Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. Innlent 7. nóvember 2023 11:51
Eldur kviknaði á veitingastað á Selfossi Slökkvilið Árnessýslu er að störfum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi, þar sem eldur kviknaði á tólfta tímanum. Innlent 6. nóvember 2023 11:57
Snjórinn fallinn J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59. Lífið 3. nóvember 2023 21:00
Davíð Helgason og bleikur flamingó mættu til Halla Veitinga-og skemmtistaðurinn Anna Jóna í Tryggvagötu bauð í gær góðum gestum í heimsókn til að fagna lífinu og kynna allskonar skemmtilegar breytingar, eins og því er lýst í tilkynningu. Lífið 3. nóvember 2023 13:57
Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. Innlent 29. október 2023 15:41
Starfsleyfi skemmtistaðarins B afturkallað Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál. Innlent 27. október 2023 21:28
Gömlu húsakynni Húrra glædd nýju lífi Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember. Viðskipti innlent 27. október 2023 17:17
Sindri Snær og Alexía glæsileg í pítsuveislu Mikil stemmning var í sex ára afmæli veitingastaðarins Flatey pizza á dögunum. Margt var um manninn þar sem vinir, vandamenn og velunnurum var boðið til samfagnaðar. Lífið 25. október 2023 12:52
Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. Innlent 23. október 2023 16:02
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. Lífið 23. október 2023 13:53
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. Viðskipti innlent 20. október 2023 14:21
Eigandi Bryggjunnar Brugghúss selur slotið og flytur í Ölfus Jóel Salómon Hjálmarsson, einn af eigendum veitingastaðarins Bryggjan Brugghús, og eiginkona hans María Fortescue hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Skeiðarvog í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 119,7 milljónir. Lífið 19. október 2023 14:06
Bragðgóð veisla í boði Mandi, Hlöllabáta og Bankans Bistro Vöxtur Veitingafélagsins hefur verið mikill undanfarið en félagið rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu undir þremur vörumerkjum. Lífið samstarf 19. október 2023 08:31
Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17. október 2023 13:10
Ákærður fyrir að káfa á starfskonu veitingahúss Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni sem átti sér stað á veitingastað. Innlent 17. október 2023 07:00
Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Lífið 13. október 2023 21:38
Myndaveislan: Birgitta Líf og seiðandi senjórítur stálu senunni Hinn rómaði veitingastaður Tapasbarinn fagnaði 23 ára afmæli sínu í gærkvöldi. Tónlist, glimmer og seiðandi senjórítur settu sterkan svip á kvöldið. Lífið 13. október 2023 20:00
Ölgerðin hefur „vaxandi áhyggjur“ af erfiðleikum veitingahúsa Farið er að bera á erfiðleikum í rekstri veitingahúsa. „Við höfum vaxandi áhyggjur af því,“ sagði forstjóri Ölgerðarinnar á fundi með fjárfestum. Hann nefndi að það hefði ekki í för með sér „stór fjárhagsleg áföll“ fyrir fyrirtækið og fjárhagur Ölgerðarinnar réði vel við slík vandræði. Einnig var rætt um að vatn væri gullnáma og koffíndrykkir seljist í fyrsta skipti betur en kóladrykkir í stórmörkuðum. Innherji 13. október 2023 13:49
Veitingastaðir í „mjög erfiðri stöðu“ og óttast er að gjaldþrotum fjölgi Launahlutfall veitingastaða hefur farið hratt hækkandi. Á fyrstu mánuðum ársins var það komið yfir 50 prósent hjá mörgum veitingastöðum en lækkaði í maí og júní þegar umsvifin jukust samhliða auknum ferðamannastraumi og betra veðri, samkvæmt launakönnun Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Framkvæmdastjóri samtakanna, sem segir greinina „í mjög erfiðri stöðu“ sem hvorki verkalýðshreyfingin né stjórnvöld sýni skilning á, hefur áhyggjur af því að gjaldþrotum muni fjölga og aðrir veitingastaðir muni stytta opnunartíma sinn og fækka störfum. Innherji 12. október 2023 15:11
Fastakúnna og einstakrar vinkonu minnst á Horninu í dag Starfsfólk veitingastaðarins Hornsins minntist fastakúnna og einstakrar vinkonu í dag. Borð sjö sem hún Dagný sat alltaf við var frátekið fyrir hana, og þar stóð eftirlætisdrykkurinn hennar, kók með engum klaka. Innlent 11. október 2023 20:00
Gríðarlegt magn af rottuskít og um tuttugu tonnum af mat fargað Farga þurfti rúmum tuttugu tonnum af matvælum sem geymd voru í um 360 fermetra kjallara í Sóltúni 20 eftir að matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur komst á snoðir um málið. Mikið magn rottuskíts var að finna í rýminu og þurfti fjölmargar ferðir á sendiferðabílum til að ferja matvælin í Sorpu. Eigandinn svarar ekki fjölmiðlum vegna málsins. Innlent 9. október 2023 15:18
Segir eiganda ólöglega matvælalagersins ekki rekstraraðila veitingastaðanna Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku. Innlent 7. október 2023 13:35
Risa bjórhátíð í Hveragerði um helgina Þrjátíu og tvö brugghús af öllu landinu taka þátt í Bjórhátíð Ölverks í Hveragerði um helgina, sem fer fram í gömlu heitu ylræktargróðurhúsi í bæjarfélaginu. Innlent 7. október 2023 13:30
Matvælin í geymslu þriffyrirtækis nátengdu veitingahúsarekstri Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila. Innlent 6. október 2023 22:25
Inga Lind mætti í einkapartý Það var heldur betur góð stemmning á Hverfisgötunni í gær þar sem eigendur Röntgen buðu útvöldum til haustfögnuðar. Staðurinn var lokaður almenningi á milli 17 og 19 á meðan gestir nutu drykkja og matar auk tónlistar. Lífið 6. október 2023 13:34
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. Innlent 5. október 2023 12:53
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Neytendur 5. október 2023 10:44
Brúðkaupsveislur í uppnámi eftir að Sjálandi var lokað Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fjölmörg verðandi brúðhjón eru með hjartað í buxunum enda veislur fram undan sem óvíst er að geti farið fram. Viðskipti innlent 4. október 2023 10:49
Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. Innlent 2. október 2023 13:11
Spennandi nýjungar hjá Sumac Veitingastaðurinn Sumac við Laugaveg í Reykjavík kynnir þessa dagana nýja og spennandi mat- og vínseðla. Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins frá því hann opnaði árið 2017 og víst að fjölmargir reglulegir og nýir viðskiptavinir eru spenntir yfir því sjá útkomuna. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 2. október 2023 09:01