Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Lífið 6. febrúar 2023 14:46
Magnaður píanóflutningur Víkings Ólafssonar á eyðieyju Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson var að senda frá sér stórfenglegt myndband af píanótónleikum, í samvinnu við Deutsche Grammofone, Erlend Sveinsson og Kristínu Sævarsdóttur. Á myndbandinu spilar hann lag Sigvalda Kaldalóns, Ave María, á eyðieyjunni Engey. Eyjan er staðsett rétt fyrir utan Reykjavík, skammt frá Viðey. Tónlist 6. febrúar 2023 12:32
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. Lífið 6. febrúar 2023 06:35
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. Tónlist 5. febrúar 2023 20:00
Bassi Maraj: „Þetta sýndi mér hvað mig langar að gera í lífinu“ Rapparinn og raunveruleikastjarnan Bassi Maraj var gestur í fjórða þætti af Körrent. Þar ræddi hann við þáttastjórnendur um allt milli himins og jarðar, þar á meðal hvaða áhrif raunveruleikaþættirnir Æði hafa haft á líf hans. Lífið 5. febrúar 2023 19:31
Rísandi Söngvakeppnisstjarna líkleg til vinsælda á Íslenska listanum Tónlistarkonan Diljá tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með lagið „Lifandi inní mér“ eða „Power“ eins og það heitir á ensku. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag og er fyrsta Söngvakeppnis lagið sem ratar á listann. Tónlist 4. febrúar 2023 17:01
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sameinast í nýju lagi Tveir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór, leiða saman hesta sína í laginu „Vinn við það“ sem kom út nú á miðnætti. Lagið gæti auðveldlega orðið einn af stórsmellum ársins. Lífið 3. febrúar 2023 14:31
Ingó Veðurguð gefur út nýtt lag: „Situr einn í dimmu húsi, enginn honum hjá“ „Eins og flestir sem mig þekkja elska ég fátt meira en að búa til tónlist og hvað þá að koma fram og flytja hana,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarsinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sem í dag gaf út nýtt lag. Lífið 3. febrúar 2023 13:01
„Stelpum stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman“ Hljómsveitin FLOTT var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „Hún ógnar mér“. Leikstjóri myndbandsins er Þura Stína og lagið fjallar um hvernig stelpum er stundum stillt upp til að vera andstæðingar frekar en að vinna saman. Tónlist 3. febrúar 2023 11:30
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. Lífið 3. febrúar 2023 10:47
Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld „Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju. Lífið samstarf 3. febrúar 2023 08:52
Fjórði þáttur af Körrent: Bassi Maraj og Guðjón Smári Fjórði þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Lífið 2. febrúar 2023 20:01
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. Lífið 2. febrúar 2023 10:28
Beyoncé tilkynnir um tónleikaferðalag Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku. Lífið 1. febrúar 2023 22:40
Ozzy Osbourne hættur að túra í bili Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019. Lífið 1. febrúar 2023 14:34
Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. Lífið 1. febrúar 2023 14:31
Ólafur Kjartan söng í Royal Opera House: „Stór stund fyrir mig“ Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans. Tónlist 31. janúar 2023 15:30
Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. Bíó og sjónvarp 31. janúar 2023 11:48
Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Tónlist 31. janúar 2023 11:45
Söngkeppnin sem olli straumhvörfum í lífi Birgittu Haukdal Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli. Lífið 30. janúar 2023 20:00
Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30. janúar 2023 15:03
„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. Lífið 30. janúar 2023 13:31
Forsprakki hljómsveitarinnar Television er látinn Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi. Lífið 28. janúar 2023 23:25
Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. Lífið 28. janúar 2023 20:33
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. Tónlist 28. janúar 2023 17:00
Tóku lagið í flugvélinni og dreymir nú um að halda tónleika á Íslandi Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög. Tónlist 28. janúar 2023 10:01
Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. Lífið 27. janúar 2023 20:33
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið 27. janúar 2023 16:28