Veður

Veður


Fréttamynd

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Innlent
Fréttamynd

Norðanáttin ríkjandi á landinu næstu daga

Það verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi á landinu í dag og mun norðanáttin vera ríkjandi á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Norðan­átt sem ríkir fram að næstu helgi

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt á landinu. Víðast hvar verður hún hæg en þó allt að 13 metrar á sekúndu austast á landinu, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Búast ekki við að rýmingu verði af­létt strax

Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sveimandi lægð stjórnar veðri helgarinnar

Veðri helgarinnar er stjórnað af lægð sem sveimar um landið. Sökum nálægðar hennar við landið er veður fjölbreytt á landinu, austlæg átt og rigning austanlands framan af degi en breytilegar áttir í öðrum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð.

Innlent
Fréttamynd

Vindur vaxandi af austri og hlýnar

Eftir nokkra bjarta og kalda daga um landið sunnanvert fer vindur nú vaxandi af austri og suðaustri og þykknar upp. Vindur verður á bilinu þrettán til tuttugu suðvestantil í kvöld þar sem hvassast verður syðst.

Veður
Fréttamynd

Norð­læg átt og frost á bilinu tvö til tíu stig

Von er á norðlægri eða breytilegri átt í dag og strekkingi austast fram eftir degi en gola eða kalda annars staðar. Léttskýjað verður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él norðaustanlands. Frost yfirleitt á bilinu tvö til tíu stig.

Veður
Fréttamynd

Festi undurfalleg eftirköst óveðursins fyrir austan á filmu

Mikið aftakaveður var á Austurlandi í gær og voru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Í gærmorgun mældist vindur þar á bilinu 28 til 32 metrar á sekúndu auk þess sem íbúar fundu fyrir 10 til 12 stiga frosti og snjókomu. 

Innlent
Fréttamynd

Farið í yfir 60 verk­efni í af­taka­veðri á Austur­landi

Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er snarvitlaust veður“

Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ferða­veður á Austur­landi í dag

Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins

Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Spá allt að fjórtán stiga frosti

Það er tiltölulega rólegt veður þessa dagana með sterkar hæðir í kringum okkur en í dag er spáð norðvestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu og bjartviðri.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðinn út­synningur ræður ríkjum í veðrinu

Ákveðinn útsynningur mun ráða ríkjum í veðrinu í dag og mun ganga á með dálitlum skúrum eða éljum á vestandverðu landinu. Eystra helst þó að mestu leyti bjart að því er segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Reiknað með stormi á Norðausturlandi í kvöld

Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðausturlandi frá klukkan níu í kvöld og fram eftir nóttu. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að tryggja lausamuni utandyra eða koma þeim í skjól fyrir kvöldið.

Innlent