Útlit fyrir hvassan vind með snjókomu syðst Útlit er fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða í dag, en annars bjart með köflum. Síðdegis er búist við vaxandi austanátt og að þykkni upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld. Veður 19. janúar 2024 07:23
Loka laugum og pottum fyrir norðan vegna nístingskulda Kuldakastið norðan heiða hefur haft þau áhrif að heitum pottum og í sumum tilfellum sundlaugum í heild sinni hefur verið lokað til að spara heita vatnið. Sautján gráðu frost mældist síðdegis á Akureyri. Innlent 18. janúar 2024 17:17
Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Skoðun 18. janúar 2024 14:31
Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Innlent 18. janúar 2024 13:27
Sigurður G. vafði rafmagnsbíl sínum um ljósastaur Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. Innlent 18. janúar 2024 11:23
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. Veður 18. janúar 2024 08:35
Snjóþekja víða á suðvesturhorninu Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Veður 18. janúar 2024 06:45
Víða verður blint í snjókomu sunnan-og vestanlands Erfið akstursskilyrði verða og víða blint í snjókomu og skafrenningi sunnan-og vestanlands í nótt og í fyrramálið. Líklega verður þungfært vestast á Reykjanesi. Gul viðvörun er í gildi í nótt. Innlent 17. janúar 2024 21:47
Gular viðvaranir vegna snjókomu vestanlands á morgun Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Veður 17. janúar 2024 10:27
Fer að snjóa vestast og frost á landinu að tólf stigum Veðurstofan spáir hægt minnkandi norðanátt í dag, en síðdegis verður þó enn strekkingsvindur suðaustan- og austantil á landinu. Veður 17. janúar 2024 07:21
Gul viðvörun víða um land Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og varir fram á morgun. Búast má við norðan stormi og hríð. Veður 16. janúar 2024 06:03
Gular viðvaranir á Norður- og Austurlandi Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra og á Austurlandi klukkan 16. Líkur eru á að færð spillist. Veður 15. janúar 2024 13:01
Léttir til sunnan- og vestanlands síðdegis Það er lítilsháttar snjókoma í flestum landshlutum núna í morgunsárið og er gert ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en átta til fimmtán metrum á sekúndu austast á landinu. Veður 15. janúar 2024 07:06
Mikil hálka á vegum og íbúar í Grindavík hvattir til að fara varlega Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og vinnur lögreglan á Suðurnesjum nú að því að rýma Grindavík og gengur það vel. Innlent 14. janúar 2024 05:34
Hætt við lendingu vegna þokunnar Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Innlent 13. janúar 2024 15:07
Stórvarasöm hálka í dag Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við stórvarasamri hálku víða á vegum og gangstígum í dag. Hann segir það einkum eiga við um vestan- og sunnanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Veður 13. janúar 2024 11:11
Von á ísingu og lúmskri hálku Vegir á landinu eru flestir blautir og þegar kólnar hægt og bítandi í hægum vindi mun myndast ísing og lúmsk hálka. Innlent 12. janúar 2024 07:40
Skýjað að mestu og lítilsháttar skúrir eða slydduél Regnsvæðið sem gekk yfir landið í gær er nú statt yfir austasta hluta landsins og stefnir áfram ákveðið til austurs og verður komið út af landinu þegar líður á morguninn. Veður 12. janúar 2024 07:11
Þrástaða veðrakerfanna brotnar upp í dag Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðlægri átt og yfirleitt stinningskalda eða allhvössum vindi í dag. Það mun fara að rigna, fyrst vestanlands og má svo búast við talsverðri úrkomu í suðvesturfjórðungi landsins þegar líður að kvöldi. Veður 11. janúar 2024 07:25
Gengur á með strekkingi eða allhvössum vindum og smá vætu Víðáttumikil hæð skammt norður af Skotlandi beinir nú alldjúpum lægðum og lægðadrögum norður Grænlandshaf, en saman færa þessi veðrakerfi okkar hlýtt og rakt loft að sunnan. Veður 10. janúar 2024 07:15
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Innlent 9. janúar 2024 19:35
Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Erlent 9. janúar 2024 14:00
Beina til landsins hlýju og röku lofti að sunnan Víðáttumikil hæð yfir Norðursjó beinir nú alldjúpum lægðum og lægðadrögum norður yfir Grænlandshaf og saman færa veðrakerfin hlýju og röku lofti til landsins að sunnan. Veður 9. janúar 2024 07:16
Hlýju lofti áfram beint til landsins úr suðri Lítil hreyfing er á veðrakerfunum þessa dagana þar sem er að finna hæð yfir Norðursjó og djúp lægð suður af Grænlandi sem beina enn hlýju lofti til landsins úr suðri. Veður 8. janúar 2024 07:17
Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu vel á „stórhættulegum“ Grindavíkurvegi Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni. Innlent 7. janúar 2024 19:17
Grænlensk lægð og bresk hæð beina mildum vindum til landsins Djúp lægð suður af Grænlandi og hæð yfir Bretlandseyjum beina til landsins mildri suðlægri átt, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 7. janúar 2024 08:27
Færri viðvaranir í fyrra en oft áður Samtals voru gefnar út 311 viðvaranir af Veðurstofu Íslands árið 2023. Frá árinu 2018 hafa að meðaltali verið gefnar út 380 viðvaranir árlega og var árið í fyrra því heldur undir meðallagi. Veður 6. janúar 2024 23:14
Norrænt kuldamet slegið í Finnlandi Kuldakast ríður nú yfir norðurhluta Skandinavíu og fór hitastigið á hinum norðlægu landamærum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands niður fyrir -40 gráður. Erlent 6. janúar 2024 16:27
Útlit fyrir rólegt veður Það er útlit fyrir rólegt veður á landinu í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 6. janúar 2024 07:52
Hálkuslys Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum. Skoðun 5. janúar 2024 08:00