Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Fimm stjörnur í Guardian

Hljómsveitin Amiina fær fimm stjörnur í breska dagblaðinu The Guardian fyrir tónleika sína í Glasgow á dögunum. Fyrsta plata sveitarinnar, Kurr, kemur út hérlendis í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Fá innblástur úr fréttunum

Bandarísku dauðarokkararnir í Cannibal Corpse halda tvenna tónleika á Nasa um næstu mánaðarmót. Freyr Bjarnason talaði við bassaleikarann Alex Webster sem er annar af tveimur upprunalegum meðlimum sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Plata fyrir jól

Ástralska söngkonan Kylie Minogue vonast til að næsta plata sín kom fyrir jólin. Kylie er að snúa aftur á sjónarsviðið eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata hennar, Body Language, kom út.

Tónlist
Fréttamynd

Allt æðislegt hjá Magna í Óðinsvéum

Upptökur á fyrstu sólóplötu rokkarans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveitabýlí rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti.

Tónlist
Fréttamynd

Ampop notar Star Wars-tækni

Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól.

Tónlist
Fréttamynd

Gleymir ekki upprunanum

Fyrsta sólóplata Færeyingsins Jógvans Hansen, sigurvegara X-Factor, kemur út á mánudag. Freyr Bjarnason spjallaði við Jógvan og komst að því að þar er á ferðinni jarðbundinn og rólegur piltur.

Tónlist
Fréttamynd

90 mínútna veisla hjá McCartney

Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney spilaði fyrir framan aðeins eitt þúsund aðdáendur í London á dögunum. Tilefnið var útgáfa nýjustu sólóplötu hans, Memory Almost Full.

Tónlist
Fréttamynd

SSSól lætur aftur á sér kræla

„Nú erum við komnir úr Borgarleikhúsinu og á NASA þar sem fólk er í aðstöðu til að hreyfa sig, dansa. Við hlökkum mikið til,“ segir Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól, sem verður með tónleika á NASA í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Stones leggja Evrópu undir fót

Hinir gamalreyndu Rolling Stones hrintu Evróputúr sínum úr vör í gær. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í Belgíu fyrir framan 33 þúsund áheyrendur. Var eftirvæntingin svo mikil að 50 kílómetra umferðahnútur myndaðist.

Tónlist
Fréttamynd

Gísli með lag í mynd Luc Besson

Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn.

Tónlist
Fréttamynd

Frábærir dómar

Pétur Ben, Helgi Jónsson og hljómsveitin Reykjavík!, sem tóku þátt í Spot-tónlistarhátíðinni í Árósum um helgina, fengu öll fimm stjörnur af sex mögulegum í tónlistar­tímaritinu Gaffa fyrir frammistöðu sína.

Tónlist
Fréttamynd

Upptökur hefjast í júlí

Hljómsveitin Sprengjuhöllin ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í haust og hefjast upptökur að öllum líkindum í júlí. Ekki hefur verið ákveðið hvar platan verður tekin upp en Danmörk hefur verið nefnd sem einn af mögulegum upptökustöðum.

Tónlist
Fréttamynd

Ópera úr útrýmingarbúðum

Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu.

Tónlist
Fréttamynd

Söngveröld við Mývatn

Árleg kórastefna fer fram við Mývatn nú í vikunni og stefnir fjöldi söngfólks þangað til að stilla saman sína tónlistarstrengi. Að þessu sinni liggja fyrir tvö stór verkefni auk þess sem þátttökukórarnir munu syngja fjölbreytt efni á þrennum tónleikum. Hátíðin stendur yfir frá 7.-10. júní.

Tónlist
Fréttamynd

Morr ánægður á Íslandi

Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music heldur tónleika í Iðnó í kvöld. Fyrirtækið er eitt virtasta raftónlistarfyrirtæki heims og er með þrjár íslenskar hljómsveitir á sínum snærum. Thomas Morr, eigandi fyrirtækisins, er staddur hér á landi af þessu tilefni.

Tónlist
Fréttamynd

Þekkt nöfn heiðra Kurt

Stór nöfn á borð við R.E.M., David Bowie, Iggy Pop og Leadbelly eiga lög á plötu sem verður gefin út í tengslum við nýja kvikmynd um ævi rokkarans Kurt Cobain úr Nirvana.

Tónlist
Fréttamynd

Norskt rokk og ról

Quiritatio, ein efnilegasta þungarokkshljómsveit Noregs, spilar á fernum tónleikum hér á landi á næstu dögum. Fyrstu tónleikarnir verða í Hellinum í kvöld. Þar hita upp Myra, Ask the Slave og Peer. Á laugardag og sunnudag spilar sveitin síðan á tvennum tónleikum á Egilsstöðum og á mánudag verður hún á Dillon. Þar spila einnig Atómstöðin og Peer.

Tónlist
Fréttamynd

Með ákveðna sýn á hlutina

Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Mark Ronson hefur nóg að gera þessa dagana. Hann á stóran þátt í velgengni bæði Lily Allen og Amy Winehouse, starfrækir eigið plötufyrirtæki og var að senda frá sér sína aðra plötu, Version. Trausti Júlíusson skoðaði Mark.

Tónlist
Fréttamynd

Gerðu plötu með Ferrell

Breska hljómsveitin Kaiser Chiefs hefur hætt við að gefa út plötu með nýju efni á þessu ári. Fyrir nokkrum mánuðum tilkynnti bassaleikarinn Simon Rix að þeir félagar ætluðu að gefa út efni sem þeir tóku upp á sama tíma og þeir tóku upp síðustu plötu sína Yours Truly, Angry Mob. Forsprakki Kaiser Chiefs, Ricky Wilson, hefur borið þetta til baka og segir að Rix hafi einfaldlega verið að grínast.

Tónlist
Fréttamynd

Sgt. Pepper fertug

Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins.

Tónlist
Fréttamynd

Jómfrúardjassinn kynntur

Djasstónleikar á veitingastaðnum Jómfrúnni eru orðinn fastur liður í sumarafþreyingu fjölmargra miðborgargesta en á dögunum var kynnt hvaða tónlistarfólk mun troða upp í portinu hjá Jakobi Jakobssyni veitingamanni á laugardagseftirmiðdögum í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Íslendingar spila á Spot

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Evróputúr hafinn

Hljómsveitin Gus Gus er farin í tónleikaferð um Evrópu sem hefst á skemmtistaðnum Vega í kvöld. Eftir það taka við tónleikar í Suður-Frakklandi, Hollandi, Póllandi og í Þýskalandi. Einnig spilar Gus Gus á tónlistarhátíðinni vinsælu Glastonbury á Englandi 22. og 23. júní.

Tónlist
Fréttamynd

Sigrún Vala með nýtt lag

Átján ára stúlka frá Selfossi, Sigrún Vala, gaf nýverið út sitt annað lag sem heitir Ekki gera neitt. Það fyrra, Því ástin, gaf hún út þegar hún var aðeins fimmtán ára og komst það í fína spilun á útvarpsstöðvunum.

Tónlist
Fréttamynd

„Síðasta“ píanóið til sölu

Píanó sem Bítillinn fyrrverandi John Lennon spilaði á kvöldið sem hann var myrtur hefur verið boðið til sölu af fyrirtækinu Moments in Time. Verðmiðinn er um 23 milljónir króna.

Tónlist
Fréttamynd

Mæta með hljómsveit

Miðasala hefst í dag á tónleika frönsku hljómsveitarinnar Air sem verða í Laugardalshöll 19. júní. Hljómsveitin er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í tónleika sína, leika af fingrum fram og koma áheyrendum á óvart. Þótt eiginlegir meðlimir Air séu tveir koma þeir með heila hljómsveit með sér hingað til lands.

Tónlist
Fréttamynd

Hæfileikaríkur hrokagikkur

Noel Gallagher, aðallagahöfundur bresku sveitarinnar Oasis, varð fertugur síðastliðinn þriðjudag. Fréttablaðið skoðaði litríkan feril kappans. Noel Gallagher fæddist í Manchester á Englandi árið 1967. Hann átti fremur erfiða æsku og var oft laminn af drykkfelldum föður sínum. Þrettán ára byrjaði hann að læra sjálfur á gítar með því að herma eftir gítarfrösum í uppáhaldslögunum sínum.

Tónlist
Fréttamynd

Stemning á 90s-kvöldi

90s-kvöld verður haldið á Nasa næstkomandi föstudagskvöld á vegum Curvers og Kiki-Ow. Mikil stemning hefur verið á 90s-kvöldunum til þessa og er ólíklegt að nokkur breyting verði þar á.

Tónlist
Fréttamynd

Justin með plötuútgáfu

Justin Timberlake virðist hafa ágætt viðskiptavit en hann hefur nú ákveðið að setja á fót sitt eigið útgáfufyrirtæki. Tennman Records heitir fyrirtækið en höfuðstöðvar þess verða í Los Angeles og mun Timberlake gegna hlutverki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra þess.

Tónlist