Hin spænska Chanel í uppáhaldi hjá blaðamönnum í Tórínó Í dag æfa í Eurovision höllinni þau fimm lönd sem eru örugg áfram á úrslitakvöldið eftir viku. Sigurvegarar síðasta árs, Ítalir, taka nokkrar æfingar á sviðinu ásamt keppendunum frá Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Tónlist 7. maí 2022 10:29
Fulltrúar Lettlands í Eurovision gerðu ábreiðu af Með hækkandi sól Hljómsveitin Citi Zēni, fulltrúar Lettlands í Eurovision í ár, voru að senda frá sér skemmtilega ábreiðu af framlagi okkar Íslendinga, Með hækkandi sól. Tónlist 6. maí 2022 21:13
Dóri DNA gefur út lag sem Sanders Á miðnætti kemur út nýtt lag með rapparanum, grínistanum og rithöfundinum Dóra DNA. Dóri bregður sér þó í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders í laginu. Tónlist 6. maí 2022 18:01
Hljómsveitin Måneskin kemur fram á Eurovision í Tórínó Skipuleggjendur Eurovision tilkynntu rétt í þessu að Måneskin munu koma fram á keppninni í ár. Hljómsveitin Måneskin sigraði Eurovision í Rotterdam á síðasta ári. Tónlist 6. maí 2022 14:52
Aldrei of seint að hafa lagið í Berdreymi Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina. Bíó og sjónvarp 6. maí 2022 14:30
Stóra stundin rennur upp hjá Sólveigu Birtu í kvöld Í kvöld fara fram úrslit í söngvakeppninni The Voice Kids Germany. Sólveig Birta Hannesdóttir, 13 ára Íslendingur, er einn keppanda. Lífið 6. maí 2022 11:23
Skellir í lás eftir 35 ára rekstur Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu. Viðskipti innlent 5. maí 2022 21:00
Systurnar sagðar eiga betri líkur á að komast áfram eftir fyrstu æfingu Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó á Ítalíu þar sem keppt verður í Eurovision í næstu viku. Fyrstu myndskeiðin af æfingum systranna hafa verið birt og Eurovisionsérfræðingar telja systurnar eiga enn betri líkur á að fá framgang í keppninni eftir að hækkun var bætt í lagið. Lífið 5. maí 2022 17:34
Söngvari Baraflokksins fallinn frá Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Innlent 5. maí 2022 17:17
Lewis Capaldi mætir til Íslands í ágúst Lewis Capaldi heldur tónleika í Laugardalshöll þann 23. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík Live. Lífið 5. maí 2022 14:26
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. Lífið 5. maí 2022 11:38
„Leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina“ Tónlistarkonurnar Zoë Vala og Gunnur Arndís voru að senda frá sér lagið Baby The Ocean, sem er seiðandi popp sumarsmellur með jazz innblæstri. Lagið fjallar um að leyfa sér að vera berskjaldaður, treysta og þar með upplifa ástina og allt það fallega sem hún getur haft í för með sér. Tónlist 5. maí 2022 09:30
Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. Tónlist 4. maí 2022 14:40
Írafár frumflytur nýtt lag: „Við erum sveittir að reyna að læra lögin sem við höfum ekki spilað síðan 2002“ Írafár var að gefa út nýtt lag, rétt fyrir afmælistónleika plötunnar Allt sem ég sé sem fara fram í Eldborg í lok mánaðarins. Lagið heitir Á nýjum stað og byrjaði í vinnslu fyrir fjórum árum. Lífið 4. maí 2022 14:08
Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino. Tónlist 4. maí 2022 13:21
Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. Tónlist 4. maí 2022 12:40
„Bjóddu táningsdraugunum þínum í heimsókn, hækkaðu í tækinu og láttu þá dansa“ Hljómsveitin BSÍ var að senda frá sér tveggja laga EP plötu sem ber nafnið „Relax, blabla“. Meðlimir sveitarinnar, bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux, reyna að taka sjálf sig ekki of hátíðlega og eru óhrædd við að gera og vera alveg nákvæmlega eins og þeim sýnist. Tónlist 3. maí 2022 11:31
Spinal Tap-trommarinn látinn Breski trommarinn Ric Parnell, sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, er látinn, 70 ára að aldri. Lífið 3. maí 2022 10:04
„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. Lífið 2. maí 2022 13:31
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. Tónlist 2. maí 2022 00:36
Naomi Judd látin Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Lífið 30. apríl 2022 21:41
Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við. Tónlist 30. apríl 2022 16:00
„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Lífið 30. apríl 2022 13:36
Sólveig Birta komin í úrslit The Voice Kids Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst fyrr í kvöld áfram í úrslit keppninnar. Lífið 29. apríl 2022 22:54
Nýtt lag og tónleikar á Íslandi í næstu viku Tónlistarmaðurinn Khalid verður með tónleika á Íslandi þann 4.maí þar sem Reykjavíkurdætur og GDRN verða sérstakir gestir. Hann er einnig að gefa út nýtt lag í dag sem mun eflaust óma í Laugardalshöllinni í næstu viku. Lífið 29. apríl 2022 17:31
SKEPTA tryllir landann í Valshöllinni Tónlistarmaðurinn Skepta kemur fram á sínum fyrstu sólótónleikum á Íslandi föstudaginn 1. júlí nk. í Valshöllinni en miðasala hefst 3. maí á tix.is. Albumm 29. apríl 2022 16:15
Páll Óskar og Paparnir á Landsmóti hestamanna Landsmót hestamanna fer fram á Rangárbökkum Hellu í sumar og stendur yfir vikuna dagana 3. til 10. júlí. Heimamenn á Hellu ætla greinilega að trekkja að mikinn fjölda og hafa bókað listamenn á ball á föstudags- og laugardagskvöldinu. Sport 29. apríl 2022 14:56
Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum. Lífið 29. apríl 2022 14:30
„Ég bara tók framleiðslu á fyrsta laginu mínu og borðaði bara núðlur“ Útvarps- og söngkonan Vala Eiríksdóttir var rétt skriðin upp úr tvítugt þegar hún byrjaði í fjölmiðlum eftir að hafa sótt um á Stöð 2 en verið ráðin inn á Fm957 í afleysingar og hefur verið í útvarpinu síðan. Í dag er hún að starfa á Bylgjunni. Lífið 29. apríl 2022 11:30
Biður foreldra sína fyrirgefningar í nýju lagi Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar var að senda frá sér lagið Brenndur, sem fylgir á eftir hinu gífurlega vinsæla ástarlagi Ástin heldur vöku. Júlí frumflutti lagið í gær í beinni hjá Gústa B í útvarpsþættinum Veisla á FM957. Blaðamaður tók púlsinn á tónlistarmanninum og fékk að heyra söguna á bak við lagið. Tónlist 29. apríl 2022 08:31