Bætir aftur í vind í kvöld og stormur víða á morgun Mildur loftmassi hefur nú náð yfir landið eftir hina hvössu austanátt sem herjaði á landann í gær. Búast má við austan strekkingi með rigningu, en undantekningin á þeirri stöðu eru Vestfirðir, þar sem útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi og svalara veðri. Verður úrkoman þar því væntanlega slyddukennd. Veður 18. október 2021 07:22
Að minnsta kosti 24 látnir í miklum rigningum á Indlandi Miklar rigningar hafa gengið yfir suðurhluta Indlands síðustu daga og hafa ár víða flætt yfir bakka sína með tilheyrandi tjóni og röskun á samgöngum. Erlent 18. október 2021 06:48
Róleg helgi hjá björgunarsveitunum sem fóru snemma í vetrargírinn Rólegt hefur verið hjá björgunarsveitunum í dag þrátt fyrir slæmt veður og viðvaranir í sumum landshlutum. Alls hefur verið farið í tvö útköll um helgina og þar af eitt um áttaleytið í kvöld. Í báðum tilvikum þurfti að aðstoða ökumenn bifreiða voru fastir. Innlent 17. október 2021 23:42
Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. Innlent 17. október 2021 19:47
Ekki talin ástæða til rýminga á Seyðisfirði Ekki er talin ástæða til að rýma hús á Seyðisfirði vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Fulltrúar Veðurstofunnar, almannavarna og Múlaþings funduðu í dag vegna úrkomuspár á Austurlandi. Innlent 17. október 2021 17:29
Búið að opna Hellisheiði á ný Hellisheiði var lokað í austurátt skömmu eftir hádegi í dag en reiknað er með því að lokunin standi ekki lengi yfir. Innlent 17. október 2021 13:24
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. Innlent 17. október 2021 12:29
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 17. október 2021 10:40
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. Innlent 17. október 2021 09:23
Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. Veður 16. október 2021 18:36
Víða skúrir í dag og él norðantil í kvöld Veðurstofa spáir vestan 8 til 15 m/s en lægir í dag. Víða smá skúrum og hita á bilinu 3 til 9 stig. Éljum norðantil í kvöld og þá gengur í norðaustan 10 til 15 norðvestanlands, kólnandi veður. Innlent 15. október 2021 07:34
Bjart yfir fram eftir degi Veðurstofa íslands spáir vestlægri átt í dag, 5 til 13 m/s og léttir til. Vaxandi suðvestanátt á norðanverðu landinu síðdegis 13 til 20 m/s í kvöld og dálítilli vætu vestanlands í nótt. Hiti verður á bilinu 0 til 7 stig. Innlent 14. október 2021 07:44
Allhvass norðanvindur með rigningu eða slyddu norðantil Eftir mildar og suðlægar áttir gærdagsins verður norðan strekkingur eða allhvass vindur með rigningu eða slyddu um norðanvert landið en að mestu skýjað og lítilsháttar væta sunnantil. Veður 13. október 2021 07:33
Rigning í öllum landshlutum og smá vindstrengur Skil koma að suðvesturhorni landsins núna í morgunsárið og er byrjað að rigna úr þeim á Reykjanesskaganum. Skilin fara norðaustur yfir landið í dag og því má búast við rigningu í öllum landshlutum, en þó ekki fyrr en seinnipartinn á Norðausturlandi. Veður 12. október 2021 06:47
Óvissustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að fella niður óvissustig í Útkinn í Þingeyjarsveit. Innlent 11. október 2021 14:22
Viðbúið að margir þurfi að finna bílrúðusköfurnar Víða er fremur kalt núna í morgunsárið og því viðbúið að margir þurfi að finna sköfurnar til að hreinsa ísingu á bílrúðum. Annars má reikna með hæglætisveðri í dag. Veður 11. október 2021 07:05
Almannavarnir um skriðuhættu ofan Seyðisfjarðar: Líklegra að svæðið muni falla í smærri brotum Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu. Innlent 8. október 2021 22:14
Hættustigi aflétt í Útkinn Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu. Innlent 8. október 2021 14:31
Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. Innlent 8. október 2021 11:04
Norður- og Austurland sleppa við rigninguna Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið í dag, en norðaustan strekkingur og rigning á Vestfjörðum. Veður 8. október 2021 07:14
Fá hærri bætur vegna þaks sem fauk af í miklu óveðri Tryggingafélagið TM þarf að greiða dánarbúi hjóna hærri bætur en það hafði þegar greitt út vegna þaks sem fauk af hluta íbúðarhúss í miklu óveðri sem gekk yfir landið í desember árið 2015. Innlent 7. október 2021 11:02
Stormur syðst og allt að 35 metrar í hviðum Hvasst verður víða um land í dag. Spáð er allhvassri eða hvassri austanátt, sums staðar stormi syðra og víða rigningu, talsveðri um tíma, einkum suðaustanlands. Veður 7. október 2021 07:21
Gular viðvaranir sunnanlands og á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Vestfirði, Suðurland og Suðausturland vegna hvassviðris og rigningar. Veður 6. október 2021 14:40
Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum. Innlent 6. október 2021 12:20
Spá miklu hvassviðri víða um land á morgun Veðurstofan spáir austan strekkingi við suðurströndina í dag, tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en annars hægari vindi. Víða verður léttskýjað um vestanvert landið, en skýjað og sums staðar smáskúrir eða él austanlands. Veður 6. október 2021 07:08
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. Innlent 5. október 2021 19:30
Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. Innlent 5. október 2021 15:02
Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Innlent 5. október 2021 13:25
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. Innlent 5. október 2021 12:17
Dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, yfirleitt golu eða kalda og þurru veðri, en dálítilli rigningu syðst og stöku éljum norðaustantil. Veður 5. október 2021 07:04