Víðtækar lokanir á vegum um allt land Mjög líklegt verður að teljast að komi til lokana á fjölmörgum vegum um land allt á morgun. Innlent 13. febrúar 2020 14:11
Sprengilægðin blés afmælisfagnað Bjarna út af kortinu Fimmtíu ára afmælisfagnaði Bjarna Benediktssónar frestað. Innlent 13. febrúar 2020 12:15
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. Innlent 13. febrúar 2020 12:05
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. Innlent 13. febrúar 2020 12:01
Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarn fyrir allt landið vegna óveðurs á morgun. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Innlent 13. febrúar 2020 12:00
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. Innlent 13. febrúar 2020 11:55
Lögregla vill að Eyjamenn taki óveðurspána alvarlega Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Innlent 13. febrúar 2020 11:17
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Innlent 13. febrúar 2020 07:04
Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Innlent 12. febrúar 2020 18:43
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Innlent 12. febrúar 2020 18:30
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Innlent 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Innlent 12. febrúar 2020 12:10
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. Innlent 12. febrúar 2020 07:08
Hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul? Veðurstofan segir mikilvægt að átta sig á því að gul viðvörun, þrjá til fimm daga fram í tímann, táknar ekki endilega hversu slæmt veður er í vændum. Innlent 11. febrúar 2020 20:20
Vegir á Vestfjörðum þoldu ekki þíðuna í síðustu viku Slitlagið á þjóðvegum á Vestfjörðum er víða mikið skemmt eftir þíðuna í síðustu viku og á verstu köflunum milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar hefur Vegagerðina neyðst til að lækka hámarkshraða. Innlent 11. febrúar 2020 09:15
Þrjú snjóflóð féllu á veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar Þrjú snjóflóð féllu á veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar frá því honum var lokað vegna snjóflóðahættu í gærmorgun. Innlent 11. febrúar 2020 08:26
Gul viðvörun alls staðar vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast landið Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörðun alls staðar á landinu á föstudaginn vegna sérlega djúprar lægðar sem nálgast nú landið úr suðvestri. Innlent 11. febrúar 2020 06:54
Minnst sex látist í Evrópu vegna Ciara Stormurinn, sem færir sig nú austur yfir Evrópu, hefur fært með sér mikið fárviðri og rigningu til margra ríkja með þeim afleiðingum að tugir þúsunda eru nú án rafmagns og víða dæmi um miklar samgöngutruflanir. Erlent 10. febrúar 2020 21:45
Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór undir vatn. Áttu hafnarstarfsmenn í fullu fangi með nýta snjó í flóðvarnargarða. Innlent 10. febrúar 2020 18:45
Djúp lægð spillir færð og veldur snjóflóðahættu á norðurhelmingi landsins Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Innlent 10. febrúar 2020 13:33
Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. Innlent 10. febrúar 2020 12:15
Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Innlent 10. febrúar 2020 07:23
Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. Innlent 9. febrúar 2020 18:45
Hitamet Suðurskautslandsins fallið Hitamet á Suðurskautslandinu er fallið en hæsti hiti frá því að mælingar hófust árið 1961 mældist í gær, 18,3°C. Erlent 8. febrúar 2020 08:02
Strekkingur framan af degi Í dag verður suðaustan strekkingur framan af degi vestanlands og má jafnvel búast við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Innlent 8. febrúar 2020 07:37
Þakið fauk af og bíll tókst á loft Þak fauk af vélaskemmu í Minni-Hlíð í Bolungarvík í gærmorgun í miklu hvassviðri. Innlent 7. febrúar 2020 07:56
Gular viðvaranir eftir hádegi sunnan- og vestantil Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag með rigningu, hvassviðri eða stromi sunnan- og vestanlands eftir hádegi, fimmtán til 23 metrum, en hægari vindi annars staðar. Innlent 7. febrúar 2020 06:42
Hvítá flæðir langt upp á land Lögreglan á Suðurlandi birti í dag myndir sem teknar voru með dróna og sýna umfang flóðsins í Hvítá en mikið hefur verið um flóð í ánni að undanförnu vegna ísstífla. Innlent 6. febrúar 2020 13:45
Sautján stiga hiti mældist á Seyðisfirði í nótt Liðna nótt hvessti úr suðri og víða er hvassviðri eða stormur um vestan- og norðanvert landið. Gular stormviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra fram eftir degi. Innlent 6. febrúar 2020 07:07
Mikil hlýindi í kortunum og hitamet gætu fallið Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð miklum hlýindum á landinu á morgun, sérstaklega á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á Austfirði. Innlent 5. febrúar 2020 17:30