfirlýsingar sínar hefur Brandon Flowers, söngvari The Killers, tilkynnt að hann ætli að gefa út sína fyrstu sólóplötu. Hún nefnist Flamingo og er væntanleg í búðir bráðum. Trommarinn Ronnie Vanucci er eini liðsmaður The Killers sem hefur prófað sig áfram utan sveitarinnar því hann er meðlimur ofurgrúppunnar Mt. Desolation ásamt liðsmönnum Keane, Mumford & Sons og The Long Winters. The Killers er í pásu um þessar mundir og ætti Flowers því að fá nægt svigrúm til að kynna nýju plötuna.

Tónlist
Fréttamynd

Þrjú ný tónverk frumflutt

Á miðvikudagskvöld verða stórtónleikar í vegum tónlistarhópsins Caput í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg þar sem frumflutt verða þrjú ný íslensk verk, þeirra á meðal tveir nýir einleikskonsertar, annar saminn fyrir bassa en hinn fyrir píanó.

Tónlist