Veðrið best á Suðausturlandi í dag Veðurstofan spáir norðlægri átt og rigningu á köflum á Norðurlandi en segir úrkomulítið fyrir sunnan og vestlægari átt. Í kvöld á að draga úr úrkomu og hiti á landinu verði í dag á bilinu sjö til sautján gráður, þar af hlýjast á Suðausturlandi. Veður 17. júlí 2022 09:56
Skýjað í dag og skúrir um allt land Í dag verður skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum samkvæmt Veðurstofunni. Hiti verði tíu til sautján stig og hlýjast norðaustan til. Næstu daga er áfram spáð skúrum eða rigningu. Veður 16. júlí 2022 09:00
Rauð hitaviðvörun gefin út í fyrsta sinn vegna allt að 40 stiga hita Breska veðurstofan hefur gefið út rauða hitaviðvörun fyrir Lundúnir og nærliggjandi svæði vegna ofsahita í næstu viku sem gæti mögulega ógnað lífi. Spár gera ráð fyrir að hitinn fari í allt að 40 stig. Erlent 15. júlí 2022 10:41
Veðrið gæti orðið ferðafólki til vandræða Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið. Veður 14. júlí 2022 07:34
Skeiðarárjökull hopaði mest Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn. Innlent 14. júlí 2022 07:19
Gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði Skammt suðaustur af Hornafirði er allkröpp lægð á norðurleið. Í hugleiðingum Veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að sökum hennar sé nú norðanáttin ríkjandi á landinu. Innlent 12. júlí 2022 07:30
Lægð yfir landinu þessa vikuna Útlit er fyrir rigningu og norðanátt þessa vikuna. Skýjað og víða lítilsháttar væta verður í dag, en seinnipartinn má búast við meiri vætu fyrir austan með vaxandi norðanátt, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Innlent 11. júlí 2022 11:18
Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Fótbolti 10. júlí 2022 11:22
Hiti á bilinu sjö til átján stig en lítið sést til sólar Lítið um sól á næstu dögum samkvæmt Veðurstofunni en hiti á bilinu 7 til 18 stig í vikunni. Innlent 10. júlí 2022 07:59
Hvasst við suðvesturströndina og hlýjast norðaustanlands Veðurstofa Íslands spáir suðaustanátt, fimm til fimmtán metrum á sekúndu, en hvassast verður við suðvesturströndina. Veður 9. júlí 2022 09:01
Rigningasuddi og grámygla sunnan-og vestantil um helgina Lægð úr suðvestri mun valda usla um helgina einkum sunnan og vestantil. Veðurfræðingur segist varla sjá nokkra vonarglætu í veðrinu á Suðurlandi um helgina, þar verði rigningasuddi. Framkvæmdastjóri Kótelettunnar eygir enn von um sólargeisla. Innlent 8. júlí 2022 12:00
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. Veður 8. júlí 2022 07:16
Erfið nótt hjá ferðamönnum í Laugardalnum Vonskuveður gekk yfir landið í dag og útlit fyrir áframhaldandi lægðagang næstu daga. Hundruð ferðamanna sátu föst í skálum á hálendinu og hér á höfuðborgarsvæðinu var allt á floti á tjaldstæðinu í Laugardal eftir nóttina. Innlent 7. júlí 2022 21:00
Loka þjóðveginum á kafla í Öræfasveit Verið er að loka þjóðvegi 1 milli Reynivalla og Freysness í Öræfasveit vegna hvassviðris, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 7. júlí 2022 16:18
Brotin tjöld og ekkert skyggni vegna sandfoks Landverðir á Fjallabaki ráðleggja fólki alfarið frá því að ferðast inn á svæðið í dag. Þar sitja hundruð ferðamanna og bíða af sér veðrið í skálum á svæðinu en eins og er er afar hvasst þar og lítið sem ekkert skyggni vegna sandfoks. Innlent 7. júlí 2022 14:59
Föst í lægð út mánuðinn Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn þetta sumarið og virðist reyndar alls ekki ætla að gera það ef marka má langtímaspár. Þær gera ráð fyrir reglulegum lægðum og úrkomu út júlímánuð. Innlent 7. júlí 2022 13:32
Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar. Sport 7. júlí 2022 11:53
Fellihýsi og trampólín fjúka út á götu Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli. Innlent 7. júlí 2022 10:38
Gul viðvörun víða um land Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland, miðhálendi og Norðurland eystra og vestra í dag. Á miðhálendi og Norðurlandi verður viðvörunin í gildi til klukkan 21 en á Suðausturlandi verður hún í gildi alveg fram á miðnætti. Veðurstofan hvetur vegfarendur til að aka varlega á þessum slóðum. Að auki verður rigning með köflum í flestum landshlutum. Veður 7. júlí 2022 08:07
Gul viðvörun gefin út fyrir Suðausturland Gul viðvörun verður í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 11 til klukkan 23 á morgun, fimmtudag. Veður 6. júlí 2022 11:14
Lítið um sumarveður næstu daga Lítið virðist vera um sumarveður á næstu dögum en samkvæmt Veðurstofu liggur Ísland í lægðarbraut um þessar mundir. Því valdi öflug og þaulsetin lægð úti fyrir Biskajaflóa, sem beinir lægðum norður eftir til Íslands. Veður 6. júlí 2022 08:27
Leifar norðanáttarinnar lifa enn við ströndina Útlit er fyrir breytilega átt á landinu í dag, víðast hvar á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu. Norðanátt hefur hrellt íbúa í norðausturfjórðungi landsins undanfarið og leifar af henni lifa enn úti við ströndina. Má reikna með norðvestan strekkingi þar þar til síðdegis. Veður 5. júlí 2022 07:15
Allhvöss norðvestanátt og gular viðvaranir í gildi Áfram verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert í dag, en dregur úr vindi í kvöld og nótt. Annars staðar má reikna með mun hægari breytileg átt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á austanverðu landinu. Veður 4. júlí 2022 07:47
Hlýtt í veðri í dag Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað. Innlent 2. júlí 2022 08:16
Hægur vindur og víða líkur á skúrum Nú í morgunsárið er víða þoka norðan- og austantil á landinu, en það mun líklega rofa til allvíða þegar líður á morguninn. Veður 1. júlí 2022 08:23
Sneru við til Reykjavíkur nokkrum mínútum fyrir lendingu Flugvél Icelandair á leið til Akureyrar í morgun var snúið nokkrum mínútum fyrir lendingu á Akureyri. Veðurskilyrði reyndust erfið á flugvellinum. Innlent 29. júní 2022 10:31
Allt að tuttugu stiga hiti Í dag verður veðrinu misskipt milli landshluta að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Svalast verður við norðurströndina en hiti gæti náð allt að tuttugu stigum sunnanlands. Innlent 29. júní 2022 08:04
Fátt um fína drætti í júlí en ágúst lofar góðu Rætt var við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing sem betur er þekktur sem Siggi Stormur, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að veðrið í júlí verði bland í poka. Besta veðrið verði líklegast á Suðurlandi um helgina og síðan á Norðurlandi helgina eftir. Innlent 28. júní 2022 17:50
Víða skýjað og væta og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag og á morgun. Víða verður skýjað og sums staðar væta, en lengst af þurrt um landið vestanvert. Veður 28. júní 2022 07:14
Fremur svalt og rigning með köflum víða um land Veðurstofan spáir norðaustan kalda og fremur svölu veðri í dag. Rigning með köflum um norðan- og austanvert landið, en skúrir suðvestanlands, einkum síðdegis. Veður 27. júní 2022 07:06