Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Sviðum fækkað og nýir starfs­menn ráðnir

Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karen Kjartans­dóttir hættir hjá Sam­fylkingunni

Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingi skólastjóri kveður Verzló

Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Þorsteinn nýr forstjóri Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar – rannsóknar- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Erling aftur til Deloitte

Erling Tómasson hefur verið ráðinn aftur til starfa hjá Deloitte á Íslandi og verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte í Svíþjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri og Gerður til liðs við aha.is

Aha.is hefur ráðið þau Gerði Guðnadóttur og Andra Davíð Pétursson til starfa. Gerður hefur verið ráðin markaðsstjóri og mun bera ábyrgð á markaðsmálum félagsins. Andri hefur verið ráðinn í stöðu tengiliðar við veitingastaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skúli tekur við af Símoni sem dómstjóri

Skúli Magnússon hefur verið skipaður dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með næstu mánaðamótum. Skúli tekur við stöðunni af Símoni Sigvaldasyni, sem var á dögunum skipaður dómari við Landsrétt.

Innlent