Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Lokakvöld Airwaves

Þá er komið að lokum Iceland Airwaves hátíðarinnar enn eitt árið. Seinustu tónleikarnir verða í kvöld á Nasa.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag í stað plötu

Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is

Tónlist
Fréttamynd

Snúður og strengir

Plötusnúðurinn Dj Margeir spilar á Nasa á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld ásamt níu manna strengjasveit. Stjórnandi sveitarinnar verður básúnuleikarinn Samúel Jón Samúelsson, auk þess sem hann útsetur strengja­hlutann.

Tónlist
Fréttamynd

Þrjár milljónir seldust

Platan In Rainbows með Radiohead hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu.

Tónlist
Fréttamynd

Dóttirin syngur aftur með Bubba í Köben

Gréta Morthens, dóttir Bubba, stígur á svið með föður sínum á tónleikum hans í salnum Audience í Kaupmannahöfn í kvöld. Stutt er síðan þau sungu saman á eftirminnilegan hátt lagið Með þér í þætti Ragnhildar Steinunnar, Gott kvöld. Núna munu þau endurtaka leikinn en í þetta sinn verður það fyrir framan hátt í eitt þúsund aðdáendur kappans, bæði íslenska og erlenda.

Tónlist
Fréttamynd

Berbrjósta stúlka á umslagi

Berbrjósta skosk stúlka prýðir umslag fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Viking Giant Show, The Lost Garden of the Hooligans, sem er nýkomin út.

Tónlist
Fréttamynd

Íslenskt ofurkvöld

Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni.

Tónlist
Fréttamynd

Sling veldur flogaveiki

Hljómsveitin Singapore Sling býður í dag til hlustunarteitis á nýju plötu sinni „Perversion, Desperation and Death“ í Gallery Lost Horse, Skólastræti, á milli kl. 18-20. Einnig verður sýnt myndband Þjóðverjans Uli Schueppel við lagið „Godman“, en það var bannað á MTV-Europe.

Tónlist
Fréttamynd

Góður túr

Hljómsveitin GusGus er nýkomin heim úr stuttri tónleikaferð um Japan og var sveitinni gríðarlega vel tekið. Þetta var í fyrsta sinn sem sveitin spilaði þar í landi og flutti hún að mestu nýtt efni á aðaltónleikunum sem haldnir voru í risastórri tónleikahöll, Makuhari Messe. Tilefni tónleikanna var þrjátíu ára afmæli tískusamsteypunnar Diesel.

Tónlist
Fréttamynd

Sílspikað í Hafnarhúsinu

Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit.

Tónlist
Fréttamynd

Skautalag komið út

Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk.

Tónlist
Fréttamynd

Reykjavík! í sandpappír

Útgáfan Kimi Records frá Akureyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska einmenningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hellvar, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík!

Tónlist
Fréttamynd

Klezmer á konsert

Það var fullt á sunnudagskvöld í Neskirkju þegar söngsveitin Fílharmónía hélt þar tónleika á sunnudag. Í kvöld gefst öllum þeim sem misstu af sunnudagstónleikunum tækifæri til að mæta og sjá og heyra kórinn flytja þjóðlagatónlist gyðinga frá Austur-Evrópu, klezmer, sem hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi á liðnum árum.

Tónlist
Fréttamynd

Kaótískt ástand í bransanum

Anthony Volodkin, stofnandi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem.com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistarráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa út blað um Airwaves

Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikar í Hljómalind

Fjöldi hljómsveita kemur fram á kaffihúsinu Hljómalind meðan á Iceland Airwaves stendur, dagana 15. til 19. október. Á meðal þeirra verða breska sveitin Florence and the Machine, Jamie de Moon frá Bandaríkjunum, Digital Madness, Sagtmóðigur, Dys og Mai Chi frá Bretlandi.

Tónlist
Fréttamynd

Söngkonur í aðalhlutverki

„Ég talaði við stelpur sem mig langaði til að sjá spila og við ákváðum að stofna Trúbatrixur sem yrði grundvöllur fyrir okkur allar til að koma okkur á framfæri,“ segir tónlistarkonan Myrra Rós Þrastardóttir um Trúbatrixur sem samanstanda af þjóðþekktum og upprennandi íslenskum söngkonum.

Tónlist
Fréttamynd

Hana-nú endurútgefin

Viðhafnarútgáfa á sígildri plötu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Hana-nú, er nýkomin út. Á plötunni er að finna lagið Tölum saman sem átti að vera á upphaflegu plötunni árið 1977 en heltist úr lestinni.

Tónlist
Fréttamynd

Tjáir sig um plötu Radiohead

Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Frábærar viðtökur í New York

Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel.

Tónlist
Fréttamynd

Chinese í nóvember

Fyrsta plata rokksveitarinnar Guns N"Roses í fimmtán ár, Chinese Democracy, er væntanleg í verslanir 23. nóvember.

Tónlist
Fréttamynd

Antony með nýja plötu

Stimamjúki risinn Antony hefur loks tilkynnt um næstu plötu. Hún heitir The Crying Light og á að koma út í janúar.

Tónlist
Fréttamynd

Lifandi hiphop

Tónlistarmaðurinn Jóhannes Birgir Pálmason, sem kallar sig Rain, er að gefa út sína fimmtu sólóplötu, No Strings Attached.

Tónlist
Fréttamynd

Spila í Eyjum

Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika í Höllinni í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Sveitin ætlar jafnframt að leggja drög að plötu í nýju hljóðveri í Vestmannaeyjum, Island Studios.

Tónlist
Fréttamynd

Októberfest í fimmta sinn

Októberfest verður haldin í fimmta sinn á lóð Háskóla Íslands frá fimmtudegi til laugardags. Hátíðin hefur aldrei verið stærri og hefur Stúdentaráð fengið viðburðafyrirtækið Am Events sér til aðstoðar við að gera hátíðina sem glæsilegasta þetta árið.

Tónlist
Fréttamynd

Spila með hetjunum

Aðdáendum The Rolling Stones, Bítlanna, Beach Boys og Pink Floyd gefst í nóvember sjaldgæft tækifæri til að spila með hetjunum sínum á rokknámskeiði á Englandi.

Tónlist
Fréttamynd

Coldplay sigursæl

Hljómsveitin Coldplay vann tvenn verðlaun á Q-hátíðinni í London, þar á meðal fyrir plötu ársins, Viva La Vida or Death And All His Friends. Einnig var Coldplay valin besta hljómsveitin í heiminum í dag og bar þar sigurorð af Metallica, Muse, Kings of Leon og Oasis.

Tónlist