Veður

Veður


Fréttamynd

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri skriður féllu í nótt

Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Norð­læg átt og rigning með köflum fyrir norðan

Veðurstofan spáir norðlægum áttum í dag, tíu til átján metrum á sekúndu og rigning með köflum eða súld fyrir norðan, en þurrt að kalla sunnan heiða. Heldur hvassara verður við fjöll norðvestanlands og á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin alls­ráðandi á næstunni

Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands.

Veður
Fréttamynd

Spá hvassviðri eða stormi við Öræfajökul

Veðurstofa Íslands spáir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10 til 15 m/s undir kvöld en 15 itl 23 m/s suðaustanlands. Á austanverðu landinu má gera ráð fyrir rigningu af og til en þurrt verður vestantil. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum.

Innlent
Fréttamynd

Lægðin ekki dauð úr öllum æðum

Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum.

Veður
Fréttamynd

Lög­reglu­stjórinn á Norður­landi vestra: Veg­far­endur hefðu mátt hlýta við­vörunum

Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sauðá á Króknum svo til hætt að renna

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi

Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi

Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara

Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi al­manna­varna lýst yfir vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.

Innlent
Fréttamynd

Bíll endaði í sjónum á Ísafirði

Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það.

Innlent