Veður

Veður


Fréttamynd

Skýja­breiðan sem hylur landið mun ekki blása burt í dag

Yfir landinu liggur nú hlýtt og rakt loft og vegna hægviðrisins mun skýjabreiðuna sem hylur landið ekki blása burt í dag. Von er á áframhaldandi súld víða um land en þó útlit fyrir að það verði að mestu þurrt norðaustan- og austanlands.

Veður
Fréttamynd

Þungbúinn dagur

Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart.

Innlent
Fréttamynd

Suðurlandið sker sig úr

Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að 21 stigi og hlýjast norð­austan­til

Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Léttskýjað verður norðaustantil á landinu í dag, en skýjað með köflum annars staðar og jafnvel síðdegisskúrir á stöku stað.

Veður
Fréttamynd

Skýjað að mestu en áfram hlýtt

Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær.

Veður
Fréttamynd

Hiti upp undir 25 stig á Norð­austur­landi

Spáð er að hitatölur verði með því hærra sem sjáist hér á landi í dag þar sem verður upp undir 25 stiga hiti á Norðausturlandi í dag. Spáð er hægum vindi en suðaustanstrekkingi á stöku stað á vestanverðu landinu.

Veður
Fréttamynd

Skúraleiðingar en hlýtt í veðri

Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 

Veður
Fréttamynd

Hlýindi á landinu næstu daga

Næstu daga má búast við að litlar breytingar verði á veðri. Gert er ráð fyrir hægri breytilegri átt og skúrum eða rigningum víða næstu daga, þó minna í kvöld og annað kvöld.

Veður
Fréttamynd

Víðast væta en kaldast á Austur­landi

Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.

Veður
Fréttamynd

Þung­búið yfir landinu næstu daga

Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig.

Veður
Fréttamynd

Grátt yfir höfuð­­borgar­­svæðinu

Þoku­loft verður víða við sjávar­síðuna á Suð­vestur­landinu í dag og má gera ráð fyrir ein­hverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norð­austur­horni landsins þar sem verður glampandi sól.

Veður
Fréttamynd

Því lengra frá bænum, þeim mun betra veður

„Veður­spá helgarinnar er með besta móti um allt land.“ Með þeim orðum hefst dag­legur pistill veður­fræðings Veður­stofunnar. Þetta er þó alls ekki raunin því allur Suð­vestur­fjórðungur landsins, þar á meðal höfuð­borgar­svæðið, virðist missa af allri sól um helgina.

Veður
Fréttamynd

Erfitt að elta veðrið um verslunar­manna­helgina

Ef fólk hyggst elta veðrið um verslunar­manna­helgina gæti það reynst erfitt. Veðrið er best í höfuð­borginni í dag, á Vest­fjörðum á morgun en á Austur- og Norð­austur­landi á sunnu­dag og mánu­dag.

Veður
Fréttamynd

Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri.

Innlent
Fréttamynd

Úrkoman er komin austur

Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Veður
Fréttamynd

Víða skúrir á landinu í dag

Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins

Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Rigning í kortunum á landinu öllu

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Veður