Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Kvíði er vani fyrir mér

Rapparinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, varð landsfrægur á einni nóttu með laginu Ég vil það árið 2017. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í nóvember síðastliðnum sem hann frumflutti á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Hann endurtekur leikinn annað kvöld á Kex Hostel.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskt tví­eyki ó­vænt vin­sælt í Japan

Íslenska jazztvíeykið Silva & Steini gaf á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag, If It Was. Lagið sjálft kom út fyrir um ári síðan en það er komið með tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify síðan þá. Varð það óvænt nokkuð vinsælt í Japan og víðar.

Tónlist
Fréttamynd

List­rænt ofur­par opnar ný­stár­lega og skapandi um­boðs­skrif­stofu

Listræna parið Sigrún Eva Jónsdóttir og Sonny hefur komið víða að í hinum skapandi heimi. Þau ákváðu snemma árs að sameina krafta sína og er afraksturinn umboðsskrifstofa og skapandi rými undir heitinu Grounded Creative Studios. Skrifstofan opnar í sumar og með verkefninu langar þau að nálgast umboðsheiminn á nýjan hátt. Blaðamaður tók púlsinn á þeim.

Lífið
Fréttamynd

Ámundi allur

Ámundi Ámundason, sem kallaður var umboðsmaður Íslands löngu áður en Einar Bárðarson varð svo mikið sem hugmynd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk 14. júní.

Innlent
Fréttamynd

Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríó­týpíska veggi

„Mér finnst svo frábært að fá þetta tækifæri til að brjóta niður þennan steríótýpíska vegg,“ segir hin sextán ára gamla tónlistarkona og aktívisti Sóley Lóa Smáradóttir, sem stendur fyrir einkatónleikum í Laugarneskirkju á fimmtudagskvöld. Sóley er á leið á námskeið í hljómsveitarstjórn í Bandaríkjunum sem hefur löngum verið draumur hjá henni og eru tónleikarnir hugsaðir sem styrktartónleikar fyrir námskeiðinu. Blaðamaður ræddi við Sóleyju.

Tónlist
Fréttamynd

„Mér finnst leiðin­legt að vera alveg svart­klædd“

Tónlistarkonan Klara Elias leyfir litagleðinni að njóta sín í klæðaburði og er lítið fyrir svartar flíkur. Hún elskar að tengja tónlist og tísku þegar hún kemur fram og er bleikur jakki sem hún klæddist á stóra sviðinu í Herjólfsdal í persónulegu uppáhaldi. Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó

Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina.

Tónlist
Fréttamynd

Beyoncé kennt um aukna verð­bólgu

Verðbólga mældist 9,7 prósent í maí í Svíþjóð, sem er töluvert meira en spáð hafði verið. Verðhækkun hótelgistingar og veitinga leiddi verðlagshækkanir og koma stjórstjörnunnar Beyoncé gæti skýrt hækkunina.

Lífið
Fréttamynd

„Talar um hvernig allt er breytt á einu augna­bliki“

„Úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um lagið Nýjan stað, sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður tók púlsinn á Klöru.

Tónlist
Fréttamynd

„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV

Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992.

Lífið
Fréttamynd

Hæfi­­leikarnir drógu okkur saman

Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon hafa starfað saman innan tónlistar um árabil en þau kynntust árið 2017. Hún sem söngkona og hann sem gítarleikari. Sambandið vatt fljótt upp á sig og áður en þau vissu af voru þau orðin meira en bara samstarfsfélagar.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga

Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Tónlist
Fréttamynd

„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“

„Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan.

Lífið