Enn ófært víða um land Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði. Innlent 20. desember 2019 07:15
Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Innlent 19. desember 2019 22:45
Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Innlent 19. desember 2019 19:49
Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum lokað vegna veðurs Vegum á landinu fer fjölgandi sem lokað hefur verið umferð um sökum veðurs. Gular viðvaranir eru um stærstan hluta landsins en þó ekki á suðvesturhorninu, Vesturlandi og verstari hluta Vestfjarðarkjálkans. Innlent 19. desember 2019 16:08
Von á hríðarveðri þar sem innviðir hafa ekki jafnað sig eftir aftakaveðrið Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Viðvaranirnar byrja að taka gildi eftir hádegi á morgun og gilda víða fram á föstudagsmorgun. Innlent 18. desember 2019 22:44
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna Innlent 18. desember 2019 20:30
Kannski flekkótt jól fyrir sunnan en hvít fyrir norðan Það er meira en nægur snjór fyrir norðan til þess að hægt sé að fullyrða að þar verði hvít jól. Innlent 18. desember 2019 07:45
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. Innlent 17. desember 2019 09:34
„Fremur einsleitt veður“ Það verður norðaustlæg átt næstu daga og fremur einsleitt veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið. Innlent 17. desember 2019 07:30
Skíðasvæðið í Bláfjöllum opið í fyrsta sinn í vetur: „Það er heimsklassafæri“ Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í dag, í fyrsta sinn í vetur og eru sjö skíðalyftur opnar. Vetrarveður síðustu daga hefur komið sér vel fyrir skíðaáhugafólk en brekkurnar opnuðu klukkan tíu í morgun. Innlent 14. desember 2019 15:45
Gott að huga að vatnslögnum fyrir komandi frostgadd Kalt verður í veðri fram yfir helgi og ættu landsmenn að búa sig undir tveggja stafa frost næstu daga. Er mælt með því að fólk fari að huga að vatnslögnum í híbýlum sínum og sumarbústöðum, enda getur mikið frost valdið skemmdum á lögnum og jafnvel eignatjóni. Innlent 13. desember 2019 19:20
Óvissustigi almannavarna aflýst en hættustig áfram á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið, í samráði við lögreglustjóra landsins, að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna aftakaveðurs sem lýst var yfir þann 9. desember. Innlent 13. desember 2019 14:32
Vottar fyrir heitavatnsleysi í efri byggðum Veitur biðla til borgarbúa að fara sparlega með heitt vatn í dag. Innlent 13. desember 2019 13:17
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. Innlent 13. desember 2019 10:20
Tveggja stafa frost í kortunum Það er áframhaldandi frost og ofankoma í veðurkortum Veðurstofunnar. Innlent 13. desember 2019 08:12
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Innlent 13. desember 2019 08:08
Treysta á að geta notað dróna og þyrlu við leitina á morgun Lunginn af þeim sem hafa verið við leit að pilti sem féll í Núpá í Sölvadal í gærkvöldi er nú kominn í hvíld að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Innlent 12. desember 2019 23:51
Fimmtíu manns dvelja enn í fjöldahjálparstöð í Dalvík Ein fjöldahjálparstöð verður áfram opin af hálfu Rauða kross Íslands í nótt. Innlent 12. desember 2019 23:02
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Innlent 12. desember 2019 22:11
Björguðu ellefu hrossum úr snjónum Þrír björgunarsveitarmenn sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák héldu norður í Húnavatnssýslu í gær til þess að aðstoða félaga sína við að sinna verkefnum sem safnast hafði upp vegna óveðursins. Innlent 12. desember 2019 20:57
Ráðherrar halda norður í land til að skoða aðstæður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heldur í fyrramálið norður í land ásamt dómsmála,- iðnaðar- og samgönguráðherrum til þess að skoða aðstæður í kjölfar ofsaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Innlent 12. desember 2019 20:21
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. Innlent 12. desember 2019 19:00
Harðorðar bókanir frá sveitarstjórnum fyrir norðan: „Ljóst er að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust“ Sveitarstjórn Húnaþings vestra sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafa sent frá sér nokkuð harðorðar bókanir vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sveitarfélögunum tveimur vegna óveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Innlent 12. desember 2019 18:24
Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Innlent 12. desember 2019 17:45
Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. Innlent 12. desember 2019 17:21
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Innlent 12. desember 2019 11:51
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Innlent 12. desember 2019 09:59
Norðanátt ríkir áfram yfir kalda helgi Í næstu viku dregur svo úr frosti. Innlent 12. desember 2019 07:03
Flestar leiðir færar um sunnanvert landið en mikil ófærð norðan- og austantil Enn mikil ófærð á norðan- og austanverðu landinu en unnið að hreinsun á vegum. Innlent 12. desember 2019 07:02
Maðurinn sem féll í Núpá enn ófundinn Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni og þá hafa tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar verið sendar norður. Innlent 12. desember 2019 06:30