Þoka spillir blíðunni á höfuðborgarsvæðinu Mikið þokuloft hangir nú yfir höfuðborgarsvæðinu og kemur í veg fyrir að höfuðborgarbúar geti notið blíðviðrisins sem ríkir á vesturhluta landsins. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag. Veður 2. júlí 2021 11:29
Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. Innlent 1. júlí 2021 16:20
Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Veður 1. júlí 2021 07:08
Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. Innlent 1. júlí 2021 06:41
Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. Innlent 30. júní 2021 23:13
Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. Innlent 30. júní 2021 17:22
Ferðamenn streyma í hitann á Austurlandi Hitinn gæti náð allt að 27 stigum í Fljótsdalshéraði á Austurlandi í dag. Hnúkaþeyrinn hefur leikið við þann landshluta og mun halda því áfram fram að helgi. Ferðamenn hafa þefað uppi veðrið og þyrpast nú þangað. Innlent 30. júní 2021 10:56
Hiti að 27 stigum austanlands Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag. Veður 30. júní 2021 07:12
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Erlent 30. júní 2021 06:55
Gular viðvaranir norðvestantil en að 26 stiga hiti fyrir austan Allhvasst verður á norðvestanverðu landinu í dag og einnig á norðaustanverðu landinu á morgun – sunnan og suðvestan tíu til átján metrar á sekúndu og hviður um þrjátíu metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Veður 29. júní 2021 07:28
Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. Innlent 28. júní 2021 15:53
Víða hæglætisveður en þoka eða lágskýjað framan af degi Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu. Veður 28. júní 2021 07:17
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. Erlent 28. júní 2021 06:54
„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Innlent 27. júní 2021 15:38
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. Veður 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. Veður 26. júní 2021 08:46
„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Innlent 25. júní 2021 09:00
Víða vindasamt á landinu og appelsínugular viðvaranir í gildi Reikna má með allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag, en hvassviðri eða stormi norðvestantil á landinu og austur í Eyjafjörð. Einnig hvessir verulega allra syðst, sem og í Öræfasveit. Veður 25. júní 2021 07:17
Appelsínugul viðvörun á þremur svæðum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum. Veður 24. júní 2021 16:34
Gul viðvörun víðs vegar um land Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 24. júní 2021 10:17
Bongóblíða í kortunum um helgina Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. Innlent 22. júní 2021 13:55
Varasamir vindstrengir á Vesturlandi Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum. Innlent 21. júní 2021 07:26
Þurfum að bíða í allnokkra daga eftir hlýja loftinu Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu. Veður 18. júní 2021 07:09
Slydda fyrir norðan Þjóðhátíðarveðrið verður ekki sérlega fýsilegt á norðanverðu landinu í dag. Þar hefur verið fremur kalt og má búast við að beri á slydduéljum. Veður 17. júní 2021 09:39
Norðaustanátt og dregur svo úr vindi í nótt Veðurstofan spáir svipuðu veðri í dag og var í gær og fyrradag. Norðaustanátt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og lítilsháttar rigning suðaustanlands en skúrir eða slydduél norðaustantil. Annars bjart með köflum og þurrt. Veður 16. júní 2021 07:11
Sumarið svíkur Íslendinga Klárlega einn mesti kuldi af þessum toga í áraraðir, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Innlent 15. júní 2021 10:06
Bjart í mörgum landshlutum framan af degi Veðurstofan gerir ráð fyrir björgum degi í mörgum landshlutum framan af degi, en annars skýjað með köflum. Austlæg eða norðaustlæg átt fimm til þrettán metrar á sekúndu, en hvassara með suðausturströndinni síðdegis. Veður 15. júní 2021 07:00
Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri Vikan hefst á norðlægum áttum og svölu veðri þar sem reikna má með lítilsháttar slydduéljum eða skúrum norðanlands, en annars yfirleitt þurru veðri á Vesturlandi. Hiti verður frá þremur stigum í innsveitum norðaustanlands, og upp í ellefu stig suðvestantil. Veður 14. júní 2021 07:19
Andstyggileg snjókoma gerir Mývetningum lífið leitt Bóndi í Mývatnssveit segir andstyggilegt að tekið hafi að snjóa í sveitinni nú þegar júnímánuður er að verða hálfnaður. Hann segir snjókomu og bleytu fara illa með fuglalíf og búfénað í sveitinni, að ógleymdum vondum áhrifum á lundarfar bænda og búenda. Innlent 13. júní 2021 19:43
„Það beið mín bara lítill vetur um miðjan júní“ Nokkurra sentímetra snjólag beið Adolfs Inga Erlingssonar, ökuleiðsögumanns, þegar hann gekk út á pall í sumarbústað sínum á Vaðlaheiði í morgun. Innlent 13. júní 2021 13:30