Veður

Veður


Fréttamynd

Frysti í byggð í fyrsta skipti í tvo mánuði

Það gengur í strekkings suðvestanátt norðvestantil á landinu, en annars verður vindur hægari. Frekar þungbúið verður vestantil á landinu með lítilsháttar vætu öðru hverju, en léttara yfir fyrir austan og þurrt. Hiti verður á bilinu tíu til fimmtán stig að deginum.

Veður
Fréttamynd

Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum

Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum.

Innlent
Fréttamynd

Blikur á lofti vegna fellibyljarins Larrys

Veruleg óvissa er í veðurkortum næstu daga vegna fellibyljarins Larrys suður í Atlantshafi. Líklegast er talið að hann gæti átt þátt í suðaustan hvassviðri á landinu í lok næstu helgar.

Innlent
Fréttamynd

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir

Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Erlent
Fréttamynd

Rigning, suð­lægir vindar og milt í dag

Landsmenn mega búast við rólegheitaveðri í byrjun annarrar viku septembermánaðar. Almennt hægir suðlægir vindar og milt í dag, dálítil rigning eða súld, einkum sunnan og vestan til, en vestlægari og styttir víða upp með kvöldinu.

Veður
Fréttamynd

Víða von á vætu í dag

Búast má við suðlægum áttum og vætu á landinu í dag og á morgun. Lengst af verður þó þurrt norðaustanlands og tiltölulega heitt. Þá er útlit fyrir að kólna muni fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Ökumenn fari varlega í roki í kvöld

Búast má við hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi í dag og eru ökumenn hvattir til að fara varlega þar. Það sama gildir um ökumenn sem eiga leið undir Hafnarfjall og um Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Skýjað og súld sunnan- og vestan­lands

Reikna má með áframhaldandi hægum vindi og þurrki á norðausturhluta landsins en sunnan þrír til átta metrar á sekúndu, skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík

Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Sunnan­átt og hiti að 21 gráðu austan­lands

Spáð er suðvestan og sunnanátt í dag, víða fimm til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig sumsstaðar í vindstrengjum á annesjum á Norðvesturlandi og í Öræfum.

Veður
Fréttamynd

Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undan­farið

Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Veðurgæðunum ekki skipt jafnt

Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku

Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil.

Veður
Fréttamynd

Að mestu skýjað og lítils­háttar rigning eða súld

Veðurstofan spáir suðlægum eða breytilegum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu en syðst á landinu má þó reikna með dálitlum suðaustanstreng. Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða súld í öllum landshlutum.

Veður